Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 23
RAÐSTEFNUR sem hann greindi einstök byggðar- lög í flokka eftir því hvort búseta sé traust eða byggð í hættu. Gerði hann þá grein fyrir samningum sem gerð- ir hafa verið milli Byggðastofnunar og rekstraraðila atvinnuráðgjafar í einstökum landshlutum um sérstakt átak í atvinnuþróunarmálum. I því sambandi lagði hann áherslu á svo- kallað héraðaforræði þar sem frum- kvæði heimamanna væri virkjað til framfara fyrir viðkomandi svæði. Atvinnuþróun í dreifbýli Skotlands Dr. Kenneth MacTaggart hjá Highlands and Islands Enterprise, atvinnuþróunarfélagi í Skotlandi, skýrði í afar athyglisverðum fyrir- lestri frá starfsemi og áherslum fé- lagsins og aðstæðum á starfssvæði þess og bar það saman við Island. Á svæðinu hafði fólki verið að fækka frá því á síðustu öld en fyrir um 20-30 árum snerist þróunin við og íbúunum hefði fjölgað aftur. At- vinnulífið hefur verið að byggjast upp og samsetning þess breyst sam- hliða. Árstíðabundið atvinnuleysi er talsvert. Iðnaðarframleiðsla er fjöl- breytt, mikið er um smáfyrirtæki og einyrkjavinnu. Áhersla er á ferða- mennsku, m.a. eru kostaðar af félag- inu úrbætur á gönguleiðum fyrir ferðamenn til að gera hálendið að- gengilegra. Hann nefndi að álveri hefði nýlega verið lokað og því breytt í yfirbyggða hlaupabraut og innanhúss-æfingaaðstöðu fyrir fjallaklifur. Fjarskiptatæknin hefur verið notuð til að skapa störf á svæðinu. Það hefur ekki gerst sjálf- krafa heldur hefur mikið fé verið lagt í uppbyggingu ljósleiðarakerfis og verið hefur rnikil eftirfylgni og aðstoð við að korna upp búnaði hjá fyrirtækjum og einstaklingum til fjarvinnslu ýmiss konar fyrir fjarlæg svæði, s.s. London. Nú er verið að undirbúa háskóla í Skosku Hálönd- unum sem byggist á fjarkennslu og því fjarskiptakerfi sem þegar hefur verið byggt upp. I lok erindis síns sagði MacTaggart að í sífellt eins- leitari heimi gæti verið kostur að Egill Jónsson kynnir islandskort sem sýnir hvort grundvöllur er fyrir búsetu í framtiðinni í hinum einstöku byggöarlögum: Grænu héruðin: „Grundvöllur búsetu traustur". Bleiku hér- uöin: „Byggö í hættu". vera lítill og öðru- vísi og vísaði í því sambandi til Islands og Skotlands. Breytt alþjóöa■ umhverfi - nýir möguleikar Fyrirlestrakafli sem bar ofan- greinda yfirskrift var fyrstur á dag- skránni 23. apríl. Þar höfðu framsögu Albert Jónsson, deildarstjóri í for- sætisráðuneytinu, Hólmar Svansson, innkaupastjóri hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna (SH) á Akureyri, og Guðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsráðs Borgamess. Albert Jónsson rakti þróun al- þjóðakerfisins og áhrif hennar á ís- land, aukið vægi umhverfismála og möguleika sem felast í þeim miklu breytingum sem orðið hafa á síðast- liðnum 10 árum, sérstaklega í Evr- ópu. Meginniðurstaða Alberts var sú að um flest væru alþjóðlegar að- stæður Islendinga hagstæðar en að það væri undir okk- ur komið að nýta þau tækifæri sem bjóðast. Hólmar Svansson fjallaði um þá möguleika og þær takmarkanir sem eru samfara sam- skiptum innan og milli fyrirtækja með aðstoð tölvu- og fjarskiptatækninnar. Hann notaði reynslu Sölumið- stöðvar hraðfrysti- húsanna til hlið- sjónar í fyrirlestrin- um en SH hefur ný- lega sett upp starfs- stöð á Akureyri sem hefur náin samskipti við móðurfyrirtækið í Reykjavík, útibú erlendis og tengda aðila víða urn heim. Forsenda þess- ara flutninga um fjarskiptakerfið er aðgangur að ljósleiðarasambandi. Hann fjallaði uin skipulag í fjar- skiptum og hefðbundnum samgöng- um og loks um það sem hann taldi Porsteinn Gunnarsson: Háskólinn á Akureyri leggur áherslu á aö starfa meö atvinnulífinu á landsbyggöinni. 2 1 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.