Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 64

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 64
HEILBRIGÐISMÁL Fyrsta gangan aö hefjast á vegum Heilsubótar, almenningsíþróttadeildar íþróttafélags- ins Hamars í Hverageröi, 18. mars. Gisli Garöarsson, bæjarfulltrúi og formaöur Heilsu- bótar, lengst til vinstri á myndinni. Myndina tók Ingibjörg Sigmundsdóttir bæjarfulltrúi. Átak um revklausar íþróttir. Samstarf við ISI og tóbaksvarna- nefnd. Hvatnig til íþróttafélaganna unt samstarf í þessu sambandi liefur þegar skilað nokkrum árangri og æ fleiri íþróttafélög hafa nú lýst yfir tóbaksleysi í íþróttahúsum og í tengslum við þjálfun, keppni og ferðalög. Samstarf við verslanir. Áhersla á ntinnkað framboð sætinda. Göngustígar og sundlaugar opnar lengur. Frumkvæði bæjaryf- irvalda. í ljós hefur komið talsverð aukning á aðsókn, til dæmis í sund- laugar. Likamsrækt, blakþjálfun og fleira ætlað þeim sem eru á rólegri nótun- um og ætla ekki í keppni hefur auk- ist með tilkomu heilsueflingarinnar. Bíllausir dagar vorið 1995 5. Heilsufjölskyldur Samstarf við nokkrar fjölskyldur í Homaftrði. Fræðsla, ráðgjöf og samvinna. Áhersla á lífshætti og umhverfi. Samstarf heilsugæslu, bæjarfé- lags, slysavarnafélagsdeildar, krabbameinsfélags og fleiri aðila. Verkefnin miðast við að auka þátt heilsueflingar í starfi heilsugæslu- stöðva, hvetja til samstarfs um mál- efnið í samfélaginu og reyna nýjar leiðir í því sambandi. I undirbúningi er útgáfa bæklings sem getur nýst í viðtölum eða á námskeiðum; þar verða upplýsingar, ráðleggingar og spumingalistar til að meta lífsstíl og líðan. I heilsubæjunum er reynt að hleypa auknum krafti í samstarf um heilsueflingu. Reynslan af starfi þessu getur verið öðrum heilsu- gæslustöðvum og sveitarfélögum til gagns. Sjá má möguleika á því að auka þátt heilsueflingar í heilsu- gæslunni án þess að umbylta starfs- aðferðum en nýta sem mest þá möguleika sem fyrir em. Heilsudagur fjölskyldunn- ar 27. maí - samstarf í bæjum um land allt Jafnframt því að vinna með heimamönnum í bæjunum fjórum hefur verið reynt að beina kröftun- um að heilsugæslunni almennt og bæjarfélögunum. í því sambandi hefur nú vaknað sú hugmynd að hvetja til átaks um heilsueflingu í sveitarfélögum landsins í vor, til dæmis eina viku í maí, og hápunkt- urinn væri sérstök heilsueflingar- dagskrá við sundlaugar laugar- daginn 27. maí. Hugmyndin er sú að við sund- laugar verði ráðgjöf og hvatning um heilbrigða lífshætti. Átakið verði í samvinnu heilsugæslu, sveitarfé- lags, skóla, íþróttakennara, félaga og fleiri aðila eftir því sem við á. Við sundlaugarnar vœri til dœmis: 1. Mælingar á blóðþrýstingi, þoli, kólesteróli og svo framvegis eftir því sem kostur er. 2. Göngur, skokk og útileikfimi, til dæmis tvisvar sinnum þennan dag. Sérstaklega væri höfðað til allrar fjölskyldunnar. 3.1 sundlauginni; leikfimi, leiðbein- ingar í sundi, leikir fyrir börn o.s.frv. 4. Ráðgjöf og fræðsla um hreyfingu, mataræði, líkamsbeitingu og fleira. Notaðir bæklingar, blöð, bækur, myndbönd o.s.frv. 5. Heilsusamleg upppákoma! Til dæmis gestur, sýning, vörukynn- ing, spurningaleikur, happdrætti og fleira í þeim dúr sem gæti virkað sem aðdráttarafl. Hugmyndir þessar verða kynntar viðkomandi aðilum og hvatt til sam- starfs starfsmanna heilsugæslunnar, sveitarfélaganna, íþróttakennara og fleiri aðila á hverjum stað eftir því sem áhugi og ástæður segja til um. Ætlunin er að átakið verði sam- hliða kynnt almenningi í fjölmiðlum og með auglýsingum. Oskað er eftir samvinnu við sveit- arstjómir vegna þessa átaks og þess farið á leit að starfsmenn sveitarfé- laganna, s.s. forstöðumenn sund- lauga, æskulýðs- og tómstundafull- trúar, íþróttafulltrúar, bóka- safnsverðir og fleiri, fái þetta verk- efni til umsjónar. Þessir starfsmenn gætu skipulagt og unnið að verkefn- inu í samvinnu við heilsugæsluna, íþróttakennara og félög eftir því sem við á á hverjum stað. 58

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.