Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 28
FÉLAGSMÁL farborða voru elli eða æska, sjúk- dómar, barnaómegð og óregla, ásamt jarðleysi. Sveitarfélögin höfðu tvær leiðir til að aðstoða fá- tæklingana: Að veita fjárstyrk til að halda búhokrinu áfram eða „setja fólk niður“ hjá gjaldendum fátækra- útsvars til lengri eða skemmri tíma í hlutfalli við gjaldgetu hvers og eins. Virðist hafa gilt einu af hvaða rótum erfiðleikarnir voru runnir. Líkam- lega og andlega fatlaðir eða sjúkir, aldraðir, börn og aðrir fullfrískir fengu líklega öll sömu meðferð. Rétt er að árétta að framfærslu- skylda hreppanna gagnvart fátækum kom þó ekki til fyrr en framfærslu- skyldu ættarinnar þraut. Fram- færsluskylda ættmenna var mjög víðtæk samkvæmt ákvæðum Jóns- bókar og náði hún upprunalega til allfjarskyldra ættingja, en með fá- tækrareglugerðinni 1834 var hún nokkuð takmörkuð. Helstu ákvæði hennar voru að förumennska var bönnuð, vöxtur tómthúsmennsku skyldi takmarkaður og frændafram- færsla var nú bundin við beinan legg upp og ofan. I reglugerðinni var þeim foma sið haldið að fæðing- arhreppur skyldi vera framfærslu- sveit manna og til þess að öðlast sveitfesti annars staðar urðu menn að ávinna sér rétt með fimm ára samfelldri dvöl á nýja staðnum án þess að njóta opinbers framfæris. Með því að þiggja sveitarstyrk af dvalarsveit sinni innan fimm ára fyrirgerði tnaður rétti sínum til að öðlast þar sveitfesti. Sveitfestitím- inn var færður í tíu ár á tímabilinu 1848-1923. Þótt ótrúlegt sé var sveitfesti ekki endanlega afnumin fyrr en með setningu gildandi laga um félagsþjónustu sveitarfélaga 1991. Þessi skipan mála hélst fram á þessa öld, en í byrjun hennar litu dagsljósið fyrstu alþýðutryggingam- ar. Fram til þess tíma átti fólk ekki í önnur hús að venda en til sveitar- stjóma í auðnuleysi sínu. Leitast var við að aðstoða þá sem voru hjálpar- þurfi með þeitn ráðum sem tiltæk vom á hverjum tíma. Hjálpin var oft skammvinn og henni gat fylgt óskemmtilegt hlutskipti fyrir þurfalinginn. Mismunandi var hversu viljugar sveitarstjómir voru til að rétta hjálparhönd, átti það bæði við um Reykjavík og tninni og fátækari sveitarfélög. Hér réð ekki eingöngu viðhorf löggjafans heldur miklu fremur viðhorf þeirra sem nutu þeirrar gæfu að þurfa ekki að fara á sveitina. Afram verður stiklað á stóm um fátækramál fortíðarinnar, en fá- tækralög og sveitarstjórnarlög tóku gildi árið 1907 og í árslok 1935 tóku gildi framfærslulög, en í milli- tíðinni höfðu verið sett ný lög um fátækramál. Framfærslulögin með breytingum frá árinu 1940 hefjast á ákvæðum um framfærsluskylduna og fylgir hér til fróðleiks lýsing Jónasar Guðmundssonar á þeim: „ Opinber framfœrshiskylda: Um hana segir, að hverjum þeim manni skuli veita framfærslustyrk, „er sök- um fátæktar, vanheilsu, atvinnu- skorts eða af öðrum orsökum getur ekki aflað sér þess, er sjálfur hann og skyldulið hans má eigi án vera til lífsframfœrslu, og telst þar til lœkn- islijálp og aðhjúkrun í veikindum, enda verði eigi bœtt úr þöif hans á annan hátt. Framfærslustyrkur: skal vera svo mikill sem „nauðsyn krefur að dómi sveitarstjórnar eða framfœrslu- nefndar og honum haga svo sem hún telur rétt vera, “ nema öðruvísi sé sérstaklega fyrir mœlt í lögum. Ber að skilja þessi ákvceði svo, að framfœrslunefnd eða sveitarstjórn ákveði styrk til framfœrsluþega og leggi honum styrkinn, annaðhvort í nauðsynjum eða peningum, og er framfærslunefnd eða sveitarstjórn sjálfráð um, hvern veg hún velur í því efni. Henni ber aðeins að gœta þess, að styrkurinn sé nœgur, sem veittur er, og honum hagað þannig að hann komi að fullum notum." (Félagsmál á íslandi, bls. 160-161) Ákvæði íslenskrar löggjafar um almannatryggingar voru afar tak- mörkuð allt fram undir 1936 er lög um alþýðutryggingar tóku gildi. Þá var stigið afgerandi skref í íslenskri félagsþjónustu þar sem leitast var við að tryggja einstaklinginn fyrir því að lenda í fjárhagslegum vanda vegna t.d. sjúkdóma, slysa, elli eða atvinnuleysis í stað framfærsluað- stoðar, sem miðuð var við mat á brýnustu þörfum viðkomandi ein- staklings. (Sveinn Ragnarsson) Framfœrslulög 1947-1991 Ný framfærslulög voru sett 1947 og giltu þau til vorsins 1991. Lögin fjölluðu einkum um fjárhagsaðstoð og hófust með sömu ákvæðum um framfærsluskyldu og lögin frá 1940. Á þessum tíma var sveitfesti enn við lýði og bundin við tvö ár. Þetta þýddi að sá sem hafði notið fjár- hagsaðstoðar í sinni sveit allt að tveimur árum fyrir flutning var þar sveitfastur. Flytti hann milli sveita á þessu tímabili og þæði aðstoð í nýja sveitarfélaginu þá bar gamla sveitar- félaginu þar sem maðurinn var sveitfastur að standa straum af fjár- hagsaðstoðinni allri eða að hluta. Voru því reikningar sendir árvisst milli sveitarfélaga og innheimtur kostnaður vegna þeirra, sem sveit- fastir voru utan dvalarsveitar. í framfærslulögunum lá nokkuð skýrt fyrir hver væri framfærslusveit manns og hvorki fékkst framfærslu- réttur með tímabundinni dvöl í sveit, s.s. vegna náms, né með dvöl á stofnun. Þetta gat þó valdið ýms- um erfiðleikum auk þess að vera niðurlægjandi fyrir þá sem þurftu að leita aðstoðar í nýju sveitarfélagi, einkum vegna ákvæðanna um sveit- festi. Þá var málið ekki síður erfitt gagnvart þeim sem dvöldu lengi eða jafnvel ævilangt á stofnunum eins og t.d. Kópavogshæli. Vistmenn þar þurftu sumir að leita til fæðingar- sveitar ef þeir þurftu á fjárhagsað- stoð að halda, þrátt fyrir að Kópa- vogshælið hefði verið heimili þeirra nánast alla tíð og jafnvel kom fyrir 2 1 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.