Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 54
FRA LAN DSHLUTASAMTOKUNUM
Flutningur grunnskólans
og umhverfismál
Aðalmál 2. ársþings SSNV
Annað ársþing Sambands sveitar-
félaga í Norðurlandskjördæmi
vestra (SSNV) var haldið í félags-
heimilinu á Blönduósi 26. og 27.
ágúst sl.
Við upphaf þingsins flutti Guð-
mundur Arni Stefánsson, þáv. fé-
lagsmálaráðherra, ávarp en auk
venjulegra aðalfundarstarfa voru
málefni grunnskólans og umhverfis-
mál aðalmál þingsins.
Flutningur grunnskólans
Framsögu um málefni grunnskól-
ans höfðu Olafur G. Einarsson
menntamálaráðherra, Ingimundur
Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ,
Valgarður Hilmarsson, oddviti
Engihlíðarhrepps, og Eiríkur Jóns-
son, formaður Kennarasambands Is-
lands. Að loknum framsöguerindum
urðu miklar umræður um skólamál
og fyrirhugaðan flutning grunnskól-
ans að fullu til sveitarfélaganna. Var
þeim umræðum fram haldið í nefnd
um málefni grunnskólans sem starf-
aði eftir frestun fundar til næsta
dags.
Að tillögu grunnskólanefndar
þingsins var samþykkt að fela stjóm
SSNV að halda fundi með fulltrúum
skólanefnda og sveitarfélaga um
væntanlega yfirtöku sveitarfélag-
anna á rekstri grunnskólans og sam-
starf sveitarfélaga á Norðurlandi
vestra í fræðslumálum.
Skorað var á Samband íslenskra
sveitarfélaga og menntamála-
ráðuneytið að vanda allan undirbún-
ing að flutningi grunnskólans til
sveitarfélaganna. Tryggja þarf sveit-
arfélögunum nægilegt fjármagn til
að standa undir þeim kröfum sem
gerðar eru til grunnskólans á hverj-
um tíma, segir í ályktuninni og bent
var á nauðsyn þess að fámennari
sveitarfélögum verði gert kleift að
standa jafnfætis fjölmennari sveitar-
félögunt nteð jöfnunaraðgerðum.
Mótmælt var harðlega hugmyndum
um að lögfesta 10 mánaða árlega
starfstíma grunnskóla eins og lagt er
til í frumvarpi til laga um grunn-
skóla og varað við þeim hugmynd-
um að stytta starfstíma framhalds-
skóla og færa hluta náms á fram-
haldsskólastigi yfir til grunnskólans.
Bent er á nauðsyn þess að sam-
komulag náist um réttindi og kjör
starfsmanna grunnskóla áður en
sveitarfélögin taka við rekstri hans.
Sátt þurfi að nást um tilfærsluna til
að hún geti átt sér stað. Arsþingið
lagði ríka áherslu á að í nýjurn
grunnskólalögum þurfi að tryggja
svo sem kostur er að saman fari
fjárhagsábyrgð og vald til að ákveða
hvemig rekstri grunnskólanna verði
háttað. Þá lagði þingið þunga
áherslu á að markmið með flutn-
ingnum eigi að vera betri menntun,
hagræðing og jafnrétti íslenskra
skólabama til náms.
Umhverfismál
Á síðari degi þingsins voru um-
hverfismál rædd. Össur Skarphéð-
insson umhverfisráðherra hóf þær
með ávarpi en aðrir framsögumenn
voru Hrafn Hallgrímsson, deildar-
stjóri í umhverfisráðuneytinu, Óskar
Maríusson, efnaverkfræðingur hjá
Vinnuveitendasambandi Islands,
Bjöm Jóhann Bjömsson, jarðverk-
fræðingur hjá Verkfræðistofunni
Stuðli, og Ingvar Níelsson verk-
fræðingur.
I ályktun þingsins um umhverfis-
mál er því beint til Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga að það fái rík-
isvaldið til viðræðna um hvernig
fjármagna skuli nauðsynlegar fram-
kvæmdir á sviði frárennslismála.
Framsækinn matvælaiðnaður muni
ekki þrífast með eðlilegum hætti ef
sveitarfélögum verður ætlað að
leysa þessi mál án stuðnings.
Feröamái
Á síðari deginum voru afgreiddar
tillögur frá þingnefndum. Að tillögu
allsherjamefndar þingsins var sam-
þykkt að fela stjóm SSNV að leita
samráðs við ferðamálafélög, ferða-
málanefndir og hagsmunaaðila á
svæðinu unt að gera áætlun um
hvernig efla megi starfsemi ferða-
mála á Norðurlandi vestra.
Heilbrigöisþjónusta
Þingið hvatti heilbrigðismálaráð-
herra til þess að standa vörð um
heilbrigðisþjónustu á landsbyggð-
inni og varaði við tillögum nefndar
um skipan sjúkrahússmála. Taldi
þingið að of langt hefði verið geng-
ið í niðurskurði fjármagns til heil-
brigðismála og skoraði á heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra og
þingmenn kjördæmisins að tryggja
eðlilega uppbyggingu og þjónustu á
Norðurlandi vestra á sviði heilbrigð-
ismála.
Viröisaukaskattur
Þingið benti á það ósamræmi að
héraðsnefndir og samtök sveitarfé-
laga fái ekki endurgreiddan virðis-
aukaskatt af skattskyldri starfsemi
48