Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 30
FÉLAGSMÁL skeiðum um framkvæmd félags- þjónustu sveitarfélaga. Var leitast við að kynna starfsmönnum félags- málanefnda, sveitarstjómarmönnum svo og öðrum er málið var skylt meginþætti velferðarsamfélagsins og helstu ákvæði hinna nýju laga. Alls voru haldin 12 námskeið víða um landið. Hér á eftir verða helstu þættir laga um félagsþjónustu sveitarfélaga raktir og gerð grein fyrir fram- kvæmd þeirra. F élagsmálanefndir Sveitarfélag ber ábyrgð á félags- þjónustu innan sinna marka og skal sveitarstjóm kjósa félagsmálanefnd eða félagsmálaráð til að sjá um framkvæmd þjónustunnar. Sveitar- félög geta unnið saman á þessum vettvangi og hefur félagsmálaráðu- neytið hvatt minni sveitarfélögin til að sameinast um félagsmálanefndir í því skyni að þeim reynist auðveld- ara að veita viðunandi félagsþjón- ustu. Ráðuneytið hefur fengið upp- lýsingar um skipanir í 80 félags- málanefndir. A sex svæðum á land- inu hafa sveitarfélög sameinast um félagsmálanefnd og er um að ræða 25 sveitarfélög. Standa því rúmlega 100 sveitarfélög að þessum félags- málanefndum. Víða fara félags- málanefndir með fleiri verkefni en umsjón með félagsþjónustu og lengi vel fóru flestar félagsmálanefndir kaupstaðanna með verkefni barna- vemdarnefnda, en með sameiningu barnaverndarnefnda yfir stærri svæði hefur orðið breyting á þar sem þær taka til stærri svæða en fé- lagsmálanefndimar. T.d. hefur verið skipuð ein bamaverndarnefnd yfir allan Skagafjörð en þar hefur ekki farið fram sameining um verkefni félagsmálanefnda. Engu að síður er enn algengt að félagsmálanefndir fari ennfremur með verkefni bama- verndarnefnda og áfengisvarna- nefnda og fer þriðjungur þeirra með þau verkefni samhliða félagsþjón- ustunni. Félagsmálanefndunum eru falin fjölþætt verkefni sem em skilgreind í 11. grein laganna, m.a. að fara með stjóm og framkvæmd félags- þjónustunnar, gera tillögur til sveit- arstjómar um stefnumörkun á sviði félagsþjónustu í sveitarfélaginu, veita upplýsingar um þjónustu og veita einstaklingum og fjölskyldum inargþætta aðstoð. Það er afar mis- jafnt hversu vel félagsmálanefndum tekst að rækja þessi einstöku verk- efni og ræður líklega stærð sveitar- félaganna sem að baki þeim standa mestu þar um. Starfslið sem hefur umsjón með félagsþjónustu Eins og kunnugt er eru 165 sveit- arfélög á íslandi og eru þau afar misvel í stakk búin til að veita lög- bunda félagsþjónustu. Reykjavíkur- borg ásamt ílestum kaupstöðunum og nokkrum öðrum svæðum sker sig úr hvað þetta varðar, en þar er þjónusta skipulögð og sérhæfð í mismiklum mæli. Til að hægt sé að veita reglubundna félagsþjónustu, og ef til vill bamavemd samhliða, er nauðsynlegt að þjónustan sé skipu- lögð svæðisbundið með þátttöku a.m.k. 800-1000 manna samfélags, sem gefur möguleika á að starfs- maður sé ráðinn. í lögum um félagsþjónustu sveit- arfélaga er ekki að finna fortakslaust ákvæði um að sveitarfélög ráði til sín sérstakt starfslið til að sinna fé- lagsþjónustu. Einungis er kveðið á um að leitast skuli við að gefa kost á félagslegri ráðgjöf og að nefndirn- ar skuli leitast við að hafa á að skipa menntuðu starfsfólki í félagsráðgjöf eða á hliðstæðu sviði. A hinn bóg- inn er rétt að benda á að ef félags- málanefndir fara með verkefni bamaverndarnefndar skulu þær að fenginni heimild sveitarstjómar ráða til sín sérhæft starfslið og skal við það miðað að hægt sé að veita for- eldrum, forráðamönnum barna og stofnunum, er annast uppeldi, við- hlítandi ráðgjöf, fræðslu og leið- beiningar, sbr. lög um vemd bama og ungmenna. Segja má að skipu- lögð félagsþjónusta í einhverri mynd standi til boða í þeim sveitar- félögum þar sem félagsmálastjóri eða annar starfsmaður vinnur sér- staklega að félagsþjónustu. Eins og áður er greint frá hefur félagsmálaráðuneytið hvatt minni sveitarfélögin til að sameinast unt félagsmálanefndir í þeim tilgangi að tryggja að þau geti tekist á við fram- angreind verkefni. Langflest stærstu sveitarfélaganna hafa ráðið til sín sérhæft starfslið og eru 28 félags- málastjórar starfandi í landinu. Margir kaupstaðanna hafa komið á laggirnar sérstökum félagsmála- stofnunum, sem hafa yfir að ráða fleira starfsliði, en nokkur fjölmenn sveitarfélög hafa enn ekki ráðið til sín starfsfólk til að hafa umsjón með félagsþjónustunni. I Reykjavík starfa 60 manns við umsjón og ráð- gjöf vegna félagsþjónustu, 7 starfa hjá Reykjanesbæ, 2,5 á Akranesi og 6 á Akureyri, svo að dæmi séu nefnd. Öll sveitarfélög í V-Húna- vatnssýslu hafa sameinast um fé- lagsþjónustuna og hafa ráðið til sín félagsráðgjafa til að hafa umsjón með henni. Hitt er ljóst að langflest rninni sveitarfélaganna veita ekki skipulagða þjónustu, nema félags- lega heimaþjónustu. Fjárhagsaðstoð - reglur sveitar- félaganna „Skylt er hverjum manni að fram- færa sjálfan sig, maka sinn og böm yngri en 18 ára.“ Þannig hljóðar 1. mgr. 19. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Hér hefur töluverð breyting orðið á frá tímum Grágásar þar sem framfærsluskyldan náði langt fram eftir frændleggnum. Orðalagið í 21. gr. á sér langa sögu en þar segir: „Fjárhagsaðstoð á veg- um sveitarfélags skal vera svo mikil sem nauðsyn krefur.“ A sama hátt var kveðið í framfærslulögum frá 1940 svo og í lögunum frá 1947. Greinin skýrir sig að mestu leyti sjálf, en hverju sveitarfélagi er jafn- framt skylt að setja sér reglur um fjárhagsaðstoð og ber sveitarfélög- 220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.