Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 65

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 65
HEIÐURSBORGARAR Árni Helgason heiðursborgari Stykkishólmsbæjar Árni Helgason veitir viötöku heiöursborg- araskjali úr hendi Ólats Hilmars Sverris- sonar, bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar 26. júní. Ljósm. Flemming Nilssen. Sambýliskona Helga er Elín Þór- dís Heiðarsdóttir og eiga þau tvö börn. Helgi á einnig tvö börn frá fyrra hjónabandi. Hallur Magnússon, framkvæmda- stjóri heilbrigðis- og félagsmála- sviðs Hornafjarðar, var ráðinn til Homafjarðarbæjar sem félagsmála- stjóri og yfirmaður skólamála á ár- inu 1995. Hallur var kynntur í 2. tölublaði Sveitarstjómarmála 1996. Viðar Helgason bæjar- stjóri Vesturbyggðar Viðar Helga- son stjórnsýslu- og rekstrarfræð- ingur hefur verið ráðinn bæjar- stjóri Vestur- byggðar frá 1. júlí. Viðar er fæddur í Reykjavík 2. nóvember 1966, sonur Bergþóru Andrésdóttur, húsmóður úr Norður- firði, sem er látin, og Helga Símon- arsonar, fyrrverandi stýrimanns úr Hellisfirði. Viðar lauk stúdentsprófi af við- skiptabraut frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla 1988 og rekstrarfræða- prófi frá Samvinnuháskólanum á Bifröst 1990. Skólaárið 1995-1996 stundaði hann MBA-nám í opin- berri stjórnsýslu með áherslu á stjómun heilbrigðisstofnana og fjár- málastjómun. Viðar starfaði á Ríkisspítölum frá árinu 1991 til ársloka 1996 í endur- skoðunardeild og sem aðalbókari og deildarstjóri í fjármáladeild. Frá 1. janúar 1997 hefur hann gegnt starfi framkvæmdastjóra sjúkrahússins á Patreksfirði. Viðar er kvæntur Sigríði Hjartar- dóttur rekstrarfræðingi og eiga þau þrjú böm. Hinn 26. júní kaus bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar Árna Helgason heiðursborgara bæjarins. Árni Helgason er fæddur í Reykjavík 14. mars 1914. Hann fluttist á fyrsta ári til Eskifjarðar og dvaldist þar sín uppvaxtarár. Tæp- lega þrítugur að aldri flutti hann til Stykkishólms og hefur búið þar síð- an. Að aðalstarfi var Árni sýslu- skrifari og lengst af póstmeistari. Hann sat í stjóm ýmissa fyrirtækja og stofnana og gegndi nefndarstörf- um bæði fyrir bæjarfélagið og hér- aðið. Um áratugaskeið var Ámi frétta- ritari fyrir Ríkisútvarpið og fréttarit- ari Morgunblaðsins í meira en hálfa öld. Með skrifum sínum og fréttum kom Ámi reglulega upplýsingum á framfæri um hvað var að gerast í Stykkishólmi og hafa margir hlust- að á og lesið fréttir hans, bæði þeir sem tengjast Stykkishólmi og aðrir. ,,í störfum Árna sem fréttaritara nýttust eiginleikar hans, bjartsýni og jákvætt lífsviðhorf einstaklega vel,“ sagði Ólafur Hilmar Sverrisson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, er hann tilkynnti heiðursborgarakjörið. Ennfremur sagði Ólafur Hilmar: „Ámi Helgason er mikill félags- málamaður og hann hefur komið að hinum ýmsu félögum hér í Stykkis- hólmi, ekki síst æskulýðsfélögum. Má þar meðal annarra nefna Lúðra- sveit Stykkishólms og starfsemi stúkunnar hér í Hólminum sem hvílt hefur á hans herðum en Ámi hefur alla tíð verið virkur innan bindindis- hreyfingarinnar og unnið ötullega að málefnum þeirrar hreyfingar og barist gegn því böli sem áfengi og aðrir vímugjafar geta valdið.“ Er Ámi hafði veitt heiðursborg- araskjalinu viðtöku risu viðstaddir úr sætum og hylltu hinn nýja heið- ursborgara með þreföldu húrra- hrópi. Ámi Helgason er sjötti heiðurs- borgari Stykkishólms. Jóhann Rafnsson ljósmyndasafnari var kjör- inn heiðursborgari árið 1980, en áður höfðu hlotið slíka viðurkenn- ingu þeir Rögnvaldur Lárusson skipasmíðameistari, Sigurður Magnússon hreppstjóri, Kristján Bjartmars oddviti og Sigurður Ágústsson alþingismaður. 255

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.