Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 55

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 55
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM ingum því Leikfélag Dalvíkur flutti mörg afar skemmtileg söng- og leikatriði og ljóst er að á Dalvík og í nágrannasveitum búa margir frá- bærir listamenn. Stjórn Eyþings Sigfríður Þorsteinsdóttir, bæjar- fulltrúi á Akureyri, var kosin nýr formaður stjómar Eyþings til eins árs. Þá var Skarphéðinn Sigurðsson, oddviti Bárðdælahrepps, kjörinn nýr aðalmaður í stjórn í stað Einars Njálssonar. Stjórn Eyþings starfsárið 1997-1998 er samkvæmt því þannig skipuð að Sigfríður Þor- steinsdóttir, bæjarfulltrúi á Akur- eyri, er formaður og aðrir í stjórn Pétur Þór Jónasson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, Jóhannes Sigfús- son, oddviti Svalbarðshrepps, Krist- ján Olafsson, forseti bæjarstjórnar Dalvíkur, og Skarphéðinn Sigurðs- son, oddviti Bárðdælahrepps. Kosnir voru á samráðsfund Landsvirkjunar fjórir fulltrúar og jafnmargir til vara og valinn var löggiltur endurskoðandi til eins árs. Næsti aöalfundur á Húsavík I lok fundar bauð Sigurjón Bene- diktsson, forseti bæjarstjómar Húsa- víkur, að næsti aðalfundur Eyþings skyldi haldinn á Húsavík. VERKASKIPTING RÍKIS OG SVEITARFÉ LAGA Undirbúningur hafinn að yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga Eins og frá var skýrt í forustugrein í 1. tbl. þessa árs vom í lok síðasta árs samþykkt á Alþingi lög nr. 161/1996 þess efnis að stefnt skuli að yfirtöku sveitarfélaga á málefnum fatlaðrahinn l.janúar 1999. I framhaldi af því hefur félags- málaráðuneytið í bréfi frá 18. júní sl. beðið sambandið að tilnefna fulltrúa í nefndir sem starfa eiga að undir- búningi yfirfærslunnar. Komið er á fót sérstakri verkefnisstjóm til þess að hafa yfirumsjón með verkefninu og síðan þremur undimefndum til að fjalla um tiltekna þætti, laganefnd, kostnaðamefnd og sérstökum úttekt- arhópi. Er hér gert ráð fyrir svipuðu verk- lagi og við flutning gmnnskólans til sveitarfélaganna. í verkefnisstjómina, sem m.a. á að leysa úr ágreiningsefnum og hafa með höndum lokagerð samninga milli ríkis og sveitarfélaga, hefur stjórnin tilnefnt Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson, forntann sambandsins, og sem varafulltrúa hans Sigríði Stefánsdóttur, varaformann sam- bandsins. I verkefnisstjórninni eiga einnig sæti Halldór Arnason, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, skipað- ur af fjármálaráðherra, og Húnbogi Þorsteinsson, ráðuneytisstjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu, og er hann formaður nefndarinnar. Sérstök laganefnd á að semja ný lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, ný lög um Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins og huga að réttinda- gæslu fatlaðra. 1 hana hefur stjómin skipað Jón Bjömsson, framkvæmda- stjóra menningar-, uppeldis- og fé- lagsmála hjá Reykjavíkurborg, og sem varafulltrúa hans Hjörleif B. Kvaran borgarlögmann. Laganefndin er skipuð átta fulltrú- um. I henni eiga einnig sæti fulltrúar stjómmálaflokkanna, hagsmunasam- taka fatlaðra, samtaka félagsmála- stjóra og samtaka framkvæmdastjóra svæðisskrifstofa fatlaðra auk for- manns sem skipaður er af ráðherra. Kostnaðamefnd er ætlað að meta fjárhagsleg áhrif yfirtöku sveitarfé- laga á þjónustu við fatlaða og gera tillögu um hvernig sveitarfélögum verði bætt þau útgjöld. í hana var til- nefndur Karl Bjömsson, bæjarstjóri Selfosskaupstaðar, og sem varamað- ur hans Garðar Jónsson, deildarstjóri hagdeildar sambandsins. Nefndin er skipuð þremur fulltrú- um. Auk fulltrúa sambandsins skipa hana fulltrúi fjármálaráðuneytisins og fulltrúi félagsmálaráðuneytisins sem er formaður. I undirnefnd kostnaðarnefndar, nefndar um starfsmannamál, sem fjalla á um réttindi starfsmanna sem vinna að málefnum fatlaðra, hefur stjómin tilnefnt Gunnar Rafn Sigur- bjömsson, starfsmannastjóra Hafn- arfjarðarkaupstaðar, sem aðalmann og Lúðvík Hjalta Jónsson, viðskipta- fræðing og starfsmann Launanefnd- ar sveitarfélaga, sem varafulltrúa. I nefndinni á einnig sæti fulltrúi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Uttektarhópnum er ætlað að safna upplýsingum um fjölda fatlaðra í landinu sem skráðir eru hjá svæðis- skrifstofum fatlaðra, um þjónustu þeirra og þarfir fyrir þjónustu. í þann hóp hefur verið skipuð Lára Bjöms- dóttir, félagsmálastjóri Reykjavíkur- borgar, sem aðalmaður og Ólöf Thorarensen, félagsmálastjóri Sel- fosskaupstaðar, sem varafulltrúi. Einnig eiga sæti í hópnum fulltrú- ar hagsmunasamtaka fatlaðra, fram- kvæmdastjóra svæðisskrifstofa fatl- aðra og frá Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins auk formanns sem skip- aður er af ráðherra. 245
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.