Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 14
HEIÐURSBORGARAR Guðmundur Magnússon heiðursborgari Egilsstaðabæjar Á hátíðarfundi bæjarstjómar Eg- ilsstaða hinn 8. júlí sl. var Guð- mundur Magnússon, fyrrverandi sveitarstjóri, kjörinn heiðursborgari Egilsstaðabæjar, en þá var þess minnst að 50 ár voru frá því að fyrsta hreppsnefndin kom saman, eins og frá er skýrt annars staðar í þessu tölublaði. Guðmundur Magnússon er fædd- ur 6. desember 1922 að Hjartarstöð- um í Eiðaþinghá, og voru foreldrar hans hjónin Olöf Guðmundsdóttir og Magnús Sigurðsson er var odd- viti Eiðahrepps um skeið. Guðmundur réðst sem kennari að barnaskólanum á Egilsstöðum árið 1951 og kenndi þar samfellt í 20 ár. Hann var fyrst kosinn í sveitarstjóm árið 1954 og ruddi brautina fyrir fjölda kennara, sem áttu eftir að koma að sveitarstjóm á Egilsstöðum. Þetta var upphaf að 30 ára giftu- samlegum ferli hans sem sveitar- stjórnarmanns, fyrst í hreppsnefnd og síðar sent fyrsti sveitarstjóri Eg- ilsstaðahrepps. Guðmundur var oddviti frá 1966 til 1974 og sveitarstjóri á árunum 1972 til 1985. Hann starfaði sem formaður í stjóm Hitaveitu Egilsstaða og Fella allt frá upphafi 1979 fram til 1994 er hann lét af störfum að eigin ósk. I sögu Egilsstaða, „Frá býli til bæjar“, er Guðmundur kallaður full- trúi þjónustu og þéttbýlisbúa. Hann reyndist fulltrúi allra stétta um lang- an tíma. Hann var sæmdur heiðurs- merki Egilsstaðabæjar á 40 ára af- ntæli hans fyrir störf að sveitar- stjómarmálum. Guðmundur gegndi fjölda trúnað- arstarfa fyrir sveitarfélagið og sveit- arfélögin á Austurlandi og hvar- vetna starfaði hann af samviskusemi og trúmennsku. Guðmundur er þriðji heiðursborg- ari Egilsstaða. Fyrsti heiðursborgar- inn var Sveinn Jónsson, fyrsti odd- viti Egilsstaðahrepps, og 1994 var Sigríður Fanney Jónsdóttir, kona hans, gerð að heiðursborgara á 100 ára afmæli hennar, en hún er jafn- framt elsti borgari bæjarins. BÆKUR OG RIT Egilsstaðabók - Hinn 24. maí sl. voru liðin 50 ár frá því að samþykkt voru á Alþingi „lög um Egilsstaðakauptún í Suður- Múlasýslu", eins og frumvarpið kallaðist í meðförum Alþingis. Af þessu tilefni kom út þennan dag Eg- ilsslaðabók -frá býli til bœjar, sem er saga Egilsstaðahrepps, Egils- staðabæjar og þess þéttbýlis sem myndaðist í landi Egilsstaða á Völl- um á seinni hluta aldarinnar. Egilsstaðabók er rétt um 500 síð- ur og hana prýða á 6. hundrað ljós- myndir bæði svarthvítar og í lit. Bókin skiptist í 20 kafla. Fyrstu fimm kaflamir fjalla um aðdragand- ann að myndun þéttbýlisins og stofnun Egilsstaðahrepps. Næstu 14 frá býli til bæjar kaflar fjalla um afmörkuð svið Egilsstaðasögunnar, s.s. atvinnulíf, fyrirtæki, félög og stofnanir. Ástæða er til að nefna að um bifreiðina í sögu Egilsstaða og ræktun garða og trjáa á Egilsstöðum er fjallað í sér- stökum köflum. í 20. kafla bókar- innar, sem jafnframt er sá lengsti og ber yfirskriftina Ar og dagar í lífi Egilsstaða, er brugðið upp ýmsum myndum úr hálfrar aldar mannlífs- sögu á Egilsstöðum. Sérstök áhersla er þar lögð á fyrstu 10 árin og þátt frumbyggjanna. Ritstjóri Egilsstaðabókar er Bjöm Vigfússon. Á þriðja tug höfunda auk ritstjóra á texta í bókinni - allt frá einnar síðu innskoti upp í veiga- miklar umfjallanir. Af þessum höf- undum má nefna Þorstein P. Gúst- afsson, Vilhjálm Hjálmarsson, Sig- urð Blöndal, Olöfu M. Guðmunds- dóttur, Jón Kristjánsson, Guðrúnu Maríu Kristinsdóttur, Sigurjón Jón- asson og séra Vigfús Ingvar Ingv- arsson. Söfnun mynda og gerð myndatexta var að mestu í höndum Amdísar Þorvaldsdóttur. Sögunefnd Egilsstaða sá um útgáfuna í umboði bæjarstjórnar. Sögunefndina skipa Ólöf M. Guðmundsdóttir, Ármann Halldórsson og Arndís Þorvalds- dóttir. Egilsstaðabók -frá býli til bœjar kostar 4500 krónur og fæst keypt hjá Kaupfélagi Héraðsbúa, Bóka- búðinni Hlöðum í Fellabæ og á skrifstofu Egilsstaðabæjar. Lítið upplag er brátt á þrotum. 204
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.