Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Side 8

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Side 8
AFMÆLI Kór frá Runavik, vinabæ Egils- staöa í Færeyjum, söng á há- tiðarsamkomunni. elliheimilið, Minjasafn Austurlands og nú síðast var stofnuð ein bamaverndarnefnd fyrir allt svæðið. Þá er hafin gerð svæðisskipulags í samvinnu við Skipulag rík- isins. Þá hafa þessi sveitarfélög ásamt Seyðisfjarðar- kaupstað hafið samstarf við Byggðastofnun um svæðis- bundna byggðaáætlun. Sveitarfélög á Fljótsdalshéraði reka svo sameiginlegar brunavarnir. I samstarfi við sveitarfélög á Héraðssvæði, Reyðarfirði, Eskifirði, Nes- kaupstað og Mjóafirði er rekið heilbrigðiseftirlit með aðsetur á Reyðarfirði. Að Skólakrifstofu Austurlands og Héraðsskjalasafni Austfirðinga standa öll sveitarfélög í Múlasýslum. Egilsstaðabær og Fellahreppur hafa átt gott samstarf um ýmis sameiginleg mál, s.s. rekstur hita- veitu, íþróttamiðstöðvar og nú síðast rekstur skíðasvæða í Fjarðarheiði ásamt Seyðfirðingum. Sorpsamlag Mið- héraðs er í eigu Egilsstaðabæjar, Fellahrepps og Valla- hrepps. Um þessar mundir stendur fyrir dyrum fjölgun sveitarfélaga í samlaginu. Hinn 6. september verða greidd atkvæði um samein- ingu Egilsstaðabæjar, Eiðahrepps, Hjaltastaðarhrepps, Skriðdalshrepps og Vallahrepps. Samstarfsnefnd um sameiningu þessara sveitarfélaga hefur verið að störfum í eitt og hálft ár og hefur verið góð samstaða innan nefndarinnar. íþróttir Öflugt íþróttastarf er ein forsenda þess að fólk vilji setjast að í sveitarfélaginu. Iþróttafélag bæjarins hefur um langt árabil haldið uppi miklu og góðu starfi. Félag- ið hefur lagt áherslu á að hafa fjölbreytta starfsemi fyrir yngri kynslóðina og sl. haust hóf íþróttaskóli í samstarfi við ungmennafélagið Huginn í Fellahreppi starfsemi sína og hefur hann gefið góða raun. íþróttaaðstaðan er góð. Hér er íþróttahús sem nú er verið að stækka, ný sundlaug sem sagt var frá í 3. tbl. Sveitarstjómarmála í ár, knattspyrnuvöllur með frjálsíþróttaaðstöðu, æfinga- vellir og skíðalyfta í Fjarðarheiði. Árið 2001 verður landsmót UMFÍ haldið á Egilsstöðum. Skrifaö undir samning um kaup bæjarins á landinu 28. júni, Helgi Halldórsson bæjarstjóri, til vinstri, og Guömundur Bjarna- son landbúnaöarráöherra. 1 98

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.