Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 28
FÉLAGSMÁL þessa upphæð ýmsir raunverulegir útgjaldaliðir einstaklingsins, svo sem vegna húsnæðis. Það er því ljóst að afar oft er þessi framfærslu- grunnur, þ.e. sá lágmarkstilkostnað- ur sem þarf til að lifa, það sem lögin kalla „það sem nauðsyn krefur", hærri en t.d. atvinnuleysistrygginga- bætur, hærri en heildarbætur frá Tryggingastofnun ríkisins, og það sem verst er, hærri en nokkuð al- gengir launataxtar sem fólk vinnur fyrir átta tíma á dag, fimm daga vik- unnar. Það segir nokkra sögu sem ég kem að síðar. Tveggja manna fjölskylda fær téðan framfærslu- grunn margfaldaðan með 1,3, þriggja manna fjölskylda margfald- aðan með 1,6 o.s.frv. Sum sveitarfé- lög víkja frá þessari fyrirmynd í ýmsum efnum; miða við aðrar bóta- upphæðir í framfærslugrunni eða nota aðra stuðla til að samræma upphæðina stækkandi fjölskyldu. Þá er einnig nokkuð mismunandi hvaða þættir framfærslukostnaðar- ins skuli felast í grunnupphæðinni og hvaða þættir eru greiddir sérstak- lega til viðbótar henni. Sama fjöl- skylda mundi þar af leiðandi fá mis- háa upphæð í fjárhagsaðstoð eftir því um hvaða sveitarfélag er að ræða, eins og lögin gera raunar ráð fyrir, en hæsti framfærslugrunnur- inn sem ég fann er 50% hærri en hinn lægsti; sá munur milli sveitar- félaga getur síðan aukist eða minnk- að eftir annarri útfærslu reglnanna. Ljóst er því að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga við einstakling er mis- mikil, ljóst er einnig að hún er í mörgum tilvikum hærri en umsamd- ir launataxtar og almennir bótataxtar í landinu og ljóst er væntanlega einnig orðið af framansögðu að reglurnar um útreikning fjárhags- aðstoðar eru afar ógagnsæjar og flóknar. Umsækjandi þyrfti að hafa meiri háttar reikningshaus, ef hann vildi sjálfur persónulega mynda sér skoðun á því hvaða upphæð honum ber eða hvort það sem hann fær er í samræmi við reglur sveitarfélagsins. í sjálfu sér skyldar ekkert sveitarfé- lögin til að hafa gagnsæjar reglur, lögin ætlast aukin heldur til að beitt sé einstaklingsbundnu mati hverju sinni og með þessu bendi ég aðeins á að reglur sveitarfélaganna um fjár- hagsaðstoð veita mikið svigrúm til túlkunar og mismununar. Eg legg þá enga neikvæða merkingu í það orð; mismunun er ekki í sjálfu sér röng, hún getur verið skynsamleg og sanngjöm og einstaklingsbundið mat á aðstæðum kallar væntanlega óhjákvæmlega á hana að vissu marki. Almennt má um fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna segja að hún er að- eins ætluð til daglegrar framfærslu, henni er ekki ætlað að standa straum af fjárfestingum eða afborgunum lána þótt í reynd sé stundum erfitt að draga skýr mörk þar á milli. Fjár- hagsaðstoðinni er ætlað að vera eins konar þrautaráð, nú sem fyrr, þannig að því aðeins komi til hennar að aðrar afkomuleiðir bregðast, svo sem tekjur af vinnu, eignum og bót- um. Þá vil ég benda á að réttur ein- staklings til fjárhagsaðstoðar sveit- arfélagsins er ekki kominn undir fjárhag þess. Fjárhagsaðstoð sú sem einstakl- ingar fá frá sveitarfélagi sínu er framtals- og skattskyld. Skylda sveitarfélags til þess að taka á móti umsókn um fjárhagsað- stoð, meta hana og samþykkja ef aðstæður kalla á það er ótvíræð. Eins og ég hef nefnt humma mörg sveitarfélög þessa skyldu fram af sér, hafa engar reglur og hafa enga fjárhagsaðstoð veitt áratugum sam- an. Réttlætingin er að enginn hafi sótt um, svona vandræði fyrirfinnist ekki í viðkomandi sveit. Þessi rétt- læting og rökleiðsla er einfaldlega ekki rétt. Eðlilega biðja íbúarnir ekki um þjónustu sem þeim stendur ekki til boða, og ennþá síst um fjár- hagsaðstoð, „fátækraframfærslu", sem á sér þessa löngu og mann- skemmandi sögu, sem ég áðan rakti. Þeir sem þurfa aðstoð í þannig sveit, þeir flytja einfaldlega burt þangað sem aðstoð er veitt. Það þekkjum við öll í hinum stærri bæjarfélögum sem búa nokkuð vel að þjónustu hvemig smærri sveitarfélögin bók- staflega „flytja út“ öll sín félagslegu vandamál; aldraða sem fá hvorki heimaþjónustu né stofnanarými í heimabyggð, fatlað fólk, foreldra fatlaðra barna, fjölskyldur sem vegnar illa á einn eða annan veg í bráð eða lengd. Þeim sveitarfélög- um, sem bjóða góða þjónustu, kem- ur það á vissan hátt í koll af því hve mörg sveitarfélög hliðra sér hjá ábyrgð sinni í þessu efni og hælast jafnvel af. Og það er mikil skamm- sýni hjá sveitarstjórnarmönnum þegar þeir verða því fegnir, eins og hreppstjóramir fyrr á öldum, að sjá fólk sem þarfnast þjónustu hverfa út fyrir hreppsmörkin þess vegna; að pissa í skóinn sinn velgir manni víst um stund á tánum, en von bráðar bítur kuldinn þeim mun fastar. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga hef- ur aukist mjög verulega að undan- förnu. Allur samanburður milli sveitarfélaga og samanburður heild- arupphæða milli ára er þó örðugur þar sem færslur sveitarfélaganna á útgjöldum af þessum toga em ekki með sama hætti. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar var varið rúmum 627 milljónum til fjárhagsaðstoðar á vegum sveitarfélaga á árinu 1993 og aukningin frá árinu áður var 27%. Eg hef borið saman útgjöld fjög- urra stærstu sveitarfélaganna, Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnar- fjarðar og Akureyrar, sem saman- lagt telja rúmlega 150 þúsund íbúa, eða 57% iandsmanna. Með nokkmm fyrirvara um sambærileika talnanna virðist mér að útgjöld þess- ara sveitarfélaga vegna fjárhagsað- stoðar hafi aukist um 45% milli ár- anna 1992 og 1993 og aftur um 25% milli áranna 1993 og 1994 sem er áætluð tala í árslok. Aukningin milli 1992 og 1994 er kringum 80%, áætluð heildampphæð til fjár- hagsaðstoðar á árinu 1994 í þessum sveitarfélögum einum er um 660 milljónir. Þá er ótalin sú fjárhagsað- 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.