Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Síða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Síða 31
BARNAVERND Embætti umboðsmanns barna stofnað Þórhildur Líndal, umboðsmaður bama Embætti umboðsmanns bama var stofnað 1. janúar 1995 í samræmi við lög nr. 83/1994. Umboðsmaður bama er skipaður af forseta Islands, að tillögu forsætis- ráðherra, til fimm ára í senn. Þórhildur Líndal lög- fræðingur hefur verið skip- uð fyrsti umboðsmaður barna. I lok janúar var Ragnheiður Harðardóttir félagsfræðingur ráðin til embættisins, en hún mun bæði hafa með höndum skrifstofuhald og vera um- boðsmanni til aðstoðar við mótun embættisins. Umboðsmaður barna er talsmaður tiltekins aldurs- hóps í samfélaginu, þ.e. allra bama að 18 ára aldri. Verkefnin geta því verið mjög yfirgripsmikil og raunar er það aðeins hug- myndaflugið sem setur þeim skorður. Börn eru ekki þrýstihópur í samfé- laginu og vegna æsku sinnar geta þau ekki komið sjónamiiðum sínum á framfæri við þá sem taka ákvarð- anir. Með stofnun embættis um- boðsmanns barna er kominn vett- vangur fyrir böm þar sem þau geta leitað liðsinnis sérstaks embættis- manns sem talar máli þeirra og vinnur að hvers konar almennum velferðarmálum þeirra. Umboðsmaður er í störfum sínum sjálfstæður og óháður fyrirmælum frá stjómvöldum. Hann skal vinna að því að l'ullt tillit sé tekið til rétl- inda, þarfa og hagsmuna bama jafnt hjá opinbemm sem einkaaðilum við lagasetningu, ákvarðanatöku og skipulagningu í samfélaginu. Með hliðsjón af þessu skal hann koma með ábendingar og tillögur um úr- bætur til hagsbóta fyrir böm á öllum sviðum samfélagsins. Til umboðsmanns bama geta allir leitað með erindi sín, böm, fullorðn- ir, stofnanir og fyrirtæki. Eðli máls- ins samkvæmt er sérstaklega brýnt að umboðsmaður heyri raddir þeirra barna og ungmenna sem hann á að vera talsmaður fyrir. Umboðsmaður bama tekur mál til meðferðar í kjöl- far rökstuddra ábendinga eða að eigin frumkvæði. Hann ákveður sjálfur hvort ábending gefi tilefni til meðferðar af hans hálfu og er ákvörðun hans endanleg. Að eigin frum- kvæði er umboðsmanni barna heimilt að taka til meðferðar málefni sem hann telur varða hag barna. Þjónusta umboðsmanns bama er endurgjaldslaus. Umboðsmanni barna er ekki ætlað að taka við verk- efnum sem stjórnvöldum, stofnunum eða einstakling- um hefur lögum samkvæmt verið falið að vinna að í þágu bama. Þannig er um- boðsmanni ekki ætlað að hafa afskipti af málefnum einstakra barna, deilum forsjáraðila og stofnana eða öðrum einstaklingsbundn- um ágreiningsefnum hvort heldur þau eru á sviði barnaréttar, barnaverndar, skólamála eða á öðrum sviðum. Utbúinn hefur verið kynningarbæklingur um embætti umboðsmanns bama sem einkum er ætlaður bömum. Ætlunin er að dreifa honum í alla grunnskóla landsins, en honum hefur þegar verið dreift í Reykjavík. Þá hefur einnig verið gefinn út bæklingur sem er ætlaður fullorðn- um. Hægt er að fá báða bæklingana á skrifstofu embættisins að Hverfis- götu 6, 5. hæð, en þar er opið alla virka daga frá kl. 9 til kl. 15. Síminn þar er 552 8999 og bréfasíminn er 552 8966. 25

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.