Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Síða 66

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Síða 66
ERLEND SAMSKIPTI Sveitar- og héraðsstjórnar- þing Evrópuráðsins eflt Á fundi stjórnmálaleiðtoga Evr- ópuráðsríkjanna sem haldinn var í Vínarborg í október 1993 var akveðið að efla Sveitar- og héraðs- stjórnarþing Evrópuráðsins og að veita ríkjum Mið- og Austur-Evr- ópu, sem uppfylla skilyrði stofn- skrár þess, aðild að því. I samræmi við þessa ákvörðun hefur stofnskrá þess verið breytt. Það er nú eingöngu skipað kjörnum fulltrúum í sveitar- og héraðsstjórn- um og embættismönnum sem bera beina ábyrgð gagnvart sveitar- eða héraðsstjórnum. Það starfar í tveim- ur deildum og er önnur skipuð full- trúum sveitarstjóma og hin héraðs- stjórna. Það er nú skipað samtals 239 aðalfulltrúum og jafnmörgum varafulltrúum frá aðildarríkjunum sem nú eru orðin 34. Aðildarríkin eru, í stafrófsröð, Andorra, Austurríki, Belgía, Bret- land, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Irland, ísland, Italía, Kýp- ur, Lettland, Litháen, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Noregur, Pól- land, Portúgal, Rúmenía, San Mar- ino, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Sví- þjóð, Sviss, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland og Þýskaland. Sveitar- og héraðsstjórnarþingið hefur látið til sín taka m.a. umhverf- ismál og náttúruvemd, eflingu sveit- ar- og héraðsstjóma, ýmis mannrétt- indamál, skipulags- og byggingar- mál, fræðslu- og menningarmál, fé- lags- og heilbrigðismál, málefni aldraðra, vinabæjatengsl, einkurn milli bæja í Vestur-Evrópu og í Mið- og Austur-Evrópu, og annað samstarf sveitarstjóma, sérstaklega við hin nýfrjálsu ríki Mið- og Aust- ur-Evrópu. Fyrstu fundir Sveitar- og héraðs- stjórnarþingsins eftir að því var breytt voru haldnir í Strassborg 31. maí til 3. júní sl. og það kemur öðm sinni saman til funda 30. maí til 1. júní í ár. Á þinginu í ár verður m.a. rætt um Náttúruverndarár Evrópu, norður/suður samstarf sveitar- stjórna, þjóðaratkvæðagreiðslur og form á þátttöku hins almenna borg- ara í ákvarðanatöku, vanda fjalla- héraða Evrópu og sígauna og kynnt- ar niðurstöður ýmiss konar kannana og samanburðar á stjórnkerfi sveit- ar- og héraðsstjóma í aðildarríkjun- um, sem skrifstofa Sveitar- og hér- aðsstjómarþingsins í Strassborg hef- ur að undanfömu unnið að. Stjóm sambandsins hefur tilnefnt til setu á þinginu þau Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúa og for- mann sambandsins, sem er formað- ur sendinefndarinnar, og bæjarfull- trúana Sigríði Stefánsdóttur á Akur- eyri og Ingvar Viktorsson í Hafnar- firði. Sem varafulltrúar þeirra hafa ver- ið tilnefnd Valgarður Hilmarsson, oddviti Engihlíðarhrepps og vara- formaður sambandsins, Sigrún Magnúsdóttir, varaforseti borgar- stjórnar Reykjavíkur, og Magnús Karel Hannesson, oddviti Eyrar- bakkahrepps. Kvennaráðsteína 6.-8. jiílí í Dublin Sveitar- og héraðsstjórnarþing Evrópuráðsins efnir til ráðstefnu kvenna í sveitar- og héraðsstjórnum dagana 6.-8. júlí nk. í Dublin á Ir- landi. Gert er ráð fyrir að hana sæki ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum bæði í Vestur- og Austur-Evrópu. Yfirskrift hennar er Konur, stjórn- mál, lýðræði - skoðanaskipti kvenna kjörinna í sveitarstjómum í Vestur- og Austur-Evrópu. Á henni verða rædd þau vanda- mál sem konur eiga við að stríða í starfi sínu. Tungumál ráðstefnunnar verða enska, franska og þýska. Á Iandsfundi jafnréttisnefnda sveitarfélaga í októbermánuði sl. kynnti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambandsins, ráðstefnuna og taldi eðlilegt að frá íslandi sæktu hana a.m.k. tveir fulltrúar. Alþjóðleg ráðsteína um umhverfismál í Diisseldorf 20. og 21. júní Samband þýskra sveitarfélaga efnir til alþjóðlegrar ráðstefnu um umhverfismál í borginni Diisseldorf 20. og 21. júní. Hún er haldin í sam- starl'i við borgina og stofnanir og samtök um hina ýmsu þætti um- hverfisverndar, s.s. um öflun neysluvatns og verndun andrúms- loftsins. I sýningarhöllinni þar verður sömu daga haldin vömsýningin EN- VITEC 1995 og er í tengslum við efni rúðstefnunnar. Helstu uinræðuefni á ráðstefnunni 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.