Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 31
FÉLAGSMÁL unum að greiða fjárhagsaðstoð til einstaklinga og fjölskyldna sam- kvæmt þeim. Sveitarfélögin hafa smátt og smátt sett sér þessar reglur og hafa 70 félagsmálanefndir sent félagsmálaráðuneyti þær. I Reykja- vík og nokkrum stærstu kaupstöð- unum hafa hins vegar verið í gildi reglur um fjárhagsaðstoð í mun lengri tíma, en þessi sveitarfélög settu sér reglurnar án þess að það væri lagaskylda. Félagsmálaráðuneytið hefur unn- ið leiðbeiningar að reglum um fjár- hagsaðstoð. Þessum leiðbeiningum hefur verið dreift til flestra sveitar- félaga og þær kynntar á námskeið- um sem haldin voru á vegum ráðu- neytisins. I tillögum ráðuneytisins er lagt til að lágmarksfjárhagsaðstoð til handa einstaklingi taki mið af fjárhæðum bóta Tryggingastofnunar ríkisins. Miðað er við eftirfarandi bótaflokka: örorkubætur, tekju- tryggingu og heimilisuppbót. Sam- tals nemur þessi fjárhæð nú u.þ.b. kr. 48.000 fyrir einstakling og fer hún hækkandi eftir því sem fjöl- skyldan stækkar. Innan þessarar lág- marksfjárhæðar eiga að rúmast út- gjöld daglegs lífs, s.s. fæði, klæði, ferðakostnaður o.s.frv. Kostnaður vegna húsaleigu bætist við hjá þeim sveitarfélögum sem ekki greiða húsaleigubætur og tillit skal tekið til framfærsluskyldu forsjárlausra for- eldra ef við á. Að auki er lagt til í leiðbeiningunum að tekið sé tillit til sérstakra atvika eða umframkostn- aðar í einstökum málum. Deila má um lágmarksfjárhæðina sem höfð er til viðmiðunar og er hún óneitanlega knöpp. Nokkur sveitarfélög hafa samþykkt ívið hærri lágmarksfjárhæð. Hjá Reykja- víkurborg nemur mánaðarleg fjár- hæð kr. 53.400 fyrir einstakling. Hafa ber í huga að lágmarksfjár- hæðin miðast við bætur Trygginga- stofnunar ríkisins og rétt að benda á að útgreiddar fullar atvinnuleysis- bætur nema nú u.þ.b. kr. 51.600 á mánuði hér á landi. Þykir eðlilegt að fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna sé ekki hærri en atvinnuleysisbætur, hins vegar eru viðbótarbætur vegna hvers bams nokkuð hærri í leiðbein- ingum ráðuneytis en hjá Atvinnu- leysistryggingasjóði. Reykjavíkur- borg veitir ekki aukna fjárhagsað- stoð vegna bama enda ekki reiknað með auknu ráðstöfunarfé vegna þeirra, s.s. bamabótum og meðlags- greiðslum, við útreikning á fjárþörf. Mismunandi fjárhœðir - mismun- andi reglur Reglur sveitarfélaganna, hvers og eins, leiða til þess að fjárhagsaðstoð getur verið mismunandi til einstakl- inga og fjölskyldna sem búa við svipaðar aðstæður. Dæmi má taka um bamlausan einstakling, sem býr einn. leigir á almennum markaði (kr. 28.000) og fær u.þ.b. hálfar at- vinnuleysisbætur (kr. 24.910). Hann myndi fá eftirfarandi fjárhagsað- stoð: Reykjavík kr. 36.686 Neskaupstaður kr. 37.024 Selfoss kr. 35.512 Akranes kr. 39.832 Akureyri kr. 42.875 Reykjanesbær kr. 36.800 Kópavogur kr. 29.481 (80% aðstoðar fyrstu 3 mán.) eða 36.432 (að loknum 3 mán.). Húsaleigubótum hefur verið bætt við þar sem þær em greiddar, en hjá hinum sveitarfélögunum er tekið ákveðið tillit til húsaleigukostnaðar við mat á fjárþörf. Munurinn á milli sveitarfélaganna getur síðan aukist við flóknari fjölskylduaðstæður. T.d. greiðir Reykjavíkurborg hæstu fjárhæð til einstæðs foreldris með tvö börn ntiðað við ákveðnar for- sendur, en Selfoss lægstu. Hjón með tvö börn á framfæri myndu einnig fá hæstu greiðsluna í Reykjavík en minnst annaðhvort á Selfossi eða á Akranesi, eftir aðstæðum. Hafa ber í huga að reglumar hjá hverju sveitar- félagi um sig geta ennfremur falið í sér ýmsar heimildir til að veita sér- staka aðstoð í undantekningartilvik- um, en ekki eru tök á að greina nán- ar frá þeim hér. I töflunum sem hér fylgja eru birtar tölulegar upplýsingar um fjár- hagsaðstoð sveitarfélaganna. A 1. töflu sést hvemig viðtakend- ur fjárhagsaðstoðar á árabilinu 1987 til 1995 skiptast eftir fjölskyldugerð, annað hvert ár er talið með frá 1987 til 1993. Fjölmennasti hópurinn er einstæðir karlar án bama og em þeir tæp 39% allra viðtakenda fjárhags- aðstoðar árið 1995, næst koma ein- stæðar konur með böm. Heimilum sem nutu fjárhagsaðstoðar fjölgaði um 20% milli 1992 og 1993, um 13% milli 1993 og 1994 og 11,5% á milli 1994 og 1995, en fjöldi heim- ila á öllu tímabilinu hefur ríílega tvöfaldast. 1. tafla. Viðtakendur fjárhagsaðstoðar eftir fjöiskyldugerö 1987-1995 Alls Einst. karlar meö börn Einst. karlar án barna Einst. konur meö börn Einst. konur án barna Hjón/ sambf. meö börn Hjón/ sambf. án barna Fjöldi heimila 1987 100 1,9 36,6 26,7 22,5 7,9 4,3 2.739 1989 100 2,3 32,5 29,8 20,8 10,6 4,0 3.666 1991 100 2,0 32,4 29,1 18,0 10,8 7,7 3.674 1993 100 2,0 34,9 29,0 17,0 12,8 4,2 4.767 1994 100 2,0 36,0 26,5 17,6 13,0 4,9 5.397 1995 100 1,5 38,6 27,2 17,2 10,8 4,7 6.017 (Sveitarsjóðareikningar, 1992, 1993, 1994 og 1995, Hagstofa íslands.) 22 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.