Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 12
UMHVERFISMÁL Lagstúfur Náttúruvemdarárs Evrópu 1995 liér á landi Höfundur lags: Melkorka Ólafsdóttir, 10 ára Höfundur texta: Sigrún Helgadóttir ar og aðstandendur vilja tengja náttúruvemdarárinu. Hvaö hefur veríö gert í tilefni ársins? Lag ársins I kjölfar setningar ársins hafa verið haldnir nokkrar ráðstefnur sem hluti af Náttúruverndarári 1995 og má þar fyrst nefna Siöfræöi náttúrunnar Þann 4. mars var haldin eins dags ráðstefna á vegum Þjóðkirkj- unnar, Siðfræðistofnunar Háskól- ans og umhverfisráðuneytisins sem var liður í Náttúruvemdarári Evrópu 1995. Ráðstefnan fjallaði urn siðfræði náttúrunnar. Síðar á árinu er síðan ætlunin að hafa lengri ráðstefnu þar sem fleiri þættir umhverfis, náttúru og sið- fræði verða til umfjöllunar. Þá var einnig kynnt lag náttúruverndarársins hér á landi. Lagið er eftir Melkorku Ólafsdóttur, sem samdi það 10 ára, en textinn eftir Sigrúnu Helgadóttur. Barna- kór þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði söng lagið við setningu ársins og nú er unnið að hljóðritun lagsins í flutningi kórsins til dreifingar til útvarpsstöðva og þeirra sem vilja nota það í tengslum við þátttöku sína í árinu. Dagskrá Náttúruverndarárs Evrópu 1995 Dagskrá um aðgerðir í tilefni náttúruvemdarársins er ekki tilbúin en undirbúningsnefndin vinnur þessa dag- ana að henni í samvinnu við ýmsa aðila sem hafa þegar lýst áhuga á að taka þátt í aðgerðum Náttúruvemdarárs Evrópu 1995. Aðgerðum hel'ur í megindráttum verið skipt í tvennt, annars vegar • aðgerðir sem ráðuneytið í samvinnu við undirbún- ingsnefndina eða aðra aðila stendur sérstaklega fyrir í tilefni ársins, og hins vegar, • aðgerðir sem skipulagðar eru af félögum, áhuga- mannasamtökum, fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfé- lögum. Undirbúningsnefndin samþykkir þá að viðkom- andi aðgerðir falli undir markmið ársins og heimilar við- komandi aðilum að nota merki, slagorð, ímynd og lag ársins í kynningum og fellir þær inn í dagskrá ársins. Þannig er ætlunin að reyna að fá sem flesta aðila til þess að taka þátt í aðgerðum ársins hér á landi. A næstunni verður sent bréf til hugsanlegra þátttakenda þar sem þeim verður formlega boðið að taka þátt í Náttúruvemd- arári Evrópu 1995 og þeir beðnir um að gera tillögu um það hvemig þátttöku þeirra yrði háttað. Hér undir geta fallið aðgerðir sem þegar eru í undirbúningi eða ákveðn- Umhverfiö í okkar höndum I samvinnu við umhverfisráðuneytið stendur Ung- mennafélag Islands fyrir hreinsunarátaki á árinu þar sem lögð verður áhersla á umgengni við hafið, strendur, ár og vötn landsins. Atakið var kynnt fyrir fréttamönnum þann 22. febrúar og sett formlega 27. febrúar með ráðstefnu. A vegum ungmennafélaganna um allt land verða haldnar ráðstefnur um umhverfismál á tímabilinu frá apríl til maí og í sumar verður gengist fyrir víðtækri hreinsun á fjör- um. ám og vatnsbökkum. I lok átaksins er ætlunin að taka saman hver árangur hreinsunarinnar hefur verið og hversu mikið og hvers eðlis ruslið var. Atakið „Um- hverfið í okkar höndum" er sérstakt átak umgmennafé- laganna og umhverfisráðuneytisins sem tekur þátt í nátt- úruverndarárinu. Undirbúningsnefnd náttúruvemdarárs- ins hefur aðeins viðurkennt verkefnið sem hluta aðgerða í tengslum við árið, en skipulagning, framkvæmd og um- sjón verkefnisins er í höndum framkvæmdanefndar þar sem sitja fulltrúar Ungmennafélags Islands og umhverf- isráðuneytisins, en styrktaraðilar eru Samband íslenskra sveitarfélaga og Bændasamtök Islands. Umhverfismál fyrirtækja Ráðstefna sem umhverfisráðuneytið stóð fyrir í sam- starfi við fjögur fyrirtæki um umhverfismál fyrirtækja var haldin 7. mars undir merkjum Náttúruverndarárs Evrópu 1995. A ráðstefnunni hélt fyrrverandi fram- kvæmdastjóri ESB á sviði umhverfismála erindi um um- hverfisstefnu fyrirtækja og nokkur fyrirtæki kynntu hvað þau hafa gert til þess að bæta umhverfismál fyrirtækj- anna og jafnframt veitti umhverfisráðherra Gámaþjón- ustunni, Kjötvinnslunni og Umbúðamiðstöðinni viður- 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.