Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 31
BARNAVERND Embætti umboðsmanns barna stofnað Þórhildur Líndal, umboðsmaður bama Embætti umboðsmanns bama var stofnað 1. janúar 1995 í samræmi við lög nr. 83/1994. Umboðsmaður bama er skipaður af forseta Islands, að tillögu forsætis- ráðherra, til fimm ára í senn. Þórhildur Líndal lög- fræðingur hefur verið skip- uð fyrsti umboðsmaður barna. I lok janúar var Ragnheiður Harðardóttir félagsfræðingur ráðin til embættisins, en hún mun bæði hafa með höndum skrifstofuhald og vera um- boðsmanni til aðstoðar við mótun embættisins. Umboðsmaður barna er talsmaður tiltekins aldurs- hóps í samfélaginu, þ.e. allra bama að 18 ára aldri. Verkefnin geta því verið mjög yfirgripsmikil og raunar er það aðeins hug- myndaflugið sem setur þeim skorður. Börn eru ekki þrýstihópur í samfé- laginu og vegna æsku sinnar geta þau ekki komið sjónamiiðum sínum á framfæri við þá sem taka ákvarð- anir. Með stofnun embættis um- boðsmanns barna er kominn vett- vangur fyrir böm þar sem þau geta leitað liðsinnis sérstaks embættis- manns sem talar máli þeirra og vinnur að hvers konar almennum velferðarmálum þeirra. Umboðsmaður er í störfum sínum sjálfstæður og óháður fyrirmælum frá stjómvöldum. Hann skal vinna að því að l'ullt tillit sé tekið til rétl- inda, þarfa og hagsmuna bama jafnt hjá opinbemm sem einkaaðilum við lagasetningu, ákvarðanatöku og skipulagningu í samfélaginu. Með hliðsjón af þessu skal hann koma með ábendingar og tillögur um úr- bætur til hagsbóta fyrir böm á öllum sviðum samfélagsins. Til umboðsmanns bama geta allir leitað með erindi sín, böm, fullorðn- ir, stofnanir og fyrirtæki. Eðli máls- ins samkvæmt er sérstaklega brýnt að umboðsmaður heyri raddir þeirra barna og ungmenna sem hann á að vera talsmaður fyrir. Umboðsmaður bama tekur mál til meðferðar í kjöl- far rökstuddra ábendinga eða að eigin frumkvæði. Hann ákveður sjálfur hvort ábending gefi tilefni til meðferðar af hans hálfu og er ákvörðun hans endanleg. Að eigin frum- kvæði er umboðsmanni barna heimilt að taka til meðferðar málefni sem hann telur varða hag barna. Þjónusta umboðsmanns bama er endurgjaldslaus. Umboðsmanni barna er ekki ætlað að taka við verk- efnum sem stjórnvöldum, stofnunum eða einstakling- um hefur lögum samkvæmt verið falið að vinna að í þágu bama. Þannig er um- boðsmanni ekki ætlað að hafa afskipti af málefnum einstakra barna, deilum forsjáraðila og stofnana eða öðrum einstaklingsbundn- um ágreiningsefnum hvort heldur þau eru á sviði barnaréttar, barnaverndar, skólamála eða á öðrum sviðum. Utbúinn hefur verið kynningarbæklingur um embætti umboðsmanns bama sem einkum er ætlaður bömum. Ætlunin er að dreifa honum í alla grunnskóla landsins, en honum hefur þegar verið dreift í Reykjavík. Þá hefur einnig verið gefinn út bæklingur sem er ætlaður fullorðn- um. Hægt er að fá báða bæklingana á skrifstofu embættisins að Hverfis- götu 6, 5. hæð, en þar er opið alla virka daga frá kl. 9 til kl. 15. Síminn þar er 552 8999 og bréfasíminn er 552 8966. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.