Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 61
UMHVERFISMAL
Ríkisframlög til fráveituframkvæmda
Allt að tveir milljarðar á tíu árum
Alþingi setti fyrir þinglokin lög
um stuðning við framkvæmdir
sveitarfélaga í fráveitumálum, lög
nr. 53/1995.
Samkvæmt þeim er heimilt að
styrkja úr ríkissjóði framkvæmdir
við sniðræsi frá safnkerfum frá-
veitna, rotþrær, hreinsi- og dælu-
stöðvar og útrásir, sem unnar verða
á tímabilinu frá 1. maí 1995 til 31.
desember 2005. Ennfremur má
styrkja önnur skyld mannvirki svo
og framkvæmdir sem snúa að tvö-
földun lagna í safnkerfum eldri frá-
veitna, „enda sé sýnt að slíkar fram-
kvæmdir lækki stofnkostnað við
styrkhæfar framkvæmdir", eins og
segir í 3. grein laganna.
Stuðningur ríkisins við þessar
framkvæmdir getur numið allt að
200 millj. króna á ári eftir því sem
nánar er kveðið á um í fjárlögum,
þó aldrei hærri fjárhæð en sem nem-
ur 20% af staðfestum heildarraun-
kostnaði styrkhæfra framkvæmda
næstliðins árs. Heimilt er að ráð-
stafa allt að fjórðungi styrkupphæð-
ar á hverju ári í þeim tilgangi að
jafna kostnað einstakra sveitarfélaga
við fráveituframkvæmdir þegar
miðað er við heildarkostnað á íbúa.
Með fráveitu er í lögunum átt við
leiðslukerfi og búnað til að með-
höndla skólp sem fullnægir kröfum
laga og reglugerða um hreinsun
þess áður en því er veitt í viðtaka.
Tekið er fram að undirbúningsrann-
sóknir, hönnun, kostnaður við út-
boð, fjármagns- og lántökukostnað-
ur og kaup á löndum og lóðum
vegna framkvæmda í fráveitumál-
um njóti ekki fjárstuðnings sam-
kvæmt lögunum og að sama gildi
um endurbætur á eldri kerfum og
framkvæmdir sem eru umfram það
sem krafist er í lögum og reglugerð-
um um hreinsun fráveituvatns.
Sveitarfélög sem hyggjast sækja
um styrki til fráveituframkvæmda í
ár skulu senda umhverfisráðuneyt-
inu umsókn um það fyrir 1. júlí.
Framvegis skulu slíkar umsóknir
sendast fyrir 1. maí ár hvert. Með
umsókn fylgi heildaráætlun um frá-
veituframkvæmdir í sveitarfélaginu
sem fyrirhugað er að sækja um
styrk fyrir og sérstök áætlun um
þann áfanga sem áætlað er að vinna
á yfirstandandi ári. Einnig fylgi um-
sókn tæknilegar upplýsingar um
framkvæmdina ásamt teikningum
og sundurliðaðri kostnaðaráætlun.
Skilyrði fyrir fjárstuðningi er að
framkvæmdin sé áfangi í heildar-
lausn á fráveitumálum sveitarfélags.
Sveitarfélög fá greidda styrki
vegna framkvæmda í ár fyrir 1. maí
1996 að því tilskildu að þau hafi
sent ráðuneytinu fyrir 1. mars 1996
upplýsingar um raunkostnað vegna
framkvæmdanna í ár í samræmi við
áætlun ársins.
Fráveitunefnd
Þriggja manna fráveitunefnd er
umhverfisráðherra til ráðuneytis um
framkvæmd laganna og hefur hún
verið skipuð. Magnús Jóhannesson,
ráðuneytisstjóri í umhverfisráðu-
neytinu, er formaður hennar en aðrir
nefndarmenn eru Sesselja Amadótt-
ir, lögfræðingur í félagsmálaráðu-
neytinu, samkvæmt tilnefningu
þess, og Knútur Bruun, forseti bæj-
arstjómar í Hveragerði, samkvæmt
tilnefningu stjórnar sambandsins.
Varafulltrúi hans er Bjami Þór Ein-
arsson, framkvæmdastjóri Sam-
bands sveitarfélaga á Norðurlandi
vestra.
Fráveitunefnd fjallar um styrkum-
sóknir sveitarfélaga og fram-
kvæmdaáætlanir þeirra og gerir til-
lögur til ráðherra um styrkveitingu á
fjárlögum næsta árs og til hvers
sveitarfélags að framkvæmdaári
loknu.
Einnig skal nefndin gera tillögur
um beitingu þess ákvæðis laganna
sem gerir ráð fyrir jöfnun á kostnaði
sveitarfélaga við fráveitufram-
kvæmdir þegar miðað er við heild-
arkostnað á íbúa. I greinargerð með
lagafrumvarpinu kom fram að áætl-
að hafi verið að kostnaður við styrk-
hæfar framkvæmdir einstakra sveit-
arfélaga geti verið allt frá 30 þús. kr.
til 90 þús. kr. á íbúa.
Þá er í upphafi greinargerðarinnar
með lagafrumvarpinu minnt á
stefnu og starfsáætlun ríkisstjórnar
Davíðs Oddssonar frá árinu 1991 og
það fyrirheit í ritinu „A leið til sjálf-
bærrar þróunar" frá árinu 1993, sem
efnt er með setningu þessara laga,
að stuðlað verði að því að fram-
kvæmdir í frárennslismálum verði
hafnar um land allt ekki síðar en
árið 1995.