Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 65
ERLEND SAMSKIPTI
Meiri samskipti við grænlensk sveitarfélög?
Rœtt við Birgi Þorgilsson, formann Ferðamálaráðs Islands
Birgir Porgilsson, formaður
ferðamálaráðs.
I byrjun síðasta árs gerðu
ferðamálaráðherrar Islands
og Grænlands með sér
samkomulag um að leita
leiða til að efla samskipti
milli Islendinga og Græn-
lendinga á sviði ferðamála.
Til þess að vinna að þessu
verkefni var sett á stofn
nefnd sem skipuð er tveim-
ur fulltrúum hvors lands
auk þess sem fram-
kvæmdastjórar ferðamála-
ráða landanna starfa með
nefndinni.
I nefndinni, sem skamm-
stöfuð er SAMIK, eru af
hálfu Islendinga þeir Birgir Þorgilsson, formaður ferða-
málaráðs, og Sigurður Aðalsteinsson, forstjóri Flugfé-
lags Norðurlands hf., og af hálfu Grænlendinga Guð-
mundur Þorsteinsson og Johanne Eriksen. Ferðamála-
stjóramir eru Magnús Oddsson og Kim F. Jprgensen.
Meðal þeirra leiða sem nefndin telur vænlega til að
auka samskiptin er að koma á vinabæjatengslum milli
fleiri bæja en verið hafa milli landanna. I því skyni hefur
hún skrifað sveitarfélögunum í Grænlandi og spurst fyrir
um það hvort þau vilji stofna til slíkra tengsla.
„Samstarfsnefndin hefur fullan hug á að hjálpa til að
auka samskipti milli þessara nágrannalanda," sagði
Birgir Þorgilsson í samtali við Sveitarstjómarmál. „Nú
eiga níu íslensk sveitarfélög vinabæi á Grænlandi. Þau
eru Reykjavík, Seltjamames, Kópavogur, Hafnarfjörður,
Akranes, Isafjörður, Akureyri, Neskaupstaður og Sel-
foss. En jafnmörg sveitarfélög þar eiga sér engan vinabæ
hér. Sé vilji til þess hjá einhverju sveitarfélagi hér á
landi, sem ekki á þegar vinabæ á Grænlandi, að stofna til
vinabæjatengsla við bæ á Grænlandi væri gott að fá vit-
neskju um það, auk þess sem við vildum aðstoða við að
efla þau tengsl sem fyrir eru. Hugmyndir em einnig uppi
um að koma á samstarfi á sviði atvinnuráðgjafar, í
fræðslu- og félagsmálum auk þess samstarfs sem komist
hefur á í ferðamálum. Mikil aukning varð á ferðalögum
milli Islands og Grænlands á síðasta ári og er ástæða til
að ætla að sú aukning geti haldið áfram með stórauknum
ferðamöguleikum sem skapast hafa með tíðari flugferð-
um milli landanna. Að auki hafa komist á sjósamgöngur
Uppdrátturinn sýnir skiptingu Grænlands í sveitarfélög, 18 aö
tölu.
eftir að Reykjavík er orðin umskipunarhöfn fyrir vörur
sem Eimskipafélag Islands hf. flytur frá Bandaríkjunum
og fara eiga til Grænlands. Það opnar fyrir möguleika á
viðskiptum sem varla hafa verið fyrir hendi fram að
þessu vegna þess að reglulegar siglingar hafa ekki verið
milli landanna. Einnig eru á Grænlandi möguleikar fyrir
íslenska verktaka."
- Hefur nefndin fjárráð?
„Nefndin hefur veitt nokkra styrki til samskipta milli
landanna, en fyrst og fremst viljum við biðja sveitarfélög
sem hefðu hug á að taka upp tengsl í einhverju formi við
grænlensk sveitarfélög að gera nefndinni kunnugt um
það.“
U.St.