Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 27
FELAGSMAL Félagsþjónusta sveitarfélaga Bakgrunnur og framkvæmd laga um félagsþjónustu sveitarfélaga Ingibjörg Broddadóttir, deildarstjóri ífélagsmálaráðuneytinu I upphafi er greint í stuttu máli frá framfærslumálum fyrri alda og bak- grunni og aðdraganda félagsþjón- ustu nútímans, en meginefni grein- arinnar snýst um framkvæmd fé- lagsþjónustu sveitarfélaga nú. Ann- ars vegar er leitast við að lýsa helstu atriðum laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og hins vegar er gerð grein fyrir framkvæmd þeirra með tilliti til hinna ýmsu málaflokka sem löggjöfin tekur til. I. Framfærslumál fyrr á öldum og bakgrunnur félagsþjónustu sveitar- félaga Þegar fjallað er um félagsþjón- ustu sveitarfélaga er fróðlegt að at- huga framfærslumál fyrri alda, en margir telja að fátækraframfærslan hafi verið öðru fremur ein mikil- vægasta orsök hreppamyndunar á íslandi. Þó að ólíku sé saman að jafna, Ómagabálki Grágásar frá 12. öld og félagsþjónustu nútímans, er munurinn þó minni en ætla má við fyrstu sýn. Allt frá því Island byggðist hafa hrepparnir tekið ábyrgð á þeim sem ekki áttu í sig og á og ættingjar gátu ekki annast. Eitt helsta hlutverk hreppanna var að tryggja með einum eða öðrum hætti framfærslu fátæklinganna og/eða að koma í veg fyrir að þeir þyrftu á framfærslu hreppsins að halda. Hreppsómagi átti framfærslu í þeim hreppi þar sem nánasti ættingi hans var vistfastur, sá sem ekki var fjar- skyldari en þremenningur. Ómaga- bálkur Grágásar greindi ítarlega frá skyldum manna við að framfæra ættingja og var sú skylda víðtæk og náði einnig til leysingja sem fengið höfðu frelsi. Fjöldi hreppa á þjóð- veldisöld er óþekktur, en í hreppi skyldu vera 20 þingfararkaups- bændur hið fæsta. I manntalinu 1703 töldust hreppamir 165. Fjöldi hreppa nú og fyrr á öldum er því svipaður, en byggð landsins hefur breyst mikið eins og mönnum er kunnugt. (Jón Jóhannesson) Á seinni hluta 13. aldar eru tekin upp í Jónsbók flest sömu ákvæðin og voru í Grágás en nokkru aukið við, svo sem um skyldur hjóna til að framfæra hvort annað. Þessi skipan fátækramála varð til eftir að kristni var lögtekin á íslandi, en kirkjan virðist ekki hafa haft nein afskipti af framfærslumálunum, þrátt fyrir löngu lögtekna kristni. Fyrst og fremst sáu hreppamir um þessi mál. Víða erlendis, þar sem fátækrafram- færslan hófst með kristninni, annað- ist kirkjan fátækraframfærsluna og sker Island sig úr meðal Evrópu- þjóða að þessu leyti. Löggjöf um fá- tækraframfærslu tók litlum breyt- ingum allt frá gildistöku Jónsbókar fram til 1834 þegar „fátækrareglu- gerðin“ tók gildi. (Gísli Ágúst Gunnlaugsson) Með móðuharðindum 1783 komst ringulreið á skipan framfærslumála, en þá ríkti hér á landi mikil upp- lausn og flækingur, sem varaði urn alllangt skeið. Magnús Stephensen, dómstjóri landsyfirréttar, setti fram reglugerð 1809 undir heitinu „ís- lands hreppstjórnar-instrux", sem jafnan var kölluð „hreppstjóra in- struxið". Með reglugerðinni urðu hreppstjórar nær einvaldir um öll sveitarmál. Skömmu síðar gaf Magnús út skýringar með instrúxinu - Handbók fyrir hvern mann - þar sem mælt var fyrir um það hvemig hreppstjórunum bæri að haga sér gagnvart þurfalingunum svo og að almenningi skyldi innrædd hlýðni og virðing fyrir hreppstjórunum. Handbókin er einkum talin merkileg fyrir þær sakir að þar var gerð fyrsta tilraunin til að fá almenning og yfír- völd til að sýna fátæklingum mann- úð og skilning. I instrúxinu voru m.a. ákvæði sem bönnuðu þurfa- mannaflutning á þunguðum konum og kveðið var á um að samþykki sýslumanns skyldi vera fyrir hendi áður en þurfamaður væri sendur í framfærslusveit sína af dvalarsveit. (Jónas Guðmundsson) Helsta félagslega viðfangsefni hreppanna á fyrri öldum var því framfærsla fátækra. Algengustu ástæður þess að fólk gat ekki séð sér 2 1 7

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.