Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 55

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 55
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM ingum því Leikfélag Dalvíkur flutti mörg afar skemmtileg söng- og leikatriði og ljóst er að á Dalvík og í nágrannasveitum búa margir frá- bærir listamenn. Stjórn Eyþings Sigfríður Þorsteinsdóttir, bæjar- fulltrúi á Akureyri, var kosin nýr formaður stjómar Eyþings til eins árs. Þá var Skarphéðinn Sigurðsson, oddviti Bárðdælahrepps, kjörinn nýr aðalmaður í stjórn í stað Einars Njálssonar. Stjórn Eyþings starfsárið 1997-1998 er samkvæmt því þannig skipuð að Sigfríður Þor- steinsdóttir, bæjarfulltrúi á Akur- eyri, er formaður og aðrir í stjórn Pétur Þór Jónasson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, Jóhannes Sigfús- son, oddviti Svalbarðshrepps, Krist- ján Olafsson, forseti bæjarstjórnar Dalvíkur, og Skarphéðinn Sigurðs- son, oddviti Bárðdælahrepps. Kosnir voru á samráðsfund Landsvirkjunar fjórir fulltrúar og jafnmargir til vara og valinn var löggiltur endurskoðandi til eins árs. Næsti aöalfundur á Húsavík I lok fundar bauð Sigurjón Bene- diktsson, forseti bæjarstjómar Húsa- víkur, að næsti aðalfundur Eyþings skyldi haldinn á Húsavík. VERKASKIPTING RÍKIS OG SVEITARFÉ LAGA Undirbúningur hafinn að yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga Eins og frá var skýrt í forustugrein í 1. tbl. þessa árs vom í lok síðasta árs samþykkt á Alþingi lög nr. 161/1996 þess efnis að stefnt skuli að yfirtöku sveitarfélaga á málefnum fatlaðrahinn l.janúar 1999. I framhaldi af því hefur félags- málaráðuneytið í bréfi frá 18. júní sl. beðið sambandið að tilnefna fulltrúa í nefndir sem starfa eiga að undir- búningi yfirfærslunnar. Komið er á fót sérstakri verkefnisstjóm til þess að hafa yfirumsjón með verkefninu og síðan þremur undimefndum til að fjalla um tiltekna þætti, laganefnd, kostnaðamefnd og sérstökum úttekt- arhópi. Er hér gert ráð fyrir svipuðu verk- lagi og við flutning gmnnskólans til sveitarfélaganna. í verkefnisstjómina, sem m.a. á að leysa úr ágreiningsefnum og hafa með höndum lokagerð samninga milli ríkis og sveitarfélaga, hefur stjórnin tilnefnt Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson, forntann sambandsins, og sem varafulltrúa hans Sigríði Stefánsdóttur, varaformann sam- bandsins. I verkefnisstjórninni eiga einnig sæti Halldór Arnason, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, skipað- ur af fjármálaráðherra, og Húnbogi Þorsteinsson, ráðuneytisstjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu, og er hann formaður nefndarinnar. Sérstök laganefnd á að semja ný lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, ný lög um Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins og huga að réttinda- gæslu fatlaðra. 1 hana hefur stjómin skipað Jón Bjömsson, framkvæmda- stjóra menningar-, uppeldis- og fé- lagsmála hjá Reykjavíkurborg, og sem varafulltrúa hans Hjörleif B. Kvaran borgarlögmann. Laganefndin er skipuð átta fulltrú- um. I henni eiga einnig sæti fulltrúar stjómmálaflokkanna, hagsmunasam- taka fatlaðra, samtaka félagsmála- stjóra og samtaka framkvæmdastjóra svæðisskrifstofa fatlaðra auk for- manns sem skipaður er af ráðherra. Kostnaðamefnd er ætlað að meta fjárhagsleg áhrif yfirtöku sveitarfé- laga á þjónustu við fatlaða og gera tillögu um hvernig sveitarfélögum verði bætt þau útgjöld. í hana var til- nefndur Karl Bjömsson, bæjarstjóri Selfosskaupstaðar, og sem varamað- ur hans Garðar Jónsson, deildarstjóri hagdeildar sambandsins. Nefndin er skipuð þremur fulltrú- um. Auk fulltrúa sambandsins skipa hana fulltrúi fjármálaráðuneytisins og fulltrúi félagsmálaráðuneytisins sem er formaður. I undirnefnd kostnaðarnefndar, nefndar um starfsmannamál, sem fjalla á um réttindi starfsmanna sem vinna að málefnum fatlaðra, hefur stjómin tilnefnt Gunnar Rafn Sigur- bjömsson, starfsmannastjóra Hafn- arfjarðarkaupstaðar, sem aðalmann og Lúðvík Hjalta Jónsson, viðskipta- fræðing og starfsmann Launanefnd- ar sveitarfélaga, sem varafulltrúa. I nefndinni á einnig sæti fulltrúi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Uttektarhópnum er ætlað að safna upplýsingum um fjölda fatlaðra í landinu sem skráðir eru hjá svæðis- skrifstofum fatlaðra, um þjónustu þeirra og þarfir fyrir þjónustu. í þann hóp hefur verið skipuð Lára Bjöms- dóttir, félagsmálastjóri Reykjavíkur- borgar, sem aðalmaður og Ólöf Thorarensen, félagsmálastjóri Sel- fosskaupstaðar, sem varafulltrúi. Einnig eiga sæti í hópnum fulltrú- ar hagsmunasamtaka fatlaðra, fram- kvæmdastjóra svæðisskrifstofa fatl- aðra og frá Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins auk formanns sem skip- aður er af ráðherra. 245

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.