Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 43
í ÞRÓTTI R O G ÚTIVIST
Epoxi-efni á böð, ásamt því að fyr-
irtækið sá um allt múrverk í húsið
og flotun salargólfsins (afréttingu).
Rafmagn, lagnir og loft-
ræsting
Húsið er hitað upp með rafmagni,
þar með talið baðvatn. 900 lítra
vatnsgeymar eru undir baðvatn sem
hitað er upp, eins og kom fram, með
rafmagni. Það er 75 kW hitatúpa
sem sér um þann þátt í gegnum
varmaskipti.
Loftræstikerfið var ekki hannað í
húsið í upphafi og voru ýmsar
ástæður fyrir því. Þá aðallega rekstr-
arkostnaður og dýr kerfí í uppsetn-
ingu. Eftir skoðunarferð okkar
sveitarstjómarmanna, sem ég vék að
hér áður, urðum við varir við það að
þau hús sem ekki voru með loft-
ræstingu voru í sumum tilfellum
skemmd af raka. Akveðið var því að
láta hanna loftræstikerfi í húsið.
Loftræstikerfið, sem hér var sett
upp, er fyrsta kerfið sinnar tegundar
á landinu. Kerfið er frá sænska fyr-
irtækinu PM-Luft og Varmi hf. hef-
ur umboð fyrir það. Kerfið er
þannig úr garði gert að það endur-
nýtir varmann í húsinu að mestu
leyti aftur. Kerfið er mun minna í
sniðum en sambærileg kerfi og er
ódýrt í rekstri. Stjörnublikk hf. í
Kópavogi sá um uppsetningu loft-
ræstikerfisins.
Komið var fyrir fullkomnu bruna-
vamakerfi í húsinu frá fyrirtækinu
Vara, sem Snarvirki hf. á Djúpavogi
sá um uppsetningu á. Snarvirki hf.
sá reyndar um allar raflagnir í húsið.
Laus búnaöur
Búnaður í húsið er aðallega
keyptur frá tveimur aðilum: A. Osk-
arssyni hf., sem er með umboð fyrir
vömr m.a. frá Virklund, og frá Vél-
smiðjunni Oðni, sem er umboðsaðili
fyrir körfur og mörk frá hollenska
fyrirtækinu Nijha.
Akveðið var að kaupa sem mest
af búnaði í húsið, þannig að nota-
gildi þess væri sem best.
Þá var gengið frá lóð í kringum
húsið og sá Olafur Hjaltason, Skála,
Djúpavogshreppi, um það verk.
Byggingarkostnaöur
Heildarbyggingarkostnaður á
verðlagi í nóvember 1994 er um 93
millj. kr. Innifalinn í þeim kostnaði
er allur búnaður og frágangur lóðar.
Kostnaðaráætlun, sem gerð var í
september 1989, hefur verið fram-
reiknuð til núvirðis og ef hún er
borin saman við framkvæmdaliði þá
sem hún miðaðist við er fram-
kvæmdakostnaður 10% yfir kostn-
aðaráætlun.
Rekstrarkostnaöur
Við gerum ráð fyrir að með til-
komu þessa húss aukist rekstrar-
kostnaður sveitarfélagsins um 2,3
milljónir kr. á ári, sem er 7% aukn-
ing á heildarrekstrarkostnaði sveit-
arfélagsins.
Fjármögnun
Fjármögnun hússins hefur verið
með þeim hætti að Jöfnunarsjóður
sveitarfélaga greiðir 50% af bygg-
ingarkostnaðinum eftir viðmiðunum
E' Á göngustíga
0' Á heimreiðina
B' Á bílastæðið
Sf Við sumarbústaði
S' Við fyrirtækið
þeirra, sem svarar til um 30 millj.
kr. á núvirði. Utistandandi hjá
sjóðnum eru um 13 milljónir króna.
Gert er ráð fyrir að það verði greitt á
næstu tveimur árum. Þá hefur sveit-
arfélagið tekið langtímalán á þessu
ári að fjárhæð 25,8 millj. kr.
Lokaorö
Eg sagði hér í upphafi að við
hefðum farið þess á leit við arkitekt-
inn árið 1987 að hann teiknaði
fallegt, nytsamlegt og ódýrt hús. Eg
er þeirrar skoðunar að öllum þess-
um markmiðum hafi verið náð.
Frá því húsið var tekið í notkun
hefur það verið mikið notað af íbú-
um sveitarfélagsins. Breytingin er
mikil því undanfarin ár hefur verið
kennd leikfimi í 70 m2 sal og á þeim
rúmum 100 árum sem reglubundin
kennsla hefur verið á Djúpavogi
hefur aðstaða til íþróttaiðkana verið
mjög takmörkuð. Það er von okkar
sem stóðum að byggingu þessa húss
að það eigi eftir að vera lyftistöng
fyrir allt fþrótta- og æskulýðsstarf í
Djúpavogshreppi.
• Breidd 2,0 og 1,5 m
• Læsanlegar
• Galvanhúðaðar
• Sterkar
• Auðveldar í uppsetningu
Hegat
Ármúla 29, Reykjavík.
Sími 588-2424. Fax 588-4642.
hegat ffjf
leið flð bœttu umhverfi
Opnanlegar hliðslár