Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 65

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 65
ERLEND SAMSKIPTI Meiri samskipti við grænlensk sveitarfélög? Rœtt við Birgi Þorgilsson, formann Ferðamálaráðs Islands Birgir Porgilsson, formaður ferðamálaráðs. I byrjun síðasta árs gerðu ferðamálaráðherrar Islands og Grænlands með sér samkomulag um að leita leiða til að efla samskipti milli Islendinga og Græn- lendinga á sviði ferðamála. Til þess að vinna að þessu verkefni var sett á stofn nefnd sem skipuð er tveim- ur fulltrúum hvors lands auk þess sem fram- kvæmdastjórar ferðamála- ráða landanna starfa með nefndinni. I nefndinni, sem skamm- stöfuð er SAMIK, eru af hálfu Islendinga þeir Birgir Þorgilsson, formaður ferða- málaráðs, og Sigurður Aðalsteinsson, forstjóri Flugfé- lags Norðurlands hf., og af hálfu Grænlendinga Guð- mundur Þorsteinsson og Johanne Eriksen. Ferðamála- stjóramir eru Magnús Oddsson og Kim F. Jprgensen. Meðal þeirra leiða sem nefndin telur vænlega til að auka samskiptin er að koma á vinabæjatengslum milli fleiri bæja en verið hafa milli landanna. I því skyni hefur hún skrifað sveitarfélögunum í Grænlandi og spurst fyrir um það hvort þau vilji stofna til slíkra tengsla. „Samstarfsnefndin hefur fullan hug á að hjálpa til að auka samskipti milli þessara nágrannalanda," sagði Birgir Þorgilsson í samtali við Sveitarstjómarmál. „Nú eiga níu íslensk sveitarfélög vinabæi á Grænlandi. Þau eru Reykjavík, Seltjamames, Kópavogur, Hafnarfjörður, Akranes, Isafjörður, Akureyri, Neskaupstaður og Sel- foss. En jafnmörg sveitarfélög þar eiga sér engan vinabæ hér. Sé vilji til þess hjá einhverju sveitarfélagi hér á landi, sem ekki á þegar vinabæ á Grænlandi, að stofna til vinabæjatengsla við bæ á Grænlandi væri gott að fá vit- neskju um það, auk þess sem við vildum aðstoða við að efla þau tengsl sem fyrir eru. Hugmyndir em einnig uppi um að koma á samstarfi á sviði atvinnuráðgjafar, í fræðslu- og félagsmálum auk þess samstarfs sem komist hefur á í ferðamálum. Mikil aukning varð á ferðalögum milli Islands og Grænlands á síðasta ári og er ástæða til að ætla að sú aukning geti haldið áfram með stórauknum ferðamöguleikum sem skapast hafa með tíðari flugferð- um milli landanna. Að auki hafa komist á sjósamgöngur Uppdrátturinn sýnir skiptingu Grænlands í sveitarfélög, 18 aö tölu. eftir að Reykjavík er orðin umskipunarhöfn fyrir vörur sem Eimskipafélag Islands hf. flytur frá Bandaríkjunum og fara eiga til Grænlands. Það opnar fyrir möguleika á viðskiptum sem varla hafa verið fyrir hendi fram að þessu vegna þess að reglulegar siglingar hafa ekki verið milli landanna. Einnig eru á Grænlandi möguleikar fyrir íslenska verktaka." - Hefur nefndin fjárráð? „Nefndin hefur veitt nokkra styrki til samskipta milli landanna, en fyrst og fremst viljum við biðja sveitarfélög sem hefðu hug á að taka upp tengsl í einhverju formi við grænlensk sveitarfélög að gera nefndinni kunnugt um það.“ U.St.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.