Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 10
UMHVERFISMÁL
Séö yfir hluta Lómatjarnargarösins. Handan garösins eru, taliö frá vinstri, fjölbýlishús, íþróttamiöstööin og Egilsstaöaskóli.
Umhverfismarkmið Egilsstaðabæjar:
Frá verkefni til framkvæmda
Þuríður Backman, forseti bæjarstjórnar Egilsstaðabœjar
Á síðasta ári tók Egilsstaðabær
þátt í verkefni Norrænu ráðherra-
nefndarinnar um umhverfisáætlanir
í fámennum sveitarfélögum. Verk-
efnið var styrkt af umhverfisráðu-
neytinu og einnig kom Samband ís-
lenskra sveitarfélaga að því. Sigur-
borg Kr. Hannesdóttir var verkefn-
isstjóri og hefur hún gert verkefninu
skii í Sveitarstjórnarmálum 2. tbl.
1996. Norræna verkefnið fór aðal-
lega fram í Færeyjum, þar sem þátt-
takendur voru sautján sveitarfélög
en Egilsstaðabær bættist síðan við
sem fulltrúi íslands.
Nokkur aðdragandi var að þátt-
töku Egilsstaðabæjar í verkefninu.
Um alllangt skeið hafði mátt finna
aukinn áhuga bæjarbúa á umhverf-
ismálum. bæði í sveitarfélaginu
sjálfu en einnig í stærra samhengi
og við nánari könnun kom fram að
þessi tilfinning var á rökum reist.
Á Fljótsdalshéraði er veðursæld
og ræktunarskilyrði góð, sérstaklega
þegar innar dregur í landið. Allt um-
hverfi Egilsstaðabæjar hvetur til
garðyrkju, gróðursetningar og vit-
undar um náttúruna. Þessi ytri skil-
yrði hafa stuðlað að ræktun í görð-
um og nytjaskógrækt. Þær trjáplönt-
ur sem gróðursettar eru dafna og
vaxa, svo framarlega sem þær eru
ekki étnar af meindýrum eða hrein-
dýrum.
I framhaldi af unthverfisverkefni
200