Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 13

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 13
UMHVERFISMAL Sigrún Helgadóttir, höfundur texta lags náttúruverndarársins hér á landi, Melkorka Ólafsdóttir, höfundur lagsins. Sigrún Stefánsdóttir, sem hlaut fyrstu verölaun í Ijósmyndasamkeppni Evrópuráösins i tilefni Náttúruverndarárs Evrópu, og Össur Skarphéðinsson umhverfisráðher- ra. Ljósm.: Ljósmyndastofa Kristjáns Magnússonar sf. kenningu fyrir framlag þeirra til betra umhverfis. Hvaö er á döfinni? Landshlutaráöstefnur A árinu hyggst umhverfis- ráðuneytið, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélag- anna, standa fyrir kynningar- fundum í landshlutunum um málefni sem tengjast náttúru og náttúrulegum svæðum í ná- grenni byggðar. Frímerki og póst- stimpill Evrópuráðið fór þess á leit við allar póst- og símamála- stjórnir í Evrópu að í tilefni ársins yrði gefið út sérstakt frímerki. Umhverfisráðuneyt- ið hefur jafnframt óskað eftir því við Póst og síma að þetta verði tekið til athugunar. Póst- ur og sími hefur áður gefið út sérstök náttúruverndarfrí- merki, þ.e.a.s. í tilefni Náttúruvemdarárs Evrópu 1970 og vegna Votlendisárs Evrópu árið 1977. Póstur og sími hefur tekið mjög vel í þessa málaleitan og líklega verða gefin út sérstök frímerki í tilefni ársins og í tengslum við það póststimpill með íslenska merki Náttúruvemdarárs Evrópu 1995. Ritgeröasamkeppni Umhverfisráðuneytið áfomiar að beita sér fyrir því í samvinnu við menntamálaráðuneytið að haldin verði rit- gerðasamkeppni í grunnskólum landsins um efni sem tengist megináherslum náttúruvemdarársins, t.d. náttúru- legum svæðum í nágrenni skóla eða heimili. Hugmyndin er að koma þessu í framkvæmd á haustönn 1995. Annaö Fyrir utan það sem að ofan er talið er fjöldinn allur af atburðum sem eru í athugun hjá undirbúningsnefndinni og ekki er tímabært að fjölyrða um á þessu stigi málsins. Þó má greina frá því að Bændasamtökin hafa lýst yfir á- huga á þátttöku í árinu og verður hún tengd kynningu á lífrænum landbúnaði. Jafnframt er mikill áhugi hjá Ferðaþjónustu bænda. Unnið er að kynningarátaki um flokkun sorps og endurvinnslu, sérstaklega í tengslum við jarðgerð úrgangs. Þá hefur Samband veitinga- og gistihúsa lýst yfir áhuga á að taka þátt í árinu með því að nokkur hótel taki upp vistvæna hætti í rekstri sínum. Auk þess er unnið að verkefnum sem tengjast umhverfi silungs- og laxveiðiáa landsins og íþróttasamband Is- lands vinnur að því að útfæra hugmynd um tengsl íþróttaiðkunar almennings og umhverfisins. Þátttaka sveitarfélaga Þátttaka sveitarfélaganna í náttúruverndarárinu er mjög mikilvæg og getur haft úrslitaþýðingu fyrir árang- urinn til framtíðar. Náttúruleg svæði í þéttbýli og í ná- grenni byggðar eru í umsjón sveitarfélaganna og þar eru teknar ákvarðanir um viðhald, meðferð og nýtingu þeirra. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lýst því yfir að það muni taka þátt í Náttúruvemdarári Evrópu 1995 og hvetja sveitarfélögin til þátttöku í árinu. Mikilvægt er að sveitarfélög skoði það með hvaða hætti þau geta lagt þessu málefni lið annaðhvort ein sér eða í samvinnu við skóla, áhugasamtök, foreldrafélög eða hverfasamtök. Einnig gætu fleiri en eitt sveitarfélag haft samstarf um aðgerðir í tilefni ársins. Sumum þeirra verkefna sem á döfinni eru gætu sveitarfélögin tekið þátt í eins og t.d. verkefni Ungmennafélags Islands en einnig gætu verk- efni sem eru í undirbúningi á vegum sveitarfélaganna fallið að þema ársins og orðið liður í aðgerðum sveitarfé- lagsins í tilefni af árinu. Sveitarfélögum sem áhuga hafa á því að taka þátt í ár- inu er bent á að hafa samband við undirbúningsnefndina eða umhverfisráðuneytið til þess að fá nánari upplýsing- ar um árið og hvemig þátttöku í því verður háttað. 7

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.