Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 48
DÓMSMÁL VSÍ gegn Hafnarfjarðarbæ: Deilt um réttarlega þýðingu yfirlýsingar Guðmundur Benediktsson hdl., bœjarlögmaður í Hafnarfirði Vinnuveitendasamband Islands stefndi Hafnarfjarðarbæ vegna yfirlýsingar sem fylgdi skuldabréfi. Snerist málið um þýðingu yfirlýsingarinnar. Agreiningur var með aðilum málsins hvemig túlka bæri þessa yfirýsingu og hvaða réttarverkanir hún hefði. Hvort um væri að ræða greiðsluávísun án bæjar- ábyrgðar úr tilgreindum verksamningi til greiðslu á skuldabréfinu, sem Hafnarfjarðarbær skyldi annast samkvæmt yfirlýsingunni, eins og bærinn hélt fram, eða hvort í þessari yfirlýsingu fælist einföld ábyrgð bæjarins eða ígildi slíkrar ábyrgðar eins og VSÍ hélt fram í sinni aðalkröfu. Málsatvik Gefið var út skuldabréf til verktakafyrir- tækis að fjárhæð kr. 8.000.000 til 4 ára. Fjár- málastjóri Hafnarfjarðarbæjar aðstoðaði fyr- irtækið við sölu á þessu skuldabréfi og var yfirlýsing sú sem mál þetta snýst um samin og undirrituð í því skyni að gera þetta skuldabréf seljanlegt á verðbréfamarkaði. Fjármálastjóri fyrirtækisins samdi yfirlýs- inguna, sem hljóðaði svo: „Vegna skuldabréfs útgefið 17.12. 1993 af Hymingarsteininum hf. kt. 460493-2269 að nv. kr. 8.000.000 til 4 ára. Bæjarsjóður hefur skv. meðfylgjandi yfirlýsingu sam- þykkt að greiðslur skv. verksamningi milli bæjarsjóðs og Hagvirkis-Kletts frá 28.01. 1994 um hönnun og byggingu dælu- og hreinsistöðva í Hafnarfirði muni renna til að greiða niður umrætt bréf. Verði vanskil á ofangreindu bréfi í framhaldi af þessu mun bæjarsjóður Hafnarfjarðar sjá til þess að bréf þetta verði greitt upp á gengi (ávöxtunarkröfu) og þá jafn- framt hafa rétt að nýta sér bréfið sjálfur á móti áður- nefndum verksamningi. Hagvirki-Klettur hf. samþykkir ofangreinda ráðstöfun á greiðslum úr umræddum verksamningi milli bæjar- sjóðs Hfj. og Hagvirkis-Kletts hf. dags. 28/1 1994. Hafnarfirði 1012 1994 f.h. Hagvirkis-Kletts hf. Sigrún Traustadóttir (sign) f.li. Hafnaifjarðarbœjar Þorsteinn Steinsson (sign) f.h. Handsals hf. Pdlmi Sigmarsson (sign)" Þessi yfirlýsing var hvorki lögð fram í bæjarráði né bæjarstjóm Hafnarfjarðar. Verksamningurinn sem vitn- að er til i yfirlýsingunni gekk ekki eftir af á- stæðum sem varða Hafnarfjarðarbæ. Nióurstaóa héraösdóms Héraðsdómur var fjölskipaður og klofnaði rétturinn í niðurstöu sinni. Meirihluti dóms- ins dæmdi bænum að greiða VSÍ skulda- bréfið með þeim rökum að hið sértæka ákvæði í 3. mgr. yfirlýsingarinnar verði, í ljósi þeirra atvika sem fyrir liggja í máli þessu, að túlka svo, að það feli í sér það samkomulag, að Hafnarfjarðarbæ væri ekki í sjálfsvald sett að fella niður greiðsluskyldu sína sam- kvæmt yfirlýsingunni með viðtökudrætti á framkvæmd- um samkvæmt verksamningnum. Þá segir að ef greiðslur til verktakans hefðu fallið niður vegna atvika sem verk- takinn bar ábyrgð á, hefði ekki verið um frekari greiðslu- skyldu Hafnarfjarðarbæjar að ræða. Astæða þess að ekki varð úr framkvæmd verksamningsins var viljaleysi verk- kaupans, bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Þá segir að engir fyrirvarar haft verið gerðir í verksamningnum eða yfir- lýsingunni, þannig að ætla mætti að nokkur skynsamleg- ur vafi gæti verið á því, að bærinn stæði við verksamn- inginn fyrir sitt leyti og að skuldabréfið mundi greiðast með greiðslum úr honum. Minnihluti dómsins taldi hins vegar að VSÍ geti ekki, eins og hér stendur á, reist greiðsluskyldu Haffiarfjarðar- bæjar á vanefndum bæjarins innan samninga gagnvart þriðja manni, þ.e. á vanefndum bæjarins gagnvart Hag- virki-Kletti hf. á verksamningi, og þar sem hvorki bóta- grundvöllur né bæjarábyrgð hafi verið fyrir hendi beri að sýkna Hafnarfjarðarbæ af öllum dómkröfum VSÍ í mál- inu. Niöurstaöa Hæstaréttar Bæjarráð gat ekki unað við niðurstöðu meirihluta hér- aðsdóms og áfrýjaði málinu því til Hæstaréttar íslands. 238
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.