Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 34
FÉLAGSMÁL um þegar velferð fjölskyldna er höfð í huga, ekki síst til að tryggja farsælar uppeldisaðstæður barna. Sveitarstjórnum ber því, svo sem kostur er, að tryggja framboð á leiguhúsnæði, félagslegu kaupleigu- húsnæði og félagslegum eignaríbúð- um. Ennfremur ber þeim að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum. Hér er einkum átt við bráðan vanda á með- an unnið er að varanlegri lausn. Sveitarfélögin eru afar misvel í stakk búin til að veita íbúunum lið- sinni í húsnæðismálum, en í sumum þeirra er sáralítið framboð af leigu- húsnæði og dæmi eru um að fjöl- skyldur flytjist burtu úr sveitarfélög- um vegna húsnæðisleysis. Þetta get- ur m.a. bitnað alvarlega á skóla- göngu bama. Með setningu laga urn húsaleigu- bætur var landsmönnum tryggður að nokkru leyti almennur réttur til húsaleigubóta. Sveitarfélögum er hins vegar í sjálfsvald sett hvort þau greiða húsaleigubætur. Ríkið tekur að sér að greiða 60% af kostnaði húsaleigubóta á móti 40% hlut sveitarfélaga. Fjárhæð húsaleigu- bóta fer eftir tekjum einstaklings, fjölskyldustærð og fjárhæð leigunn- ar. Hámark bótanna er kr. 21.000 á mánuði. Greiðsla húsaleigubóta hófst í ársbyrjun 1995 og greiddu þá 28 sveitarfélög húsaleigubætur, á árinu 1996 voru þau orðin 35 og á þessu ári munu 39 greiða húsaleigu- bætur. Þau sveitarfélög sem ekki greiða húsaleigubætur þurfa engu að síður að taka tillit til húsaleigu- kostnaðar við útreikning og greiðslu fjárhagsaðstoðar, svo sem fyrr er greint frá. Húsaleigukostnaður er allstór hluti fjárhagsaðstoðar sveit- arfélaganna, en ekki eru fyrirliggj- andi nákvæmar upplýsingar þar að lútandi fyrir landið allt. Málsmeðferð hjá félagsmála- nefndum I lögum um félagsþjónustu sveit- arfélaga eru allítarleg ákvæði um málsmeðferð. Þetta er einn mikil- vægasti hluti laganna og hefur hann leitt til verulega bættra vinnubragða. Áhersla er lögð á að félagsmála- nefnd kanni aðstæður umsækjenda um aðstoð svo fljótt sem auðið er, öflun gagna og annarra upplýsinga sé unnin í samvinnu við umsækj- endur eftir því sem kostur er og að niðurstaða máls sé kynnt svo fljótt sem auðið er. Ef niðurstaðan er um- sækjanda óhagstæð skal hún skýrð og rökstudd og honum tilkynnt tryggilega. Getur hann krafist skrif- legs rökstuðnings og ef um skerð- ingu á réttindum er að ræða skal niðurstaðan ævinlega vera rökstudd skriflega. Þessi atriði eru nú til- greind í stjómsýslulögum, sem öðl- uðust gildi árið 1994. Umsækjandi aðstoðar á rétt á að kynna sér skráð gögn sem varða mál hans. Þá ber fulltrúum félags- málanefnda og starfsmönnum þeirra að varðveita málsgögn er varða per- sónulega hagi með tryggilegum hætti og er þeim óheimilt að ræða þau mál við óviðkomandi aðila nema með samþykki skjólstæðings. Verður nánar fjallað um trúnaðar- skylduna hér á eftir í tengslum við úrskurðamefnd félagsþjónustu. Málskot til úrskurðarnefndar félagsþjónustu Úrskurðamefnd félagsþjónustu er sérstakur óháður aðili, sem ætlað er að treysta réttaröryggi þeirra sem njóta félagsþjónustu sveitarfélaga. Nefndin tók til starfa skömmu fyrir áramótin 1991/1992. Ákvörðunum félagsmálanefndanna er hægt að skjóta til úrskurðarnefndar félags- jrjónustu og er frestur til að koma máli til nefndarinnar fjórar vikur. Málskotið frestar ekki framkvæmd hinnar kærðu ákvörðunar. Hafa ber í huga að eingöngu er hægt að skjóta ákvörðunum félagsmála- nefndanna til úrskurðamefndar, en ekki ákvörðunum starfsmanna eða vinnufunda. Rétt er að vekja athygli á því að ekki er hægt að skjóta öll- um ákvörðunum félagsmálanefnda til úrskurðamefndar og tekur nefnd- in eftirtalin atriði til umfjöllunar: 1. Öll atriði er varða málsmeð- ferð, sbr. XVI. kafla. 2. Hvort samþykkt þjónusta sé í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og viðkomandi reglur sveitarstjómar. 3. Öll atriði um rétt til þjónustu og aðstoðar, sbr. IV. kafla. Eins og áður er fram komið ber sveitarfélögum að setja sér reglur um fjárhagsaðstoð og félagslega heimaþjónustu. Snúist umsókn um þá þjónustu sker nefndin úr um hvort þeim reglum hafi verið fylgt. Sama á við ef sveitarfélag hefur sett sér reglur um aðra þætti félagsþjón- ustunnar. Hins vegar hefur það ekki ævinlega raunhæfa þýðingu að fela nefndinni að úrskurða um hvort skjólstæðingur skuli fá tiltekna að- stoð eða þjónustu og tekur nefndin því eingögnu fyrir fyrrgreind atriði. Úthlutun leiguhúsnæðis á vegum sveitarfélags verður t.d. ekki skotið til úrskurðamefndar félagsþjónustu nema ef ágreiningsefnið snýst um málsmeðferð. Á árinu 1996 bárust úrskurðar- nefnd félagsþjónustu 74 erindi og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt ár frá ári: 3 erindi bámst árið 1991, 10 árið 1992, 16 árið 1993, 45 árið 1994 og 70 árið 1995. Á fyrstu árum nefndarinnar hnekkti hún um 50% ákvarðana félagsmálanefnd- anna og fól þeim að taka þau mál upp að nýju. Á árinu 1996 var 13% ákvarðana hnekkt. Félagsmálaráðu- neytið hefur sent sveitarfélögunum alla úrskurði nefndarinnar, sem telja má að geti veitt þeim upplýsingar og leiðbeiningar um afgreiðslu mála og málsmeðferð. Langflest erindin sem borist hafa úrskurðarnefnd snúast um fjárhæð fjárhagsaðstoðar, ennfremur hefur verið kært vegna málsmeðferðar og réttar til aðstoðar. Verður nú greint frá efni nokkurra úrskurða þar sem niðurstöðu félagsmálanefndar/ráðs var hnekkt. 224
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.