Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 45

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 45
MÁLEFNI FATLAÐRA við dvalarstað þar sem fötluðum er gefinn kostur á að búa tímabundið og voru geðfatlaðir einkum hafðir í huga þegar ákvæði af þessu tagi var lögfest. Á áfangastöðum fer fram félagsleg hæfing og íbúar fá stuðn- ing og ráðgjöf með það að mark- miði að þeir geti flutt í varanlegri búsetu og lifað sjálfstæðu lífi. Heimili fyrir börrt Börn á aldrinum 0-16 ára sem vegna fötlunar sinnar geta ekki búið í foreldrahúsum skulu eiga kost á búsetu á sérstökum heimilum. Skilyrði fyrir vistun á slíkum heimilum er að hún sé að ósk að- standenda og að leitað hafi verið allra leiða til að veita fjölskyldunni stuðning og ráðgjöf til að annast barnið, t.d. með aðstoð stuðnings- fjölskyldna, skammtímavistun, lið- veislu eða annarri þjónustu. Nokkrum slíkum heimilum hefur verið komið á fót á undanförnum árum fyrir fjölfötluð og einhverf böm þar sem þeim er veitt þjálfun og umönnun miðað við þarfir þeirra. Slfk heimili eru til staðar í Reykjavík, Selfossi og í Hafnarfirði. Stofnkostnaður er greiddur úr Fram- kvæmdasjóði fatlaðra og reksturinn greiðist úr ríkissjóði. Ákvöröun um búsetu Umsóknir um búsetu varðandi þau búsetuúrræði sem að framan hefur verið fjallað um að undan- skildum leiguíbúðum skulu sendar til viðkomandi svæðisskrifstofu sem sér um að meta hver þörf hins fatl- aða er áður en ákvörðun er tekin. Ef búsetuúrræði er á vegum ann- arra aðila en svæðisskrifstofu, þ.e. sveitarfélags, félagasamtaka eða sjálfseignarstofnunar, skal leita samþykkis þess aðila áður en ákvörðun um vistun er tekin í sam- ráði við hinn fatlaða og væntanlegt sambýlisfólk hans. Ef ágreiningur verður um af- greiðslu umsóknar um vistun er hægt að fara með málið til svæðis- ráðs fatlaðra, en svæðisráð eru starf- andi á öllum átta þjónustusvæðum landsins. Þess skal að lokum getið að svæðisskrifstofan á Norðurlandi eystra var lögð niður um sl. áramót þegar þjónusta við fatlaða fluttist frá ríkinu til sveitarfélaga á svæðinu. Ákvörðun um búsetu er þar alfarið á vegum sveitarfélaga. Önnur sveitar- félög sem hafa tekið við þjónustu við fatlaða af ríkinu eru Vestmanna- eyjabær og Homafjarðarbær. 235
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.