Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 34
VEITUR
Hitaveitan var lögö yfir Brunná á göngubrú Siltur-
stjörnunnar. Greinarhöfundur tók myndina.
hitukútar á svæði vatnsveitunnar að
tærast óeðlilega mikið og útfellingar
voru miklar í leiðslum. Við efna-
greiningu kom í ljós að vatnið var
mjög súrefnisríkt og steinefnaríkt og
ýmis ráð voru reynd til að koma í
veg fyrir tæringuna, en allt kom fyr-
irekki.
Það var svo árið 1992 að sveitar-
stjórn tók ákvörðum um að
ráðast í nýtt vatnsból, að
undangengnum rannsóknum
á heppilegasta kostinum.
Fyrir valinu varð ein af
vatnsmiklum lindum, sem
spretta upp undan Presthóla-
hrauninu við gamla uppi-
stöðulón heimilisrafstöðvar-
innar á Katastöðum. Afköst
veitunnar voru miðuð við
flutningsgetu upp á 20 1/sek.
og viðbótarlögnin er tæplega
4,5 km löng. Steinar Harðar-
son tæknifræðingur, sem
leysti greinarhöfund af um
tíma, sá um framkvæmdina.
Akveðið var að nýta vatns-
orku uppistöðulónsins til að
dæla vatninu til Snartarstaða
og var í því skyni keypt
túrbína frá Arteigsfeðgum í
Suður-Þingeyjarsýslu. Þessi
„eilífðarvéP' bæði jók rekstr-
aröryggi veitunnar og gerði
að við erum sjálfum okkur
nóg mcð raforku í dæluhús-
inu, því einnig er framleidd
2 kW raforka til ljósa og hitunar.
Afram var notast við dælinguna
frá Snartarstöðum og niður á Kópa-
sker og miðlunartankinn í Kollu-
fjalli. Framkvæmdir gengu bæri-
lega, en nokkrar tafir urðu m.a.
vegna veðurfars. Jöfnunarsjóður
tekur þátt í greiðslu kostnaðar, en
hann varð um 13 milljónir króna.
Heimamenn unnu verkið að
mestu, en þeir Orkustofnunarmenn,
Freysteinn Sigurðsson og Þórólfur
H. Hafstað vatnajarðfræðingar,
komu þó meðal annarra við sögu og
sendu okkur þessa stöku í verklok:
Katastaða kjörin lind
kitlar vör og góma.
Lögnin þaöan, laus við synd
lýðitm er til sóma.
Þess má geta að landbúnaðarráðu-
neytið f.h. ríkisins og ábúenda og
Öxarfjarðarhreppur gerðu með sér
leigusamning um vatnsréttindin og
mun hann vera fyrsti samningur
sinnar tegundar af ríkisins hálfu.
Hitaveita Öxarfjaröarhér-
aðs
Hitaveita Öxarfjarðarhéraðs var
stofnuð þann 6. apríl sl. ár að und-
angenginni nokkurra ára undirbún-
ingsvinnu og kynningu af hálfu
sveitarstjómar. Akveðið var að hafa
hlutafélagsform á veitunni og
mönnum í sjálfsvald sett hvort þeir
tengdust eða ekki. Um 90% húseig-
enda, bænda og fyrirtækja á leiðinni
frá Núpi um Núpasveitina og út á
Kópasker ákváðu að gerast þátttak-
endur þrátt fyrir há tengigjöld eða
kr. 112 þús. pr. 1/mínútu.
A syðri leggnum, þ.e. frá borhol-
unni sem er í landi Ærlækjarsels við
Skógalón og inn í Asbyrgi, náðist
Sundlaugin í Lundi. Hreppsnefndir Öxarfjaröar- og Keldunes- Frá Kópaskershöfn. Á miöri mynd gefur aö lita stjórnsýsluhús-
hrepps höföu veriö í reiptogi yfir laugina og Keldhverfingar haft iö. Þröstur Friöfinnsson tók myndina.
betur. Siguröur Halldórsson tók myndina.
28