Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 29
FÉLAGSMÁL að fæðingarhreppar vistmanna væru niðurlagðir. Enn í dag rnunu nokkrir vistmenn Kópavogshælis búa við þennan vanda. Með lögum um fé- lagsþjónustu sveitarfélaga frá 1991 og nýjum lögum um lögheimili frá 1990 einfölduðust málin. Einstakl- ingur á nú rétt til félagsþjónustu þar sem hann á lögheimili og lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu. Aðdragandi setningar fyrstu laga unt félagsþjónustu sveitarfélaga Upp úr 1965 komu fram kröfur um aukinn starfsmannafjölda í fé- lagsþjónustu og samræmda félags- málalöggjöf. Félagsþjónustan skipt- ist á þessum tíma stjómunarlega á milli ríkis og sveitarfélaga og verk- efnum sveitarfélaganna var dreift á fjölda nefnda, bæði lögskipaðra og annarra. Þetta fyrirkomulag leiddi að margra mati til veikrar stöðu málaflokksins innan sveitarfélag- anna og þörf var á heildarstjómun. Ennfremur var félagsþjónustan fá- liðuð og skortur á sérmenntuðu starfsfólki. Arið 1967 var ákveðið að stofna eitt ráð, félagsmálaráð, í Reykjavík, sem fjalla skyldi að nokkm eða öllu leyti um framfærslu-, bamavemdar- og áfengisvamamál. Með ákvörðun- inni var leitast við að koma heildar- skipulagi á félagsmálin innan borg- arinnar undir einni stjóm, sem hefði yfirsýn yfir málaflokkinn innan sveitarfélagsins. Var þess vænst að félagsmálaráðið fengi sterkari stöðu til að koma einstökum málum áfram en hinar einstöku nefndir höfðu haft. Forsendur fyrir framkvæmd samþykktarinnar vom annars vegar aukið sérmenntað starfslið og hins vegar breytt löggjöf. (Sveinn Ragn- arsson) I framhaldi voru gerðar breytingar á framfærslulögunum frá 1947 þannig að félagsmálaráð gæti komið í stað framfærslunefnda og ennfremur heimilað að fela því verkefni bamavemdar- og áfengis- varnanefnda að nokkru eða öllu leyti. Þessi breyting varð stefnu- markandi og tóku mörg sveitarfélög hana sér til fyrirmyndar. Snemma á áttunda áratugnum komu fram hugmyndir um heildar- löggjöf á sviði félagsþjónustu. Á ár- unum 1978 og 1980 voru skipaðar nefndir til að semja frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfé- laga. Það var hins vegar ekki fyrr en með skipun nefndar árið 1986 að fmmvarp leit dagsins ljós sem varð að lögum 1991. Nefndinni var í upphafi eingöngu ætlað að endur- skoða framfærslulögin frá 1947. Þau vom þá löngu úrelt og nægir í þeim efnum að benda á eflingu al- mannatrygginga og lífeyrissjóða. Komist var að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að einskorða lagasetn- inguna við framfærslumál heldur skyldi stefnt að því að semja heild- stæða löggjöf um félagsþjónustu sveitarfélaga. I greinargerð með fmmvarpinu segir að tvær leiðir hafi komið til álita. Önnur að fella öll lög um félagsþjónustu sveitarfélaga saman í einn lagabálk. Hin leiðin var að setja rammalög sem fælu í sér meginreglur en við hlið þeirra laga giltu sérlög, auk þess sem sveitarfélög settu sér sjálf reglur um ákveðna málaflokka. Seinni leiðin var valin og vó þar þyngst að á undanförnum árum höfðu verið sett fjölmörg sérlög inn- an félagsmálalöggjafarinnar, enn- fremur fólu ný sveitarstjórnarlög í sér auknar áherslur á sjálfsákvörð- unarrétt sveitarfélaganna. Ramma- löggjöfin veitti sveitarfélögum frelsi um val á leiðum til að ná fram sett- um markmiðum. Þetta frelsi gerir hins vegar auknar kröfur til lög- gjafans, sveitarstjórnarmanna og starfsmanna unt að tryggja réttarör- yggi og jafnan rétt landsmanna til félagsþjónustu. Eftirtalin atriði voru talin forsenda fyrir rammalöggjöf: 1. Markmið laga séu vel skilgreind. 2. Eftirlitshlutverk ráðuneytis sé tryggt, vandað verði til leiðbein- inga af þess hálfu og málskots- réttur tryggður. 3. Staðgóð þekking sveitarstjómar- manna og starfsmanna á aðstæð- um í sveitarfélaginu og almennri félagsþjónustu. 4. Vönduð vinnubrögð af hálfu sveitarstjórnarmanna og starfs- manna. 5. Stöðugt mat á árangri félagsþjón- ustu í viðkomandi sveitarfélagi til þess að tryggja að hún komi að sem mestu gagni. Ný lög um félagsþjónustu sveitar- félaga voru sett vorið 1991 og tóku þau þegar gildi. II. Meginatríði laga um félagsþjónustu sveitar- félaga og framkvæmd þeirra Markmið laganna er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Við framkvæmd félags- þjónustunnar skal þess gætt að hvetja einstaklinginn til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum, virða sjálfs- ákvörðunarrétt hans og styrkja hann til sjálfshjálpar. Skal það gert með því: a) að bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti, b) að tryggja þroskavænleg uppeld- isskilyrði bama og ungmenna, c) að veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahús- um, stundað atvinnu og lifað sem eðlilegustu lffi, d) að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál. Með félagsþjónustu er átt við margþætta þjónustu og aðstoð í tengslum við eftirtalda málaflokka: félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, málefni barna og ungmenna, mál- efni dagmæðra, þjónustu við aldr- aða, þjónustu við fatlaða, húsnæðis- mál, aðstoð við áfengissjúka og vímugjafavarnir, atvinnuleysis- skráningu og vinnumiðlun. I kjölfar lagasetningarinnar stóð félagsmálaráðuneytið fyrir nám- 2 1 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.