Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 53

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 53
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM í lok aöalfundarins afhenfi Laufey Jóhannsdóttir, stjórnarmaður SSH, Sveini Andra Sveinssyni, fráfarandi formanni, viöurkenningu samtakanna fyrir störf hans sem for- maöur. Sveinn Andri var formaöur frá árinu 1990 til 1994, eöa fjögur ár, lengur en nokk- ur annar formaöur SSH. Ljósmyndin er frá SSH. Úrbætur í samgöngumál- um hjólreióafólks og gangandi vegfarenda Samþykkt var að beina því til stjómar samtakanna að liún beiti sér fyrir samvinnu sveitarfélaganna um úrbætur í samgöngumálum hjól- reiðafólks og gangandi vegfarenda. I ályktuninni segir síðan: „Sveitarfélög hafa á undanfömum árum lagt aukna áherslu á gerð göngu- og hjólreiðastíga. Mikið skortir hins vegar á að stígamir séu tengdir saman þannig að hjólreiða- fólk og gangandi vegfarendur kom- ist óhindrað milli sveitarfélaga. Gerð sérstakra stofnbrauta stuðlar vafalítið að aukinni útiveru fólks og er því verðugt samstarfsverkefni sveitarfélaganna." Úrbætur í samgöngumál- um hestamanna Samþykkt var að beina því til stjómar samtakanna að hún beiti sér fyrir samvinnu sveitarfélaganna um úrbætur í samgöngumálum hesta- manna. í ályktun fundarins segir: „Sveit- arfélög hafa á undanförnum árum lagt áherslu á gerð reiðvega. Mikið skortir hins vegar á að hestamenn komist óhindrað milli sveitarfélaga. Gerð sérstakra reiðvega stuðlar vafalítið að auknu öryggi fólks og er því verðugt samstarfsverkefni sveit- arfélaganna." Tillögu stjórnar um jöfnun at- kvæðisréttar var vísað til stjórnar SSH. Stjórn SSH í stjóm SSH eiga sæti 12 sveitar- stjómarmenn úr öllum sveitarfélög- unum á höfuðborgarsvæðinu, tveir frá Reykjavíkurborg, Kópavogi og Hafnarfirði, en einn frá hverju hinna sex aðildarsveitarfélaganna. I stjóm SSH fyrir næsta starfsár vom kjöm- ir borgarfulltrúarnir Hilmar Guð- laugsson og Steinunn Valdís Osk- arsdóttir fyrir Reykjavíkurborg, Amór Pálsson bæjarfulltrúi og Sig- urður Geirdal bæjarstjóri fyrir Kópavog, bæjarfulltrúamir Valgerð- ur Sigurðardóttir og Ámi Hjörleifs- son fyrir Hafnarfjörð, Laufey Jó- hannsdóttir fyrir Garðabæ, Jónas Sigurðsson fyrir Mosfellsbæ og Ema Nielsen fyrir Seltjamames og hreppsnefndarmennirnir Sigtryggur Jónsson fyrir Bessastaðahrepp, Kol- brún Jónsdóttir fyrir Kjalameshrepp og Kristján Finnsson fyrir Kjósar- hrepp. Á stjórnarfundi 28. október var Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, kjörinn formaður sam- takanna. Á aðalfundinum vom kosnir tveir endurskoðendur, fjórir fulltrúar í fræðsluráð til fjögurra ára, þrír full- trúar f stjóm Ferðamálasamtaka höf- uðborgarsvæðisins og fjórir fulltrúar á ársfund Landsvirkjunar. Vióurkenning fyrir merkt framlag til umhverfis-, úti- vistar- og skipulagsmála Stjóm SSH veitir árlega sérstaka viðurkenningu fyrir merkt framlag til umhverfis-, útivistar- og skipu- lagsmála. Markmiðið með þessari almennu viðurkenningu samtakanna er að hvetja sveitarstjómir, hönnuði og framkvæmdaaðila á höfuðborg- arsvæðinu til að leggja áherslu á það heildarumhverfi sem mótað er á þessu sviði. Viðurkenningunni hef- ur verið úthlutað ellefu sinnum til 16 einstaklinga, stofnana og sveitar- félaga. Að þessu sinni var viðurkenning- in veitt Hafnarfjarðarbæ fyrir skipu- lagningu, uppbyggingu og frágang við Víðistaðasvæði sem er fjölnota útivistarsvæði. Landið er í senn ó- snortið hraunsvæði, skipulögð margnota leiksvæði, grasagarður, í- þróttasvæði, höggmyndagarður, tjaldstæði og lystigarður. Á jaðri svæðisins og tengt skipulagi og frá- gangi þess er dagvistarheimili, Víði- staðakirkja og Víðistaðaskóli, ásamt íbúðarhúsum. Kynnisferó um sveitina Fyrir hádegisverð var fundar- mönnum boðið í kynnisferð um Kjósarhrepp. Ekið var upp hjá Með- alfellsvatni, fram hjá Möðruvöllum og að Fremra-Hálsi og síðan til baka um Laxárdal að Vesturlandsvegi. Leiðsögumenn um þennan sveitar- hluta, sem kallaður er Eyjakrókur, voru þeir Guðbrandur Hannesson, oddviti í Hækingsdal, og Kristján Finnsson á Grjóteyri.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.