Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 27
FÉLAGSMÁL arfélagið er staðið að því að brjóta sínar eigin reglur. Nú hafa lög þessi gilt í hálft fjórða ár. Ég kannaði það fyrr á þessu ári hversu mörg sveitarfélög höfðu þá sett sér reglur um fjárhags- aðstoð og sent þær ráðuneytinu. Þau reyndust einungis vera 24, eða að- eins 13-14% sveitarfélaga. Að vísu voru meðal þessara mörg fjölmenn- ustu sveitarfélögin. Hin 150 sveitar- félögin virðast álíta að sér komi þessi lög ekki við. Það er alvarlegt mál, og raunar mun alvarlegra mál nú en verið hefði fyrir fáeinum árum, því þegar atvinna dregst sam- an reynir meira en ella á fjárhagsað- stoð sveitarfélags. Fólk sem hefur ekki rétt til atvinnuleysisbóta á oft alls engra annarra kosta völ til að sjá sér og sínum farborða; atvinnulausu fólki á svonefndu „bótalausu tíma- bili“ er beinlínis vísað á þennan af- komumöguleika. Þess utan duga at- vinnuleysisbæturnar á mörgum heimilum næsta skammt til nauð- synlegra útgjalda. Það er því stóral- varlegt, það er illþolandi óréttlæti á atvinnuleysistímum ef fjárhagsað- stoð er ekki aðgengileg hjá sveitar- félagi. Tæpast er unnt að ætla að hún sé það þar sem sveitarfélag hef- ur ekki sinnt um að setja um hana neinar reglur og þar sem í ofanálag enginn starfsmaður hefur með höndum félagsþjónustu fyrir hönd sveitarfélagsins. Með þannig við- móti tilkynnir sveitarstjórnin bein- línis að hún vilji ekki að íbúarnir sæki um fjárhagsaðstoð. Óbeint til- kynnir hún í leiðinni þeim, sem þurfa á aðstoð að halda, að þeir eigi að flytjast burt til að fá hana. Og það er mikil skammsýni hjá sveitar- stjóm. Enn meiri skammsýni er það þó, sem maður stundum heyrir, að sveitarstjómarmenn hælast um yfir að hafa enga fjárhagsaðstoð í boði í sinni sveit, enda sé ekki eftir henni sótt. Það er ekki sótt um það sem ekki er í boði og þörfin er til hvort sem menn kjósa að sjá hana eða loka augunum fyrir henni. í árslok 1993 vom tæp tíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá í alls 120 sveitarfélögum. Aðeins 30 þeirra höfðu sett reglur eða eitthvert fyrir- komulag á fjárhagsaðstoð. Það má því ætla að um það bil fimmti hver atvinnulaus maður á landinu á þess- um tiltekna tíma hafi búið í sveitar- félagi þar sem fjárhagsaðstoð var óaðgengileg; fjárhagsaðstoð sem þó bæði er lögboðin og treyst er á þeg- ar atvinnuleysi nkir. Flest sveitarfélögin, sem höfðu sett sér reglur um fjárhagsaðstoð, höfðu kosið að styðjast við leiðbein- andi fyrirmynd að reglum, sem fé- lagsmálaráðuneytið lét semja og dreifa í nóvember 1992. Þar eru há- markslífeyrisgreiðslur Trygginga- stofnunar ríkisins lagðar til grund- vallar framfærslukostnaði einstakl- ings, þ.e. samanlögð upphæð lífeyr- is, fullrar tekjutryggingar ellilíf- eyrisþega og heimilisuppbót, eins og þetta er ákveðið hverju sinni. Þessi upphæð nemur nú kr. 42.724. Samkvæmt reglunum geta bæst við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.