Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 16
SKIPULAGSMAL í Landmannalaugum. lendi. Mestu skiptir að nýtingin sé á þann veg að ákvarðanir séu teknar að vel athuguðu máli, jafnvægi haldist og manngert umhverfi styrki náttúrulegt umhverfi frekar en eyði- leggi það. Náttúran er og verður breytileg og huga þarf að því hvað gerist ef hún er látin afskiptalaus eða hvemig inngrip mannsins getur breytt náttúrulegu umhverfi. A 115. löggjafarþingi Islendinga 1991-92 var lagt fram frumvarp til laga unt stjóm skipulags- og bygg- ingarmála á miðhálendinu. Þar var m.a. gert ráð fyrir að umhverfisráð- herra léti gera tillögu að mörkum miðhálendisins og að skipuð yrði sérstök fimm manna stjórnarnefnd sem færi með byggingar- og skipu- lagsmál á því svæði. I nefndinni áttu að sitja tveir fulltrúar samkvæmt til- nefningu Sambands íslenskra sveit- arfélaga og þrír fulltrúar tilnefndir af ráðherra. Samkvæmt frumvarp- inu hefðu skipulags- og byggingar- mál á miðhálendinu alfarið verið tekin úr höndum sveitarstjórna. Frumvarp þetta mætti mikilli mót- spyrnu þegar mælt var fyrir því á Alþingi og ákvað Eiður Guðnason, sem þá var umhverfisráðherra, að draga það til baka. Arið 1993 var skeytt ákvæði til bráðabirgða við skipulagslög nr. 19/1964, sem gerði kleift að mynda sérstaka samvinnunefnd til að vinna tillögu að skipulagi miðhálendis Is- lands. Samkvæmt lögum þessum nr. 73/1993 skipa þær 12 héraðsnefndir sem liggja að miðhálendinu hver um sig einn fulltrúa í samvinnu- nefnd en umhverfisráðherra skipar formann hennar. Aður en þetta ákvæði kom til hefði samvinnunefnd um gerð svæðisskipulags á miðhálendinu samkvæmt skipulagslögunum verið skipuð tveimur fulltrúum frá hverju þeirra u.þ.b. 40 sveitarfélaga sem liggja að miðhálendinu auk for- manns frá skipulagsstjóm ríkisins. I þeirri nefnd hefðu því átt sæti um 80 manns og hefði hún varla verið starfhæf. í árslok 1993 höfðu héraðsnefndir skipað fulltrúa sína í nefndina og umhverfisráðherra skipaði Snæ- björn Jónasson, fyrrverandi vega- málastjóra, fonnann nefndarinnar. Nefndin bauð út þessa skipulags- vinnu með aðstoð Ríkiskaupa og var í kjölfar þess samið við Land- mótun ehf.: Gísla Gíslason, Yngva Þór Loftsson og Einar E. Sæmund- sen landslagsarkitekta. Eftirfarandi meginmarkmið voru m.a. höfð að leiðarljósi: Heildarstefna verði mörkuð í leyfisveitingum fyrir mannvirkja- gerð á hálendinu og áhrif hennar á umhverfið jafnan metin. Landslag og ásýnd svæðisins verði varðveitt sem best, þar með talið: gróður og lífríki, náttúru- og menningarminjar. Vegakerfið verði skilgreint og lagfært og reynt að koma í veg fyrir akstur utan vega. Sýnd verði virkjanasvæði og land ætlað undir uppistöðulón og línu- lagnir framtíðarinnar. Ferðantál á hálendinu verði skil- greind, hálendismiðstöðvum og þyrpingum fjallaskála valin svæði og aðstaða ferðamanna bætt. Skipulagi verði komið á sorp- og frárennslismál. Náttúruverndarsvæði verði skil- greind og landgræðslusvæði sýnd. Samvinnunefndin hélt fyrsta fund sinn í janúar 1994 og í maí 1997 gekk hún frá tillögu að svæðisskipu- lagi til auglýsingar. A vinnslutíma var náið samstarf með nefndinni og hlutaðeigandi sveitarstjórnum sem fara með stjóm skipulags- og bygg- ingarmála í héraði. Nefndin og ráð- gjafar hennar höfðu einnig náið samráð við notendur svæðisins og hagsmunaaðila, t.d. sveitarfélög, stofnanir, félög og félagasamtök. Á uppdrætti og í greinargerð er sýnd heildarstefna til 20 ára í land- notkun á miðhálendinu. Þegar fyrir liggur samþykkt svæðisskipulag af miðhálendinu er gert ráð fyrir að framkvæmd þess verði í höndum viðkomandi sveitarfélaga, þannig að hálendisskipulagið sé rökrétt fram- hald af svæðis- og aðalskipulagi í byggð. Gert er ráð fyrir að skipulag- ið verði endurskoðað þegar og ef forsendur þess breytast. 206

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.