Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 64

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 64
HEILBRIGÐISMÁL Fyrsta gangan aö hefjast á vegum Heilsubótar, almenningsíþróttadeildar íþróttafélags- ins Hamars í Hverageröi, 18. mars. Gisli Garöarsson, bæjarfulltrúi og formaöur Heilsu- bótar, lengst til vinstri á myndinni. Myndina tók Ingibjörg Sigmundsdóttir bæjarfulltrúi. Átak um revklausar íþróttir. Samstarf við ISI og tóbaksvarna- nefnd. Hvatnig til íþróttafélaganna unt samstarf í þessu sambandi liefur þegar skilað nokkrum árangri og æ fleiri íþróttafélög hafa nú lýst yfir tóbaksleysi í íþróttahúsum og í tengslum við þjálfun, keppni og ferðalög. Samstarf við verslanir. Áhersla á ntinnkað framboð sætinda. Göngustígar og sundlaugar opnar lengur. Frumkvæði bæjaryf- irvalda. í ljós hefur komið talsverð aukning á aðsókn, til dæmis í sund- laugar. Likamsrækt, blakþjálfun og fleira ætlað þeim sem eru á rólegri nótun- um og ætla ekki í keppni hefur auk- ist með tilkomu heilsueflingarinnar. Bíllausir dagar vorið 1995 5. Heilsufjölskyldur Samstarf við nokkrar fjölskyldur í Homaftrði. Fræðsla, ráðgjöf og samvinna. Áhersla á lífshætti og umhverfi. Samstarf heilsugæslu, bæjarfé- lags, slysavarnafélagsdeildar, krabbameinsfélags og fleiri aðila. Verkefnin miðast við að auka þátt heilsueflingar í starfi heilsugæslu- stöðva, hvetja til samstarfs um mál- efnið í samfélaginu og reyna nýjar leiðir í því sambandi. I undirbúningi er útgáfa bæklings sem getur nýst í viðtölum eða á námskeiðum; þar verða upplýsingar, ráðleggingar og spumingalistar til að meta lífsstíl og líðan. I heilsubæjunum er reynt að hleypa auknum krafti í samstarf um heilsueflingu. Reynslan af starfi þessu getur verið öðrum heilsu- gæslustöðvum og sveitarfélögum til gagns. Sjá má möguleika á því að auka þátt heilsueflingar í heilsu- gæslunni án þess að umbylta starfs- aðferðum en nýta sem mest þá möguleika sem fyrir em. Heilsudagur fjölskyldunn- ar 27. maí - samstarf í bæjum um land allt Jafnframt því að vinna með heimamönnum í bæjunum fjórum hefur verið reynt að beina kröftun- um að heilsugæslunni almennt og bæjarfélögunum. í því sambandi hefur nú vaknað sú hugmynd að hvetja til átaks um heilsueflingu í sveitarfélögum landsins í vor, til dæmis eina viku í maí, og hápunkt- urinn væri sérstök heilsueflingar- dagskrá við sundlaugar laugar- daginn 27. maí. Hugmyndin er sú að við sund- laugar verði ráðgjöf og hvatning um heilbrigða lífshætti. Átakið verði í samvinnu heilsugæslu, sveitarfé- lags, skóla, íþróttakennara, félaga og fleiri aðila eftir því sem við á. Við sundlaugarnar vœri til dœmis: 1. Mælingar á blóðþrýstingi, þoli, kólesteróli og svo framvegis eftir því sem kostur er. 2. Göngur, skokk og útileikfimi, til dæmis tvisvar sinnum þennan dag. Sérstaklega væri höfðað til allrar fjölskyldunnar. 3.1 sundlauginni; leikfimi, leiðbein- ingar í sundi, leikir fyrir börn o.s.frv. 4. Ráðgjöf og fræðsla um hreyfingu, mataræði, líkamsbeitingu og fleira. Notaðir bæklingar, blöð, bækur, myndbönd o.s.frv. 5. Heilsusamleg upppákoma! Til dæmis gestur, sýning, vörukynn- ing, spurningaleikur, happdrætti og fleira í þeim dúr sem gæti virkað sem aðdráttarafl. Hugmyndir þessar verða kynntar viðkomandi aðilum og hvatt til sam- starfs starfsmanna heilsugæslunnar, sveitarfélaganna, íþróttakennara og fleiri aðila á hverjum stað eftir því sem áhugi og ástæður segja til um. Ætlunin er að átakið verði sam- hliða kynnt almenningi í fjölmiðlum og með auglýsingum. Oskað er eftir samvinnu við sveit- arstjómir vegna þessa átaks og þess farið á leit að starfsmenn sveitarfé- laganna, s.s. forstöðumenn sund- lauga, æskulýðs- og tómstundafull- trúar, íþróttafulltrúar, bóka- safnsverðir og fleiri, fái þetta verk- efni til umsjónar. Þessir starfsmenn gætu skipulagt og unnið að verkefn- inu í samvinnu við heilsugæsluna, íþróttakennara og félög eftir því sem við á á hverjum stað. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.