Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 13
UMHVERFISMAL Sigrún Helgadóttir, höfundur texta lags náttúruverndarársins hér á landi, Melkorka Ólafsdóttir, höfundur lagsins. Sigrún Stefánsdóttir, sem hlaut fyrstu verölaun í Ijósmyndasamkeppni Evrópuráösins i tilefni Náttúruverndarárs Evrópu, og Össur Skarphéðinsson umhverfisráðher- ra. Ljósm.: Ljósmyndastofa Kristjáns Magnússonar sf. kenningu fyrir framlag þeirra til betra umhverfis. Hvaö er á döfinni? Landshlutaráöstefnur A árinu hyggst umhverfis- ráðuneytið, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélag- anna, standa fyrir kynningar- fundum í landshlutunum um málefni sem tengjast náttúru og náttúrulegum svæðum í ná- grenni byggðar. Frímerki og póst- stimpill Evrópuráðið fór þess á leit við allar póst- og símamála- stjórnir í Evrópu að í tilefni ársins yrði gefið út sérstakt frímerki. Umhverfisráðuneyt- ið hefur jafnframt óskað eftir því við Póst og síma að þetta verði tekið til athugunar. Póst- ur og sími hefur áður gefið út sérstök náttúruverndarfrí- merki, þ.e.a.s. í tilefni Náttúruvemdarárs Evrópu 1970 og vegna Votlendisárs Evrópu árið 1977. Póstur og sími hefur tekið mjög vel í þessa málaleitan og líklega verða gefin út sérstök frímerki í tilefni ársins og í tengslum við það póststimpill með íslenska merki Náttúruvemdarárs Evrópu 1995. Ritgeröasamkeppni Umhverfisráðuneytið áfomiar að beita sér fyrir því í samvinnu við menntamálaráðuneytið að haldin verði rit- gerðasamkeppni í grunnskólum landsins um efni sem tengist megináherslum náttúruvemdarársins, t.d. náttúru- legum svæðum í nágrenni skóla eða heimili. Hugmyndin er að koma þessu í framkvæmd á haustönn 1995. Annaö Fyrir utan það sem að ofan er talið er fjöldinn allur af atburðum sem eru í athugun hjá undirbúningsnefndinni og ekki er tímabært að fjölyrða um á þessu stigi málsins. Þó má greina frá því að Bændasamtökin hafa lýst yfir á- huga á þátttöku í árinu og verður hún tengd kynningu á lífrænum landbúnaði. Jafnframt er mikill áhugi hjá Ferðaþjónustu bænda. Unnið er að kynningarátaki um flokkun sorps og endurvinnslu, sérstaklega í tengslum við jarðgerð úrgangs. Þá hefur Samband veitinga- og gistihúsa lýst yfir áhuga á að taka þátt í árinu með því að nokkur hótel taki upp vistvæna hætti í rekstri sínum. Auk þess er unnið að verkefnum sem tengjast umhverfi silungs- og laxveiðiáa landsins og íþróttasamband Is- lands vinnur að því að útfæra hugmynd um tengsl íþróttaiðkunar almennings og umhverfisins. Þátttaka sveitarfélaga Þátttaka sveitarfélaganna í náttúruverndarárinu er mjög mikilvæg og getur haft úrslitaþýðingu fyrir árang- urinn til framtíðar. Náttúruleg svæði í þéttbýli og í ná- grenni byggðar eru í umsjón sveitarfélaganna og þar eru teknar ákvarðanir um viðhald, meðferð og nýtingu þeirra. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lýst því yfir að það muni taka þátt í Náttúruvemdarári Evrópu 1995 og hvetja sveitarfélögin til þátttöku í árinu. Mikilvægt er að sveitarfélög skoði það með hvaða hætti þau geta lagt þessu málefni lið annaðhvort ein sér eða í samvinnu við skóla, áhugasamtök, foreldrafélög eða hverfasamtök. Einnig gætu fleiri en eitt sveitarfélag haft samstarf um aðgerðir í tilefni ársins. Sumum þeirra verkefna sem á döfinni eru gætu sveitarfélögin tekið þátt í eins og t.d. verkefni Ungmennafélags Islands en einnig gætu verk- efni sem eru í undirbúningi á vegum sveitarfélaganna fallið að þema ársins og orðið liður í aðgerðum sveitarfé- lagsins í tilefni af árinu. Sveitarfélögum sem áhuga hafa á því að taka þátt í ár- inu er bent á að hafa samband við undirbúningsnefndina eða umhverfisráðuneytið til þess að fá nánari upplýsing- ar um árið og hvemig þátttöku í því verður háttað. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.