Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 36
FÉLAGSMÁL MINNINGARORÐ allmörg minni sveitarfélög samein- ast um félagsþjónustu og er sú leið skynsamleg ef menn hyggja ekki á sameiningu sveitarfélaga. Að lokum eru hér kynnt markmið um félagsþjónustu og barnavernd sem verðugt er að stefna að á lands- byggðinni: 1. Að raunhæf félagsþjónusta og bamavemd verði veitt í nálægð við fjölskyldur og öflugt bamavemdar- starf verði í öllum landshlutum. 2. Að fjölskyldur og einstaklingar þurfi ekki að leita til margra aðila vegna félagslegra eða sálrænna erf- iðleika. 3. Að félagsþjónustan og barna- vemdarstarf verði skipulagt svæðis- bundið með þátttöku a.m.k. 800 - 1000 manna samfélaga með það fyrir augum að starfsmaður verði ráðinn. 4. Að starfsmenn hafi menntun og reynslu til að skipuleggja og veita félagslega þjónustu. Heimildir: Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveit- arfélaga lagt fyrir Alþingi 1990-1991. Gísli Agúst Gunnlaugsson: Omagar og ut- angarðsfólk, Fátækramál Reykjavíkur, 1786-1907. Reykjavík: Sögufélag, 1982. Jón Jóhannesson: íslendingasaga, I. Þjóð- veldisöld, Almenna bókafélagið, 1956. Jónas Guðmundsson: „Fátækraframfærslan á Islandi" í Félagsmál á íslandi, ritstj.: Jón Blöndal, félagsmálaráðuneytið, Reykjavík 1942. Könnun á framkvæmd félagsþjónustu sveitarfélaganna. Obirtar niðurstöður, fé- lagsmálaráðuneytið, nóv. 1996. Sveitarsjóðareikningar, Hagstofan, 1992-1995. Sveinn Ragnarsson: „Félagsleg þjónusta undanfarið og framundan. Yfirlit um þróun og horfur“ í Félagsleg þjónusta undanfarið og framundan, Samband ís- lenskra sveitarfélaga, 1985. Þórir Þorgeirsson, oddviti Laugardalshrepps Þórir Þorgeirsson, oddviti Laugardals- hrepps, varð bráð- kvaddur á heimili sínu að Reykjum á Laugarvatni hinn 25. júní sl. Útför hans var gerð frá Skálholtskirkju 4. júlí en hann var jarðaður á Laugar- vatni. Þórir hafði átt sæti í hreppsnefnd frá árinu 1970 og verið oddviti sama tíma eða í 27 ár. Hann var nær átt- ræður er hann féll frá og var þá elst- ur starfandi oddvita á landinu. Þórir var fæddur á Hlemmiskeiði á Skeiðum 14. júlí árið 1917 og átti sjö systkini. Hann lauk prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1938, íþróttakennaraprófi frá Iþróttaskóla Björns Jakobssonar á Laugarvatni 1941 og stundaði síðar framhaldsnám í íþróttafræðum í Danmörku, Noregi og í Svíþjóð. Hann var kennari við Héraðsskól- ann á Laugarvatni 1941-1943 og jafnframt stundakennari við barna- skólann þar, 1941-1948, Hússtjóm- arskóla Suðurlands, 1943-1949, Menntaskólann að Laugarvatni, 1953-1969, íþróttaskóla Bjöms Jak- obssonar, 1941-1943, og íþrótta- kennaraskóla íslands á Laugarvatni frá 1943 til 1983 er hann lét af kennslu. Þórir tók sæti í hreppsnefnd Laugardalshrepps árið 1970 og varð þá þegar oddviti. Því embætti gegndi hann til dauðadags eða sam- tals í 27 ár, eins og áður segir. Hann var fulltrúi hreppsins í sýslunefnd Ámessýslu frá árinu 1978 til 1988 og í framhaldi af því í héraðsnefnd Árnesinga. Þá sat hann af hálfu hreppsins í stjórn Heilsugæslustöðvar- innar í Laugarási, sem hefur rekið heilsugæslusel að Laugarvatni frá ár- inu 1986. Einnig var hann í samstarfs- nefnd hreppanna í uppsveitum Árnes- sýslu. Hann átti sæti í skólanefndum Hússtjórnarskóla Suðurlands 1974-1986 og Hér- aðsskólans á Laug- arvatni 1978-1991. Hann var hreppstjóri Laugardals- hreppsfrá 1972 til 1987. Áuk kennslustarfa á Laugarvatni stundaði Þórir um langt árabil þjálf- un og kennslu í sundi og öðrum íþróttum víða urn land, þjálfaði og stýrði íþróttafólki Héraðssambands- ins Skarphéðins m.a. á landsmótum, stjómaði glímusýningu á heimsmóti skáta í París 1947, var í stjórn Iþróttamiðstöðvar Iþróttasambands íslands (ÍSÍ) á Laugarvatni frá stofnun hennar. Hann var heiðursfé- lagi Skarphéðins og Körfuknatt- leikssambands Islands og var sæntdur gullmerki ISI og Ung- mennafélags íslands. Eftirlifandi eiginkona Þóris er Esther Kristinsdóttir íþróttakennari. Þau eignuðust fimm börn sem nú em uppkomin. I 4. tbl. Sveitarstjórnarmála árið 1994 birtist ítarlegt samtal við Þóri þar sem hann sagði frá starfí sínu að málefnum Laugardalshrepps. Hreppsnefnd Laugardalshrepps hefur nú kosið Guðmund Rafnar Valtýsson, skólastjóra gmnnskólans á Laugarvatni, oddvita hreppsins. 226

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.