Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Side 39

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Side 39
FRÆÐSLUMÁL Frá námskeiði sem Menntaskólinn á Egilsstööum hélt fyrir fatlaöa nemendur í sam- vinnu viö Svæöisskrifstofu Austurlands. □ Viðmælendur virtust sammála um að brýnasta þróunarverkefnið væri að koma á fót ráðgjafarþjón- ustu fyrir framhaldsskólastigið. Lit- ið var jákvæðum augun á samstarf við önnur skólastig, aðra aðila innan landshlutans og aðra framhaldsskóla um allt land. □ Að öðru leyti komu fram ábend- ingar um aukið fjármagn til sér- kennslu, aukið yfirlit yfir sér- kennsluþarfir, þörf á námi og nám- skeiðum í sérkennslufræðum ásamt ýmsum hugmyndum að námsskipu- lagi. Hér á eftir mun ég fjalla sérstak- lega um þrjá þætti sem fram komu í viðtölunum og bera þá saman við aðrar framhaldsskólakannanir. Þeir varða í fyrsta lagi möguleika til kennslu við hæfi í verknámsáföng- um, í öðru lagi muninn á stórum og litluin framhaldsskólum og brottfall nemenda og í þriðja lagi ráðgjafar- þjónustu. Dæmi um möguleika til kennslu viö hæfi í verk- námsáföngum I einum skóla kom fram að á hverju ári voru nemendur með sér- kennsluþarfir af ólíku tagi í reglu- legu námi. Um var að ræða verk- menntaskóla. Nemendahóparnir í þessurn skóla voru mjög blandaðir bæði hvað varðaði aldur, fyrri menntun og frammistöðu í námi. Sumir höfðu þegar lokið við stúd- entspróf, aðrir komu beint úr grunn- skóla. Þessir nemendur luku námi í skólanum; sumir með prófskírteini úr öllum kenndum áföngum, aðrir höfðu aðallega tekið þátt í verkleg- um þáttum. Að mati viðmælanda höfðu mörg ungmenni, sem áður höfðu fengið mikla sérkennslu eða sem áttu sögu margra ósigra við fyrri skólagöngu, fengið aukið sjálfstraust, verklega fæmi og - ekki síst - aukið félagslega fæmi vegna dvalarinnar á heimavist, þar sem oftast ríkti andrúmsloft jákvæðni og fyrirhyggju. í viðtalinu komu fram nokkrir þættir sem gætu skýrt þessa vel- gengni nemenda með sérkennslu- þarfir í reglulegu námi í þessum skóla. Þar sem um var að ræða verklega áfanga var fjöldi nemenda í hópi minni en tíðkast í bóklegum áföngum. Verknámið var að hluta til sveigt að þörfum og óskum hvers nemanda um sig. Þetta gerði kenn- umm kleift að veita sértækan náms- stuðning þar sem þörf var á í al- mennum kennslustundum. Viðhorf stjórnanda og nokkurra kennara virtist einkennast af að leggja aðal- áherslu á líðan og námslegar fram- farir einstaklinganna í ljósi staðlaðra námskrafna, en ekki einblína á námsefnið. Að sögn viðmælandans höfðu kennaramir oft á tíðum lagt á sig þó nokkra vinnu umfram um- samda starfsskyldu til að leiðbeina einstökum nemendum og leysa vandamál sem upp komu í nem- endahópnum. Einnig var bent á at- riði sem betur mættu fara. Fram kom að í þessum skóla höfðu nem- endur með ýmsar ólíkar fatlanir og sérkennsluþarfir stundað nám á undanfarandi árum. Kennarana vantaði sérkennslufræðilega þekk- ingu til að takast á við sértækar náms- og stuðningsþarfir á ólíkum sviðum. Þá skorti einnig reglulegt samband við ráðgjafarþjónustu sem gæti aðstoðað við námsskrárgerð og að leysa vandamál sem upp kunna að koma á námsferlinum. Einnig vantaði fé til að auka aðstoð í kennslu, á heimavist og til að greiða fyrir utanaðkomandi ráðgjöf. I viðtalinu í þessum skóla komu fram ýmsar upplýsingar sem erfitt reyndist að skrá í skýrslu könnunar- innar. Tæpt var á mörgum atriðum sem þyrftu nánari athugun. En svo virtist sem hér hefði mótast hefð fyrir meðvitaðar tilraunir til að kenna nemendum með fötlun og sérkennsluþarfir við þeirra hæfi inn- an ramma almennra námsáfanga. Því tel ég ástæðu til að framkvæma nánari kerfisbundnar rannsóknir tengdar þróunarstarfi í þessum skóla. I því sambandi má nefna að á síðasta áratug hefur færst mjög í vöxt að gera ítarlegar rannsóknir á „hinu góða dæmi“ (case-research, „the good case“) innan félags-, upp- eldis- og sérkennslufræða. Stórir skólar og litlir skólar Eins og fram kom í kaflanum um niðurstöður fyrr í greininni, eru allir framhaldsskólar umdæmisins frekar eða mjög fámennir. í þessari skýrslu 229

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.