Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 70
HEIÐURSBORGARAR
Ásgrímur Halldórsson heiðursborgari
Hornafjarðar
Hinn 7. febrúar sl. kaus bæjar-
stjórn Hornafjarðar Ásgrím Hall-
órsson heiðursborgara Hornafjarðar
vegna mikilvirks framlags hans til
atvinnuuppbyggingar og annarra
starfa í Hornafirði.
Ásgrímur fæddist 7. febrúar 1925
og varð því sjötugur þennan dag.
Foreldrar hans voru Halldór Ás-
grímsson alþingismaður og Anna
Guðný Guömundsdóttir.
Ásgrímur lauk samvinnuskóla-
prófi árið 1946 og starfaði síðan hjá
Kaupfélagi Vopnfirðinga til ársins
1953. Hann var kaupfélagsstjóri hjá
Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga
frá því í mars 1953 til I. ágúst 1975
og framkvæmdastjóri Fiskimjöls-
verksmiðju Hornafjarðar frá stofn-
un hennar árið 1969 til 1. ágúst
1975 og Borgeyjar hf. frá 1953 þar
til í júní 1977.
Ásgrímur sat í hreppsnefnd Hafn-
arhrepps í níu ár, frá 31. ágúst árið
1961, er hann tók sæti í henni sem
varafulltrúi, til ársins 1970. Hann
var oddviti hreppsnefndarinnar
1961- 1966. Formaður byggingar-
nefndar var hann á árunum
1962- 1966 og formaður umhverfis-
nefndar árin 1982-1986.
Ásgrímur stofnaði ásamt fleirum fiskvinnslu- og út-
gerðarfélagið Skinney hf. árið 1968 og var framkvæmda-
stjóri þess fram á síðasta ár.
Framlag Ásgríms til hinnar öfl-
ugu atvinnuuppbyggingar sem hef-
ur verið í Homafirði á liðnum ára-
tugum er ómetanlegt, segir í frétt
bæjarstjórnar Hornafjarðar um
heiðursborgarakjörið og því hafi
verið samþykkt einróma í bæjar-
stjóminni að heiðra hann á þessum
tímamótum.
Eiginkona Ásgríms er Guðrún
Ingólfsdóttir sem hefur verið virk í
félags- og menningarmálum byggð-
arlagsins og staðið við hlið eigin-
manns síns í þeim vandasömu og
erfiðu störfum sem honurn hefur
verið trúað fyrir.
Ásgrímur Halldórsson er fimmti
heiðursborgari hins sameinaða
sveitarfélags, Homafjarðar. í Hafn-
arhreppi höfðu fyrir sameininguna
verið kjörnir þrír heiðursborgarar,
þeir Gísli Björnsson rafveitustjóri,
sem kosinn var heiðursborari á ár-
inu 1976, Óskar Helgason oddviti,
árið 1987, og Sigurður Hjaltason,
sveitarstjóri Hafnarhrepps og fram-
kvæmdastjóri Sambands sveitarfé-
laga í Austurlandskjördæmi, árið
1993. í Nesjahreppi hafði Jón
Bjömsson í Dilksnesi, oddviti og hreppnefndarmaður þar
til langs tíma, verið kosinn heiðursborgari hreppsins árið
1984Á
Hjónin Guörún Ingólfsdóttir og Ásgrímur Hall-
dórsson er Ásgrimi haföi veriö afhent heiöurs-
borgaraskjaliö viö hátiölega athöfn i kaffisam-
sæti er bæjarstjórn Hornafjaröar hélt þeim
hjónum. Myndina tók Albert Eymundsson bæj-
arfuiltrúi.
Við veitum góðri hugmynd
brautargengi!
LÁNASJÓÐUR VESTUR-N ORÐURLANDA
ENGJATEIGI 3-105 REYKJAVÍK - SÍMI:(91)- 605400 FAX:(91)-882904
64