Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 38
SKIPULAGSMAL Á undanfömum árum hefur orðið tæknibylting í korta- gerð. Á sama tíma liafa loftmyndavélar tekið miklurn breylingum. Loftmyndavél Landmælinga íslands, sem er frá árinu 1977, hefur þess vegna þurft endumýjunar við og í framhaldi af samstarfi norrænna kortastofnana á sviði loftmyndatökumála var síðastliðið sumar leigð til landsins ný myndavél af gerðinni Wild Leica RC30. Myndavélinni, sent er í eigu sænsku landmælingastofn- unarinnar, fylgdi sérhannaður tölvubúnaður sem gerir unnt að nota GPS tæki til flugleiðsögu og einnig til mæl- inga samtímis myndatökunni. I stað þess að kaupa búnað sem þennan fyrir um 35 milljónir íslenskra króna fékkst nú nteð leigu á hagkvæmari hátt aðgangur að tækjum til að alla gagna og mynda með nýjustu tækni. Samstarfið á þessu sérhæfða sviði veitir aðgang að frekari úrvinnslu- möguleikum gagna í stafrænni kortagerð. Búnaðurinn reyndist afar vel og hafa gæði mynda aukist verulega frá því sem áður var. Nýjar litmyndir Um ntiðjan ágústmánuð 1994 voru teknar litmyndir af 30 stærstu bæjarfélögum landsins en Landmælingar Is- lands höfðu áður aðeins tekið litloftmyndir af þriðjungi þeirra. Bæjarfélög hafa unt árabil notað loftmyndir í ýmsum mælikvörðum fyrir stofnanir sínar, en hingað til hafa myndirnar oftast verið svarthvítar. Skipulagskortagerð byggir á loftmyndum og mæling- um en notagildi myndanna er á mun fleiri sviðum, rneðal annars auðvelda þær yfirsýn vegna skipulagsmála, urn- hverfismála og framkvæmda. Stöðugt fleiri taka í notkun landfræðileg upplýsingakerfi. Hægt er að fá loftmyndim- ar skannaðar fyrir slík kerfi og vinna þær, t.d. með því að setja inn á þær götunöfn og ömefni. Reglubundió loftmyndaflug Loftmyndataka Landmælinga Islands var lengst af nær eingöngu tengd afmörkuðum verkefnum í kortagerð eða undirbúningi framkvæmda. Þetta gerði það að verkum að engar ntyndir voru teknar af stórum svæðum utan byggðar og helstu framkvæmdasvæða áratugum saman. Loftmyndir af þéttbýli voru einnig að mestu teknar sam- kvæmt sérpöntun sveitarfélaga vegna skipulagskorta- gerðar og tekjur af þeim greiddu kostnað við myndatök- una. Til þess að ná myndum af öllu landinu, án tillits til þess hver pantaði myndatöku, var árið 1985 gerð áætlun um reglubundið loftmyndaflug. Þar var gert ráð fyrir svarthvítri hállugsmyndatöku af öllu landinu eftir fyrir fram ákveðnum fluglínum og svæðum, þannig að á hverjum fimm árum næðist að mynda byggð og láglendi og á hverjum 10 árunt hálendi og óbyggð svæði. Áætl- unin byggðist á reynslu nokkuna ára á undan og hefur gengið mjög vel að fylgja henni hvað varðar myndatöku, en fjármögnun hefur þó ekki gengið sem skyldi. Mikil- vægasti árangurinn af þessu fyrir notendur er sá að þeir Stækkun í mælikvaröa um 1:5000 (4,6x stækkun). Stækkun I mælikvaröa um 1:2000 (11,5x stækkun). Seyöisfjöröur. Loftmynd: Landmælingar íslands, 9. ágúst 1994. Hluti snertimyndar, mælikvarði um 1:23.000. Flughæö viö myndatöku 3500 metrar. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.