Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 70

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 70
HEIÐURSBORGARAR Ásgrímur Halldórsson heiðursborgari Hornafjarðar Hinn 7. febrúar sl. kaus bæjar- stjórn Hornafjarðar Ásgrím Hall- órsson heiðursborgara Hornafjarðar vegna mikilvirks framlags hans til atvinnuuppbyggingar og annarra starfa í Hornafirði. Ásgrímur fæddist 7. febrúar 1925 og varð því sjötugur þennan dag. Foreldrar hans voru Halldór Ás- grímsson alþingismaður og Anna Guðný Guömundsdóttir. Ásgrímur lauk samvinnuskóla- prófi árið 1946 og starfaði síðan hjá Kaupfélagi Vopnfirðinga til ársins 1953. Hann var kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga frá því í mars 1953 til I. ágúst 1975 og framkvæmdastjóri Fiskimjöls- verksmiðju Hornafjarðar frá stofn- un hennar árið 1969 til 1. ágúst 1975 og Borgeyjar hf. frá 1953 þar til í júní 1977. Ásgrímur sat í hreppsnefnd Hafn- arhrepps í níu ár, frá 31. ágúst árið 1961, er hann tók sæti í henni sem varafulltrúi, til ársins 1970. Hann var oddviti hreppsnefndarinnar 1961- 1966. Formaður byggingar- nefndar var hann á árunum 1962- 1966 og formaður umhverfis- nefndar árin 1982-1986. Ásgrímur stofnaði ásamt fleirum fiskvinnslu- og út- gerðarfélagið Skinney hf. árið 1968 og var framkvæmda- stjóri þess fram á síðasta ár. Framlag Ásgríms til hinnar öfl- ugu atvinnuuppbyggingar sem hef- ur verið í Homafirði á liðnum ára- tugum er ómetanlegt, segir í frétt bæjarstjórnar Hornafjarðar um heiðursborgarakjörið og því hafi verið samþykkt einróma í bæjar- stjóminni að heiðra hann á þessum tímamótum. Eiginkona Ásgríms er Guðrún Ingólfsdóttir sem hefur verið virk í félags- og menningarmálum byggð- arlagsins og staðið við hlið eigin- manns síns í þeim vandasömu og erfiðu störfum sem honurn hefur verið trúað fyrir. Ásgrímur Halldórsson er fimmti heiðursborgari hins sameinaða sveitarfélags, Homafjarðar. í Hafn- arhreppi höfðu fyrir sameininguna verið kjörnir þrír heiðursborgarar, þeir Gísli Björnsson rafveitustjóri, sem kosinn var heiðursborari á ár- inu 1976, Óskar Helgason oddviti, árið 1987, og Sigurður Hjaltason, sveitarstjóri Hafnarhrepps og fram- kvæmdastjóri Sambands sveitarfé- laga í Austurlandskjördæmi, árið 1993. í Nesjahreppi hafði Jón Bjömsson í Dilksnesi, oddviti og hreppnefndarmaður þar til langs tíma, verið kosinn heiðursborgari hreppsins árið 1984Á Hjónin Guörún Ingólfsdóttir og Ásgrímur Hall- dórsson er Ásgrimi haföi veriö afhent heiöurs- borgaraskjaliö viö hátiölega athöfn i kaffisam- sæti er bæjarstjórn Hornafjaröar hélt þeim hjónum. Myndina tók Albert Eymundsson bæj- arfuiltrúi. Við veitum góðri hugmynd brautargengi! LÁNASJÓÐUR VESTUR-N ORÐURLANDA ENGJATEIGI 3-105 REYKJAVÍK - SÍMI:(91)- 605400 FAX:(91)-882904 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.