Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Page 12

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Page 12
UMHVERFISMÁL Lagstúfur Náttúruvemdarárs Evrópu 1995 liér á landi Höfundur lags: Melkorka Ólafsdóttir, 10 ára Höfundur texta: Sigrún Helgadóttir ar og aðstandendur vilja tengja náttúruvemdarárinu. Hvaö hefur veríö gert í tilefni ársins? Lag ársins I kjölfar setningar ársins hafa verið haldnir nokkrar ráðstefnur sem hluti af Náttúruverndarári 1995 og má þar fyrst nefna Siöfræöi náttúrunnar Þann 4. mars var haldin eins dags ráðstefna á vegum Þjóðkirkj- unnar, Siðfræðistofnunar Háskól- ans og umhverfisráðuneytisins sem var liður í Náttúruvemdarári Evrópu 1995. Ráðstefnan fjallaði urn siðfræði náttúrunnar. Síðar á árinu er síðan ætlunin að hafa lengri ráðstefnu þar sem fleiri þættir umhverfis, náttúru og sið- fræði verða til umfjöllunar. Þá var einnig kynnt lag náttúruverndarársins hér á landi. Lagið er eftir Melkorku Ólafsdóttur, sem samdi það 10 ára, en textinn eftir Sigrúnu Helgadóttur. Barna- kór þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði söng lagið við setningu ársins og nú er unnið að hljóðritun lagsins í flutningi kórsins til dreifingar til útvarpsstöðva og þeirra sem vilja nota það í tengslum við þátttöku sína í árinu. Dagskrá Náttúruverndarárs Evrópu 1995 Dagskrá um aðgerðir í tilefni náttúruvemdarársins er ekki tilbúin en undirbúningsnefndin vinnur þessa dag- ana að henni í samvinnu við ýmsa aðila sem hafa þegar lýst áhuga á að taka þátt í aðgerðum Náttúruvemdarárs Evrópu 1995. Aðgerðum hel'ur í megindráttum verið skipt í tvennt, annars vegar • aðgerðir sem ráðuneytið í samvinnu við undirbún- ingsnefndina eða aðra aðila stendur sérstaklega fyrir í tilefni ársins, og hins vegar, • aðgerðir sem skipulagðar eru af félögum, áhuga- mannasamtökum, fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfé- lögum. Undirbúningsnefndin samþykkir þá að viðkom- andi aðgerðir falli undir markmið ársins og heimilar við- komandi aðilum að nota merki, slagorð, ímynd og lag ársins í kynningum og fellir þær inn í dagskrá ársins. Þannig er ætlunin að reyna að fá sem flesta aðila til þess að taka þátt í aðgerðum ársins hér á landi. A næstunni verður sent bréf til hugsanlegra þátttakenda þar sem þeim verður formlega boðið að taka þátt í Náttúruvemd- arári Evrópu 1995 og þeir beðnir um að gera tillögu um það hvemig þátttöku þeirra yrði háttað. Hér undir geta fallið aðgerðir sem þegar eru í undirbúningi eða ákveðn- Umhverfiö í okkar höndum I samvinnu við umhverfisráðuneytið stendur Ung- mennafélag Islands fyrir hreinsunarátaki á árinu þar sem lögð verður áhersla á umgengni við hafið, strendur, ár og vötn landsins. Atakið var kynnt fyrir fréttamönnum þann 22. febrúar og sett formlega 27. febrúar með ráðstefnu. A vegum ungmennafélaganna um allt land verða haldnar ráðstefnur um umhverfismál á tímabilinu frá apríl til maí og í sumar verður gengist fyrir víðtækri hreinsun á fjör- um. ám og vatnsbökkum. I lok átaksins er ætlunin að taka saman hver árangur hreinsunarinnar hefur verið og hversu mikið og hvers eðlis ruslið var. Atakið „Um- hverfið í okkar höndum" er sérstakt átak umgmennafé- laganna og umhverfisráðuneytisins sem tekur þátt í nátt- úruverndarárinu. Undirbúningsnefnd náttúruvemdarárs- ins hefur aðeins viðurkennt verkefnið sem hluta aðgerða í tengslum við árið, en skipulagning, framkvæmd og um- sjón verkefnisins er í höndum framkvæmdanefndar þar sem sitja fulltrúar Ungmennafélags Islands og umhverf- isráðuneytisins, en styrktaraðilar eru Samband íslenskra sveitarfélaga og Bændasamtök Islands. Umhverfismál fyrirtækja Ráðstefna sem umhverfisráðuneytið stóð fyrir í sam- starfi við fjögur fyrirtæki um umhverfismál fyrirtækja var haldin 7. mars undir merkjum Náttúruverndarárs Evrópu 1995. A ráðstefnunni hélt fyrrverandi fram- kvæmdastjóri ESB á sviði umhverfismála erindi um um- hverfisstefnu fyrirtækja og nokkur fyrirtæki kynntu hvað þau hafa gert til þess að bæta umhverfismál fyrirtækj- anna og jafnframt veitti umhverfisráðherra Gámaþjón- ustunni, Kjötvinnslunni og Umbúðamiðstöðinni viður- 6

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.