Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 38
F RÆÐS LUMÁL setu, félagslegrar þjónustu og menntunar. Könnunin var gerð í tíu sveitarfélögum. Greint er frá framhaldsskólakönn- uninni í skýrslu nr. 2 um heima- byggðina fyrir alla (Johnsen 1996 b). Könnunin var framkvæmd á vor- önn 1995 sem viðtalskönnun við skólameistara í samráði við kenn- ara. Sú leið var valin að fjalla um ntálefni allra nemenda sem þurfa á sérkennslu að halda. Einungis hluti af þeim myndi greinast með fötlun. Ekki hefur verið reynt í þessari skýrslu að greina sundur eða bera saman nemendur með fötlun og aðra nemendur með sérkennsluþarf- ir. Aðalmarkmiði könnunarinnar var skipt í fjóra þætti. Þættirnir voru þeir sömu og í könnun sem varðaði grunnskólann (Johnsen 1996 a). Einnig var reynt að hafa spuming- arnar eins líkar og mögulegt var miðað við að þessi tvö menntunar- stig eru í mörgu ólík. Var þetta gert til að auðvelda samanburð milli skólastiga. Aðalmarkmiðin voru: • Að kanna þróun og stöðu sér- kennslumála í heimabyggð. • Að athuga sérstaklega hvernig ábyrgð skiptist/er álitið að skiptist milli aðila sem vinna að sérkennslu- málum. • Að kanna þróun og stöðu sam- vinnu um þjónustu við nemendur sem fá sérkennslu innan sveitarfé- lags og landsfjórðungs. • Að leita eftir hugmyndunt þeirra sem vinna að þessum málum um áframhaldandi þróun. Mikilvægt er að hafa í huga að könnun sent þessi greinir einungis frá hluta af þróun og stöðu sér- kennslumála. Eg vil hér benda sér- staklega á nokkrar takmarkanir. í þessari könnun er í fyrsta lagi leitast við að greina frá staðreynd- um sem varða þróun og stöðu sér- kennslumála í framhaldsskólum eins landshluta. I öðru lagi er greint frá túlkun, viðhorfum og mati skóla- meistara og samstarfsaðila til þróun- ar, stöðu og framtíðarmöguleika í sérkennslu. Hvort þessar skoðanir samsvara þeim raunveruleika sem nemendur með sérkennsluþarfir búa við og er túlkað eins af þeim og að- standendum þeirra hefur ekki verið athugað, en það gæti verið efni í aðra könnun. Sá munur er á grunnskóla og framhaldsskóla að öllum ber skylda til að stunda grunnskólanám meðan þátttaka í framhaldsnámi er frjáls. Mun færri nemendur stunda fram- haldsskólanám en grunnskólanám. Þessi könnun hefur ekki náð til þeirra sem velja að stunda ekki framhaldsskólanám eða falla brott úr því. Astæða er til að halda að fjölmargir nemendur með sér- kennsluþarfir séu meðal þeirra. Stutt samantekt á heild- arniöurstööum I könnunarskýrslunni var greint frá upplýsingum um stöðu þessa þáttar með áherslu á hvemig ábyrgð skiptist milli aðila sem vinna að sér- kennslumálum, hvort og þá hvemig kennsla nemenda með sérkennslu- þarfir er skipulögð og viðhorf til kennslu nemenda með sérkennslu- þarfir. Auk þess var leitað eftir hug- myndum um áframhaldandi þróun í þessum málaflokki. Af þeim upplýsingum sem fram komu eru eftirfarandi atriði sérstak- lega athyglisverð: □ Framhaldsskólar á Austurlandi eru frekar fámennir skólar. Fjöldi nemenda í áföngum er ekki mikill. Aðstæður til að kynnast nemendum, námsþörfum þeirra, líðan og félags- legri stöðu ættu því að vera ákjósan- legar til að skipuleggja nám við hæfi nemenda með sérkennsluþarf- ir. Þessi skoðun kann að stangast á við niðurstöður könnunar sem gerð var nýverið, þar sem brottfall nem- enda var borið saman við m.a. stærð skólanna (Baldur Gíslason 1996). Fjallað verður nánar um þetta síðar í greininni. □ Skólamir eru heimavistarskólar. Það má leiða getum að því að ein ástæða þess að sumir nemendur með sérkennsluþarfir fara ekki í framhaldsnám sé að þeir treysti sér ekki til að flytja að heiman. I sum- um tilvikum verður að reikna með töluverðum aukakostnaði til þess að skapa aðstæður við hæfi nemenda í heimavist. □ Mikil vöntun er á menntuðum sérkennurum og námsráðgjöfum. Margir starfandi kennarar hafa þó sýnt þessum málaflokki áhuga með því að sækja tíu eininga kynningar- námskeið á vegum Kennaraháskóla Islands á sviði sérkennslu. □ Vinnuálag kennara dreifist ójafnt milli skóla og virðist geta verið kennslu við hæfi nemenda fjötur um fót í sumum skólum. □ Ekki var sótt um sérkennslu- stundir í öllum skólum. Lítið var leitað eftir ráðgjöf. Oöryggi virtist ríkja um hvar ætti að leita ráðgjafar um sérkennslumál. □ Kennsla við hæfi einstakra nem- enda, námsskrárgerð, sveigjanlegt kennsluskipulag og samstarf innan og utan skólans vegna kennslu nem- enda með sérkennsluþarfir virðist vera á byrjunarstigi. Nokkur til- raunaverkefni og upplýsingasöfnun hafði verið unnin, en samræmdar aðgerðir og varanlegar úrlausnir virtust vera af skornum skammti. Framkomnar aðgerðir vekja þó áhuga og mætti kynna betur. Auk sérkennslu voru nefndar eftirtaldar ráðstafanir til að skapa skilyrði til náms við hæfi (Fjöldi viðmælenda sem nefna hvert atriði er skráður með tölu innan sviga fyrir aftan hvert atriði): □ fomám (3) □ einstaklingskennsla við hæfi (2) □ einstaklingsviðtöl (2) □ ráðgjöf (2) □ möguleikar á að fjölga tímum í áföngum (1) □ sérverkefni(1) □ starfsdeild (1) □ samstarf starfsdeildar og atvinnu- lífs(l) □ hljóðbækur (1) □ „samhjálp nemenda" skipulögð (1) 228
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.