Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 49

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 49
DÓMSMÁL Hæstiréttur sýknaði Hafnarfjarðarbæ með svofelldum rökum: „Hin umrædda yfirlýsing frá 10. febrúar 1994 fól í sér greiðsluávísun á þann veg, að endurgjald áfrýjanda sam- kvæmt verksamningi við Hagvirki-Klett hf. frá 28. janú- ar 1994 skyldi jafnóðum og það félli í gjalddaga renna til þess að greiða niður skuldabréfrð frá 17. desember 1993. Um þetta hlutverk yfirlýsingarinnar er ekki ágreiningur. Á hinn bóginn greinir aðila á um það, hvort hún hafi jafnframt verið ábyrgðaryfirlýsing af hálfu áfrýjanda í því tilviki að vanskil yrðu á bréfinu. I 4. mgr. 89. gr. sveitarstjómarlaga nr. 8/1986 er lagt bann við því að binda sveitarsjóð við sjálfskuldarábyrgð á skuldbindingum annarra aðila en stofnana sveitarfé- lagsins. Samkvæmt 5. mgr. getur sveitarstjóm hins veg- ar veitt einfalda ábyrgð til annarra aðila gegn trygging- um, sem hún metur gildar. Eftir 4. mgr. 71. gr. laganna skal framkvæmdastjóri sveitarfélagsins undirrita skjöl varðandi ábyrgðir eða skuldbindingar, sem samþykki sveitarstjómar þarf til. Meta verður yfirlýsinguna frá 10. febrúar 1994 í ljósi þessara lagaákvæða. Auðsætt er, að yfirlýsingin gat aldrei falið í sér sjálf- skuldarábyrgð áfrýjanda, enda tengdist hún ekki skuld- bindingu stofnunar á vegum sveitarfélagsins. Ekkert er- indi var lagt fyrir bæjarstjóm, svo að hún gæti tekið af- stöðu til þess, hvort hún vildi veita einfalda ábyrgð á greiðslu skuldabréfsins frá 17. desember 1993 gegn full- gildum tryggingum, og bæjarstjóri ritaði ekki undir yfir- lýsinguna. Máttu Handsal hf. og stefndi ekki gera ráð fyrir því, að yfirlýsingin gæti við svo búið falið í sér ann- að og meira en ávísun á greiðslur samkvæmt umræddum verksamningi. Af orðum yfirlýsingarinnar sjálfrar verður heldur ekki ráðið, að henni hafi verið ætlað annað hlut- verk en að tryggja, að unnt yrði að ná greiðslu á skulda- bréfinu með því að halda eftir af þeim verklaunum, sem verktaki ynni samkvæmt verksamningnum. Verður að skilja þriðja málslið hennar svo, að skuldbinding áfrýj- anda um hugsanlega innlausn á bréfinu væri við það miðuð, að hann gæti nýtt sér innlausnarfjárhæðina á móti greiðslum til verktaka samkvæmt samningnum. Verksamningurinn 28. janúar 1994 var milli Hagvirk- is-Kletts hf. og áfrýjanda og var hann ekki skuldbindandi gagnvart stefnda. Þá gat stefndi ekki treyst því við kaup á skuldabréfinu, að samningurinn gengi eftir samkvæmt efni sínu, og hefur honum ekki tekist að sýna fram á, að af framkvæmd verksins hafi ekki orðið vegna atvika, er geri áfrýjanda bótaskyldan gagnvart honum. Samkvæmt framansögðu ber að sýkna áfrýjanda af öllum kröfum stefnda.“ HEIÐURSBORGARAR Bæring Cecilsson heiðursborgari í Grundarfirði í tilefni hátíðarinnar 100 ár í Nes- inu, sem frá var skýrt í 2. tölublaði í ár, kaus hreppsnefnd Eyrarsveitar Bæring Cecilsson heiðursborgara í Grundarfirði vegna framlags hans til varðveislu sögu staðarins - í mynd- um. Bæring Cecilsson er sonur hjón- anna Kristínar Runólfsdóttur og Cecils Sigurbjarnarsonar. Hann er fæddur 24. mars 1923 að Búðum undir Kirkjufelli í Eyrarsveit, þar sem hann bjó allt til 1945 en þá fluttist hann ásamt móður sinni og systkinum í Grundarfjörð. Allt frá því Bæring eignaðist sína fyrstu myndavél, tæplega tvítugur að aldri, hefur hann unnið að því í tómstundum sínum að festa á filmu atburði líðandi stundar, menn og muni í Eyrarsveit. Hann hefur enn- fremur unnið að því að „koma Grundarfirði á kortið“, eins og sagt er, því hann er löngu þjóðkunnur fyrir fréttamyndir sínar úr Grundar- firði. „Ohætt er að segja að Bæring hafi með ljósmyndum sínum og kvik- myndum skráð sögu Eyrarsveitar því myndirnar hans Bærings veita Grundfirðingum ómetanlegan fróð- leik um forfeður sína og fyrri tíð. Fyrir þetta viljum við heiðra hann nú,“ sagði Björg Ágústsdóttir, sveit- arstjóri Eyrarsveitar, er hún afhenti Bæring áletraðan skjöld hinn 26. júlí. Og hún sagði ennfremur: „Bær- ing er öllum Grundfirðingum kunn- ur. í Grundarfirði er ekki haldin skemmtun eða viðburður, án þess að hann komi með myndavélina sína - í það minnsta eina, oft tvær, og jafn- vel þrjár, til þess að festa á filmu augnablik sem ekki koma aftur.“ 239
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.