Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Side 18

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Side 18
SKIPULAGSMÁL verndarbeltanna eru stærstu ósnortnu víðerni Islands. Almennt séð er stefnt að því að halda hvers konar mannvirkjagerð í lágmarki á ntiðhálendinu en þess í stað beina henni á jaðarsvæði há- lendisins. Verndarbeltin og mann- virkjabeltin koma ekki fram sem sérstakir landnotkunarþættir á skipulagsuppdrætti, en eru engu að síður leiðbeinandi og stefnumark- andi varðandi alla ntannvirkjagerð og afmörkun hvers konar vemdar- svæða á hálendinu. A náttúruverndarsvæðum er stefnt að því að settar verði ákveðn- ar reglur sem takmarka hvers konar mannvirkjagerð, umferð og um- gengni, jafn sumar sem vetur. Helstu mannvirkjabelti miðhá- lendisins eru tvö og liggja þvert yfir hálendið um Sprengisand og Kjöl, þar sem eru flutningsæðar raforku og umferðar auk uppistöðulóna. A Suðurlandi em einnig þvertengingar meðfram Byggðalínu um Fjalla- bakssvæði að virkjunum á Tungnár- svæðinu og þaðan til vesturs með Hvalfjarðarlínu sunnan Langjökuls. Á mannvirkjabeltunum eru einnig helstu þjónustusvæði ferðamanna. Vegslóöi á hálendinu. Friösæld á fjöllum, Landmannalaugar. Ljósmyndirnar meö greininni tók ímynd. Guö- mundur Ingólfsson. aða eða fjallabaksleiðir. Þjónustustaðir fyrir ferðamenn eru flokkaðir í fjóra flokka: jaðar- miðstöðvar, hálendismiðstöðvar, skálasvæði og fjallasel. Jaðarmiðstöðvar em eins og orðið gefur í skyn í jaðri hálendisins í góðu vegasambandi og að jafnaði í rekstri allt árið. Sem dæmi um jað- armiðstöð má nefna Húsafell, Áfangafell, Möðrudal og Hólaskjól við Lambaskarðshóla. Hálendismiðstöðvar em við aðal- fjallvegi og þar er reiknað með al- hliða þjónustu við ferðamenn, m.a. vetrarumferð, veiðimenn, hesta- menn og skíðafólk. Sem dæmi um hálendismiðstöðvar má nefna Hveravelli, Laugarfell á Fljótsdals- afrétti og Versali. Skálasvæði eru einnig í góðu vegasambandi en þjónusta minni. Fjallaselin eru hins vegar í tak- mörkuðu eða engu vegasambandi. Fjallaselin eins og miðstöðvar og skálar eiga, a.m.k. að hluta til, að vera opin fyrir almenning í öryggis- skyni. Megináhersla er lögð á gistingu í Aðalfjallvegirnir eru stofnvegir hálendisins sem verða byggðir sem góðir sumarvegir og ár brúaðar. Fjallvegir eru tengivegir og eru einkurn ferðamannaleiðir innan hér- 208

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.