Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Side 54

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Side 54
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM Aöalfundurinn fagnaöi starfsemi Háskólans á Akureyri sem nú hefur starfaö í réttan Sigfríöur Porsteinsdóttir, nýr formaöur áratug. Myndin sýnir Sólborgarsvæöiö sem veröur framtíöaraösetur skólans. Eyþings. Ljósmynd Páll A. Pálsson. fái tækifæri til að þroskast í sam- starfi og eðlilegri samkeppni. Aðalfundur Eyþings telur að með stofnun Háskólans á Akureyri hafi verið stigið stórt skref til eflingar landsbyggðar. Aðalfundurinn bendir á að frekari efling skólans sé nauð- synlegur þáttur til styrktar menntun og atvinnulífi á landsbyggðinni. Aðalfundur Eyþings ámar skólan- um allra heilla á 10 ára afmæli hans á þessu ári. Þróuii byggðar á Islandi Aðalfundurinn samþykkti loks til- lögu þar sem lögð var sérstök áhersla á að stjórnvöld noti niður- stöður rannsókna Félagsvísinda- stofnunar Háskóla Islands á ástæð- um búferlaflutninga til stefnumörk- unar í byggðamálum og að stjórn- völd standi við og fylgi eftir stefnu- mótandi byggðaáætlun þegar hún liggur fyrir. Lagabreytingar Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, gerði grein fyrir tillögu að lagabreytingum sem hann vann ásamt Guðnýju Sverrisdóttur, sveit- arstjóra Grýtubakkahrepps, og Reinhard Reynissyni, sveitarstjóra Þórshafnarhrepps. Þessar breytingar vom samþykktar en þær varða eink- um tímalengd stjómarsetu og tíma- setningu aðalfunda. I tengslum við lagabreytingarnar fór fram mikil umræða um hlutverk Eyþings, sér- staklega um þátttöku í rekstri á verkefnum sveitarfélaganna. Umhverfismál í sveitar• félögum Þrír fyrirlesarar fjölluðu um um- hverfismál seinni fundardaginn í afar athyglisverðum erindum: Skógrœkt sem þáttur í byggðar- þróun Dr. Þröstur Eysteinsson, fagmála- stjóri Skógræktar ríkisins, flutti fróðlegt og skemmtilegt erindi um skógrækt og landgræðslu og þátt hennar í landgræðslu- og umhverf- ismálum. Hann rakti sögu skógrækt- ar á Islandi, tilgang, hugmyndafræði og framtíðarhorfur. Umhverfismál á svœði heiina- manna Sveinbjöm Steingrímsson, bæjar- tæknifræðingur á Dalvík, gerði grein fyrir þeim málaflokkum innan sveitarfélagsins sem falla undir um- hverfismál. Hann benti á þau um- skipti sem urðu þegar farið var að leggja bundið slitlag á götur. Einnig benti hann á þau jákvæðu umhverf- isáhrif sem hitaveita Dalvíkur hefur. Þá lýsti hann þróun undanfarinna ára í hinum ýmsu málaflokkum um- hverfismála, t.d. friðlandi Svarfdæla og Fólkvanginum í Böggvisstaða- fjalli. sorphirðu og sorpförgun, nýt- ingu ræktarlanda og ekki síst frá- veitumálum sem eru næsta stóra verkið í framkvæmdum sveitarfé- lagsins. Landgrœðsla, landnýting og ásýnd lands Guðrún Lára Pálmadóttir, héraðs- fulltrúi Landgræðslunnar á Norð- austurlandi, rakti uppbyggingu og skipulag Landgræðslu ríkisins og lýsti þeim markmiðum og leiðum sem helstar eru. Þá lýsti hún starf- semi héraðsmiðstöðvar Landgræðsl- unnar á Norðurlandi eystra sem er á Húsavík. Hún lýsti í stórum dráttum ástandi landsins hvað varðar land- rof, rannsóknaraðferðum og aðferð- um við mat á ástandi landsins. Hátíöarkvöldveróur Að kvöldi fyrri fundardagsins var að venju haldinn hátíðarkvöldverður þar sem heimamenn skipulögðu dagskrá. Ekki brugðust þeir vænt- 244

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.