Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Qupperneq 61

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Qupperneq 61
UMHVERFISMAL Ríkisframlög til fráveituframkvæmda Allt að tveir milljarðar á tíu árum Alþingi setti fyrir þinglokin lög um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum, lög nr. 53/1995. Samkvæmt þeim er heimilt að styrkja úr ríkissjóði framkvæmdir við sniðræsi frá safnkerfum frá- veitna, rotþrær, hreinsi- og dælu- stöðvar og útrásir, sem unnar verða á tímabilinu frá 1. maí 1995 til 31. desember 2005. Ennfremur má styrkja önnur skyld mannvirki svo og framkvæmdir sem snúa að tvö- földun lagna í safnkerfum eldri frá- veitna, „enda sé sýnt að slíkar fram- kvæmdir lækki stofnkostnað við styrkhæfar framkvæmdir", eins og segir í 3. grein laganna. Stuðningur ríkisins við þessar framkvæmdir getur numið allt að 200 millj. króna á ári eftir því sem nánar er kveðið á um í fjárlögum, þó aldrei hærri fjárhæð en sem nem- ur 20% af staðfestum heildarraun- kostnaði styrkhæfra framkvæmda næstliðins árs. Heimilt er að ráð- stafa allt að fjórðungi styrkupphæð- ar á hverju ári í þeim tilgangi að jafna kostnað einstakra sveitarfélaga við fráveituframkvæmdir þegar miðað er við heildarkostnað á íbúa. Með fráveitu er í lögunum átt við leiðslukerfi og búnað til að með- höndla skólp sem fullnægir kröfum laga og reglugerða um hreinsun þess áður en því er veitt í viðtaka. Tekið er fram að undirbúningsrann- sóknir, hönnun, kostnaður við út- boð, fjármagns- og lántökukostnað- ur og kaup á löndum og lóðum vegna framkvæmda í fráveitumál- um njóti ekki fjárstuðnings sam- kvæmt lögunum og að sama gildi um endurbætur á eldri kerfum og framkvæmdir sem eru umfram það sem krafist er í lögum og reglugerð- um um hreinsun fráveituvatns. Sveitarfélög sem hyggjast sækja um styrki til fráveituframkvæmda í ár skulu senda umhverfisráðuneyt- inu umsókn um það fyrir 1. júlí. Framvegis skulu slíkar umsóknir sendast fyrir 1. maí ár hvert. Með umsókn fylgi heildaráætlun um frá- veituframkvæmdir í sveitarfélaginu sem fyrirhugað er að sækja um styrk fyrir og sérstök áætlun um þann áfanga sem áætlað er að vinna á yfirstandandi ári. Einnig fylgi um- sókn tæknilegar upplýsingar um framkvæmdina ásamt teikningum og sundurliðaðri kostnaðaráætlun. Skilyrði fyrir fjárstuðningi er að framkvæmdin sé áfangi í heildar- lausn á fráveitumálum sveitarfélags. Sveitarfélög fá greidda styrki vegna framkvæmda í ár fyrir 1. maí 1996 að því tilskildu að þau hafi sent ráðuneytinu fyrir 1. mars 1996 upplýsingar um raunkostnað vegna framkvæmdanna í ár í samræmi við áætlun ársins. Fráveitunefnd Þriggja manna fráveitunefnd er umhverfisráðherra til ráðuneytis um framkvæmd laganna og hefur hún verið skipuð. Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðu- neytinu, er formaður hennar en aðrir nefndarmenn eru Sesselja Amadótt- ir, lögfræðingur í félagsmálaráðu- neytinu, samkvæmt tilnefningu þess, og Knútur Bruun, forseti bæj- arstjómar í Hveragerði, samkvæmt tilnefningu stjórnar sambandsins. Varafulltrúi hans er Bjami Þór Ein- arsson, framkvæmdastjóri Sam- bands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Fráveitunefnd fjallar um styrkum- sóknir sveitarfélaga og fram- kvæmdaáætlanir þeirra og gerir til- lögur til ráðherra um styrkveitingu á fjárlögum næsta árs og til hvers sveitarfélags að framkvæmdaári loknu. Einnig skal nefndin gera tillögur um beitingu þess ákvæðis laganna sem gerir ráð fyrir jöfnun á kostnaði sveitarfélaga við fráveitufram- kvæmdir þegar miðað er við heild- arkostnað á íbúa. I greinargerð með lagafrumvarpinu kom fram að áætl- að hafi verið að kostnaður við styrk- hæfar framkvæmdir einstakra sveit- arfélaga geti verið allt frá 30 þús. kr. til 90 þús. kr. á íbúa. Þá er í upphafi greinargerðarinnar með lagafrumvarpinu minnt á stefnu og starfsáætlun ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar frá árinu 1991 og það fyrirheit í ritinu „A leið til sjálf- bærrar þróunar" frá árinu 1993, sem efnt er með setningu þessara laga, að stuðlað verði að því að fram- kvæmdir í frárennslismálum verði hafnar um land allt ekki síðar en árið 1995.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.