Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Page 27

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Page 27
FRÆÐSLUMÁL HELIOS II - Gullverðlaun til Lundarskóla á Akureyri ifyrir frá- bært starf að blöndun fatlaðra Trausti Þorsteinsson, bœjarfulltrúi í Dalvíkurbæ ogfv. frœðslustjóri Þrátt fyrir að nú um stundir hafi blásið heldur kaldir vindar um íslenskt skólastarf í ljósi niðurstaðna alþjóð- Iegrar könnunar á kunnáttu nemenda í stærðfræði og náttúrufræðum, bárust á haustdögum þær ánægjulegu fréttir að íslenskir kennarar hefðu unnið til tvennra verð- launa, gulls og silfurs, í evrópskri samkeppni um bestu verkefni vegna kennslu fatlaðra nemenda í almennum grunn- og framhaldsskólum. Samkeppnin var hluti af HELIOS II sem var víðtæk samstarfsáætlun á vegum Evrópusambandsins (ESB) um málefni fatlaðra. Mark- miðið með áætluninni var að stuðla að blöndun í skóla- starfi á öllum skólastigum. Gullverðlaun hlaut Ingibjörg Haraldsdóttir fyrir hönd kennara við Lundarskóla á Ak- ureyri og silfurverðlaun hlaut Agústa Gunnarsdóttir, kennslustjóri við Menntaskólann í Hamrahlíð. Samkeppninni var skipt niður í sex efnisflokka en alls tóku 17 Evrópuþjóðir þátt. Lentu Islendingar í öðru sæti í heildarflokki ásamt Svíum en Finnar urðu í fyrsta sæti. Verðlaunaverkefnin eru nú til kynningar víða í Evrópu. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Brussel í desember sl. Blöndun í skólastarfi Blöndun lýtur að þróun og umbótum í skólastarfi með það að markmiði að veita bestu menntun öllum nemend- um þar sem nemendur með sérþarfir eru jafnir þátttak- endur í skólastarfinu í stað þess að þeim sé skákað í sér- skóla eða sérdeildir. Allt frá 1974 hefur staðið óbreytt það markmið grunnskólalaga að grunnskólinn skuli leit- ast við að haga störfum sínum í sem fyllsta samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heil- brigði og menntun hvers og eins. Þrátt fyrir einstök markverð verkefni á sviði blöndunar reynist markmiðið torsótt leið og vandrötuð og enn er deilt hér á landi um hversu langt sé hægt að ganga að þessu leyti þrátt fyrir þátttöku Islands í yfirlýsingum eins og þeirri að: „almennir skólar séu virkasta aflið til að sigrast á hugarfari mismununar, móta umhverfi sem tekur fötluð- um opnum örmum, móta þjóðfélag án aðgreiningar og koma á menntun öllum til handa; enn fremur megni þeir að veita þorra harna góða menntun og stuðli að skil- virkni menntakerfisins í heild og hœti, þegar til lengdar lœtur, nýtingu fjármuna“. (Salamancayfirlýsingin 1995, 8). Verkefni Lundarskóla Verkefni það sem lagt var til grundvallar verðlaunum Lundarskóla var blöndun alvarlega fatlaðs drengs í al- mennt skólastarf. Við fæðingu hafði hann hlotið alvar- legan skaða sökum skorts á súrefnisflæði til höfuðs. Af- leiðing þess er sú að hann er 100% öryrki, getur ekki staðið uppréttur, hefur litla hreyfigetu og hefur alla tíð verið bundinn hjólastóli. Hann getur ekki talað en hefur öðlast allgóðan málskilning enda andlegur þroski talinn vera við eðlileg mörk. Við tveggja ára aldur var hann settur á leikskóla þar sem hann fékk þjónustu þar til skyldunám hans hófst. Hann og foreldrar hans höfðu notið þjónustu Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Akureyri og að frumkvæði skrifstofunnar var drengurinn kynntur sérfræðingum fræðsluskrifstofunnar og óskað eftir því að undirbúningur að skólagöngu hans yrði haf- inn tímanlega. Þar sem ekki höfðu verið gerðar tilraunir með blöndun svo alvarlega fatlaðs nemanda áður var hvert skref sem tekið var íhugað af kostgæfni. Sérskóli - aimennur skóli? Við undirbúning skólagöngu drengsins kom til álita hvort leita ætti skólavistar í sérskóla, eins og gjarnan tíðkast með börn með svo miklar sérþarfir, ellegar búa honum aðstæður í almennum grunnskóla. Af hálfu fræðsluskrifstofu var markvisst unnið að því að öll böm fengju nám í heimaskóla eins og sérkennslureglugerð kvað á um og í starfi ráðgjafarþjónustu skrifstofunnar var áhersla á þetta lögð. Beindist ráðgjöf að því að í öllu skólastarfi væri tekið mið af mismunandi persónugerð, þroska, hæfileikum, getu eða áhugasviðum nemenda eins og grunnskólalög kváðu á um. Af hálfu foreldra, Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra og Fræðsluskrif- stofu Norðurlandsumdæmis eystra var farið yfir mögu- leika á skólagöngu og foreldrum kynntir hvaða kostir byðust. Að ósk foreldra var ákveðið að drengurinn sækti sinn hverfisskóla sem er Lundarskóli á Akureyri. Var sú

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.