Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 24
RAÐSTEFNUR Guörún Jónsdóttir: Hreinleiki landsins og náttúru er þaö verðmætasta sem ísland getur boöiö feröamönnum. að sveitarstjómarmenn gætu gert til að bæta umhverfi og aðstöðu fólks til að fólk vildi setjast að á viðkom- andi stað. Guðrún Jónsdóttir sagði frá starfi sínu að markaðsmálum í ferðaþjón- ustu í Borgarfirði. Hún sagði m.a. mikilvægt að einstök svæði reyndu að sérhæfa sig og byggja upp trú- verðuga ímynd. Þannig eru Borgar- fjörður og Mýrar að leggja áherslu á sögu og menningu í tengslum við uppbyggingu ferðaþjónustu á svæð- inu. Hún sagði mikilvægt að þeir sem leggja stund á ferðaþjónustu, byggi á ákveðnu þema, líkt og gert er á því svæði sem hún starfar á, og haldi trúverðugleika sínum. Þetta at- riði sé ekki síst mikilvægt þegar gert er út á hreinleika landsins og náttúru sem er sennilega eitt það verð- mætasta sem ísland getur boðið ferðamönnum. Úrslitaatriöi í samkeppn- isstööu íslands um fólkiö Undir þessum lið héldu erindi Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri (HA), Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, og Sigurður Tómas Björgvinsson, deildarstjóri hjá Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna. Þorsteinn Gunn- arsson sagði frá þróun Háskólans á Akureyri sem á 10 ára ferli sínum hef- ur lagt mikla áherslu á að þjóna og starfa með at- vinnulífinu, ekki síst á landsbyggð- inni. Mikill meiri- hluti þeirra nema sem þaðan útskrif- ast starfar á lands- byggðinni. Hann gerði að umræðu- efni uppbyggingu framhaldsskólanna sem hann taldi að legðu um of áherslu á bóklegt nám á kostnað verknáms. Þá ræddi hann um möguleika á fjarkennslu og reynslu Verkmenntaskólans á Akur- eyri á því sviði, svo og samvinnu HA og HÍ. Hann lagði mikla áherslu á að nota möguleikana í fjarskipta- og tölvutækni til að færa háskóla- nám nær þeim svæðum sem fjærst liggja núverandi háskólastofnunum en það eru Vestfirð- ir og Austfirðir. Hann lýsti Háskól- ann á Akureyri reiðubúinn til að koma að skipulagn- ingu þess starfs í samvinnu við heimamenn og stjómvöld. Inga Jóna Þórðar- dóttir fjallaði um hlutverk höfuðborg- arsvæðisins í byggðarþróuninni. Hún lagði áherslu á mikilvægi þess fyrir þjóðina að hafa sterka höfuðborg, þar væri m.a. aðal- snertiflöturinn við útlönd. Sagði hún að til höfuðborgar- svæðisins sækti fólk einfaldlega af því að það vilji búa þar og vilji fólksins hafi í stórum dráttum ráðið þróuninni. Hún spáði því að eftir 20 ár verði íbúafjöldi höfuðborgar- svæðisins, sem þá nái til Borgar- ness, Selfoss og Keflavíkur, 230-240 þúsund manns eða um 75% af heildaríbúafjölda landsins sem er áætlað að verði þá 306 þús- und. Mikið atvinnuleysi í Reykjavík er orðið viðvarandi og taldi hún að íbúasamsetning Reykjavíkur væri að verða óhagstæð miðað við önnur sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Þannig væm t.d. tekjur í Reykjavík lægri en í þessum sveitarfélögum og álagið á félagsþjónustu meira. Ekki ætti hið opinbera að styrkja atvinnu- líf á landsbyggðinni umfram það sem gert verði með almennum að- gerðum, t.d. vegna einstakra at- vinnugreina. Hún sagði áhrifamestu byggðastefnuna felast í því að minnka afskipti ríkisins af atvinnu- lífinu. Sigurður Tómas Björgvinsson fjallaði um það hvemig við héldum í hæfasta fólkið. Bæði ræddi hann það út frá einstökum stöðum og svæðum innanlands og svo hvemig Islendingar sem þjóð geta haldið í Inga Jóna Þórðardóttir: Mikilvægt er fyrir þjóöina aö eiga sterka höfuöborg - tii mótvægis viö útlönd. 2 1 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.