Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 36
FÉLAGSMÁL MINNINGARORÐ allmörg minni sveitarfélög samein- ast um félagsþjónustu og er sú leið skynsamleg ef menn hyggja ekki á sameiningu sveitarfélaga. Að lokum eru hér kynnt markmið um félagsþjónustu og barnavernd sem verðugt er að stefna að á lands- byggðinni: 1. Að raunhæf félagsþjónusta og bamavemd verði veitt í nálægð við fjölskyldur og öflugt bamavemdar- starf verði í öllum landshlutum. 2. Að fjölskyldur og einstaklingar þurfi ekki að leita til margra aðila vegna félagslegra eða sálrænna erf- iðleika. 3. Að félagsþjónustan og barna- vemdarstarf verði skipulagt svæðis- bundið með þátttöku a.m.k. 800 - 1000 manna samfélaga með það fyrir augum að starfsmaður verði ráðinn. 4. Að starfsmenn hafi menntun og reynslu til að skipuleggja og veita félagslega þjónustu. Heimildir: Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveit- arfélaga lagt fyrir Alþingi 1990-1991. Gísli Agúst Gunnlaugsson: Omagar og ut- angarðsfólk, Fátækramál Reykjavíkur, 1786-1907. Reykjavík: Sögufélag, 1982. Jón Jóhannesson: íslendingasaga, I. Þjóð- veldisöld, Almenna bókafélagið, 1956. Jónas Guðmundsson: „Fátækraframfærslan á Islandi" í Félagsmál á íslandi, ritstj.: Jón Blöndal, félagsmálaráðuneytið, Reykjavík 1942. Könnun á framkvæmd félagsþjónustu sveitarfélaganna. Obirtar niðurstöður, fé- lagsmálaráðuneytið, nóv. 1996. Sveitarsjóðareikningar, Hagstofan, 1992-1995. Sveinn Ragnarsson: „Félagsleg þjónusta undanfarið og framundan. Yfirlit um þróun og horfur“ í Félagsleg þjónusta undanfarið og framundan, Samband ís- lenskra sveitarfélaga, 1985. Þórir Þorgeirsson, oddviti Laugardalshrepps Þórir Þorgeirsson, oddviti Laugardals- hrepps, varð bráð- kvaddur á heimili sínu að Reykjum á Laugarvatni hinn 25. júní sl. Útför hans var gerð frá Skálholtskirkju 4. júlí en hann var jarðaður á Laugar- vatni. Þórir hafði átt sæti í hreppsnefnd frá árinu 1970 og verið oddviti sama tíma eða í 27 ár. Hann var nær átt- ræður er hann féll frá og var þá elst- ur starfandi oddvita á landinu. Þórir var fæddur á Hlemmiskeiði á Skeiðum 14. júlí árið 1917 og átti sjö systkini. Hann lauk prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1938, íþróttakennaraprófi frá Iþróttaskóla Björns Jakobssonar á Laugarvatni 1941 og stundaði síðar framhaldsnám í íþróttafræðum í Danmörku, Noregi og í Svíþjóð. Hann var kennari við Héraðsskól- ann á Laugarvatni 1941-1943 og jafnframt stundakennari við barna- skólann þar, 1941-1948, Hússtjóm- arskóla Suðurlands, 1943-1949, Menntaskólann að Laugarvatni, 1953-1969, íþróttaskóla Bjöms Jak- obssonar, 1941-1943, og íþrótta- kennaraskóla íslands á Laugarvatni frá 1943 til 1983 er hann lét af kennslu. Þórir tók sæti í hreppsnefnd Laugardalshrepps árið 1970 og varð þá þegar oddviti. Því embætti gegndi hann til dauðadags eða sam- tals í 27 ár, eins og áður segir. Hann var fulltrúi hreppsins í sýslunefnd Ámessýslu frá árinu 1978 til 1988 og í framhaldi af því í héraðsnefnd Árnesinga. Þá sat hann af hálfu hreppsins í stjórn Heilsugæslustöðvar- innar í Laugarási, sem hefur rekið heilsugæslusel að Laugarvatni frá ár- inu 1986. Einnig var hann í samstarfs- nefnd hreppanna í uppsveitum Árnes- sýslu. Hann átti sæti í skólanefndum Hússtjórnarskóla Suðurlands 1974-1986 og Hér- aðsskólans á Laug- arvatni 1978-1991. Hann var hreppstjóri Laugardals- hreppsfrá 1972 til 1987. Áuk kennslustarfa á Laugarvatni stundaði Þórir um langt árabil þjálf- un og kennslu í sundi og öðrum íþróttum víða urn land, þjálfaði og stýrði íþróttafólki Héraðssambands- ins Skarphéðins m.a. á landsmótum, stjómaði glímusýningu á heimsmóti skáta í París 1947, var í stjórn Iþróttamiðstöðvar Iþróttasambands íslands (ÍSÍ) á Laugarvatni frá stofnun hennar. Hann var heiðursfé- lagi Skarphéðins og Körfuknatt- leikssambands Islands og var sæntdur gullmerki ISI og Ung- mennafélags íslands. Eftirlifandi eiginkona Þóris er Esther Kristinsdóttir íþróttakennari. Þau eignuðust fimm börn sem nú em uppkomin. I 4. tbl. Sveitarstjórnarmála árið 1994 birtist ítarlegt samtal við Þóri þar sem hann sagði frá starfí sínu að málefnum Laugardalshrepps. Hreppsnefnd Laugardalshrepps hefur nú kosið Guðmund Rafnar Valtýsson, skólastjóra gmnnskólans á Laugarvatni, oddvita hreppsins. 226
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.