Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 66

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 66
ERLEND SAMSKIPTI Sveitar- og héraðsstjórnar- þing Evrópuráðsins eflt Á fundi stjórnmálaleiðtoga Evr- ópuráðsríkjanna sem haldinn var í Vínarborg í október 1993 var akveðið að efla Sveitar- og héraðs- stjórnarþing Evrópuráðsins og að veita ríkjum Mið- og Austur-Evr- ópu, sem uppfylla skilyrði stofn- skrár þess, aðild að því. I samræmi við þessa ákvörðun hefur stofnskrá þess verið breytt. Það er nú eingöngu skipað kjörnum fulltrúum í sveitar- og héraðsstjórn- um og embættismönnum sem bera beina ábyrgð gagnvart sveitar- eða héraðsstjórnum. Það starfar í tveim- ur deildum og er önnur skipuð full- trúum sveitarstjóma og hin héraðs- stjórna. Það er nú skipað samtals 239 aðalfulltrúum og jafnmörgum varafulltrúum frá aðildarríkjunum sem nú eru orðin 34. Aðildarríkin eru, í stafrófsröð, Andorra, Austurríki, Belgía, Bret- land, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Irland, ísland, Italía, Kýp- ur, Lettland, Litháen, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Noregur, Pól- land, Portúgal, Rúmenía, San Mar- ino, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Sví- þjóð, Sviss, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland og Þýskaland. Sveitar- og héraðsstjórnarþingið hefur látið til sín taka m.a. umhverf- ismál og náttúruvemd, eflingu sveit- ar- og héraðsstjóma, ýmis mannrétt- indamál, skipulags- og byggingar- mál, fræðslu- og menningarmál, fé- lags- og heilbrigðismál, málefni aldraðra, vinabæjatengsl, einkurn milli bæja í Vestur-Evrópu og í Mið- og Austur-Evrópu, og annað samstarf sveitarstjóma, sérstaklega við hin nýfrjálsu ríki Mið- og Aust- ur-Evrópu. Fyrstu fundir Sveitar- og héraðs- stjórnarþingsins eftir að því var breytt voru haldnir í Strassborg 31. maí til 3. júní sl. og það kemur öðm sinni saman til funda 30. maí til 1. júní í ár. Á þinginu í ár verður m.a. rætt um Náttúruverndarár Evrópu, norður/suður samstarf sveitar- stjórna, þjóðaratkvæðagreiðslur og form á þátttöku hins almenna borg- ara í ákvarðanatöku, vanda fjalla- héraða Evrópu og sígauna og kynnt- ar niðurstöður ýmiss konar kannana og samanburðar á stjórnkerfi sveit- ar- og héraðsstjóma í aðildarríkjun- um, sem skrifstofa Sveitar- og hér- aðsstjómarþingsins í Strassborg hef- ur að undanfömu unnið að. Stjóm sambandsins hefur tilnefnt til setu á þinginu þau Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúa og for- mann sambandsins, sem er formað- ur sendinefndarinnar, og bæjarfull- trúana Sigríði Stefánsdóttur á Akur- eyri og Ingvar Viktorsson í Hafnar- firði. Sem varafulltrúar þeirra hafa ver- ið tilnefnd Valgarður Hilmarsson, oddviti Engihlíðarhrepps og vara- formaður sambandsins, Sigrún Magnúsdóttir, varaforseti borgar- stjórnar Reykjavíkur, og Magnús Karel Hannesson, oddviti Eyrar- bakkahrepps. Kvennaráðsteína 6.-8. jiílí í Dublin Sveitar- og héraðsstjórnarþing Evrópuráðsins efnir til ráðstefnu kvenna í sveitar- og héraðsstjórnum dagana 6.-8. júlí nk. í Dublin á Ir- landi. Gert er ráð fyrir að hana sæki ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum bæði í Vestur- og Austur-Evrópu. Yfirskrift hennar er Konur, stjórn- mál, lýðræði - skoðanaskipti kvenna kjörinna í sveitarstjómum í Vestur- og Austur-Evrópu. Á henni verða rædd þau vanda- mál sem konur eiga við að stríða í starfi sínu. Tungumál ráðstefnunnar verða enska, franska og þýska. Á Iandsfundi jafnréttisnefnda sveitarfélaga í októbermánuði sl. kynnti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambandsins, ráðstefnuna og taldi eðlilegt að frá íslandi sæktu hana a.m.k. tveir fulltrúar. Alþjóðleg ráðsteína um umhverfismál í Diisseldorf 20. og 21. júní Samband þýskra sveitarfélaga efnir til alþjóðlegrar ráðstefnu um umhverfismál í borginni Diisseldorf 20. og 21. júní. Hún er haldin í sam- starl'i við borgina og stofnanir og samtök um hina ýmsu þætti um- hverfisverndar, s.s. um öflun neysluvatns og verndun andrúms- loftsins. I sýningarhöllinni þar verður sömu daga haldin vömsýningin EN- VITEC 1995 og er í tengslum við efni rúðstefnunnar. Helstu uinræðuefni á ráðstefnunni 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.