Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 64

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 64
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA Annars staðar í þessu tölublaði segir frá breytingum á stjórnsýslu Homafjarðarbæjar, sem bæjarstjóm- in samþykkti hinn 19. desember 1996. Bæjarskrifstofum var skipt upp í stjórnsýslusvið og fjármála- svið. Fræðslu- og menningarmálin eru á fræðslu- og menningarsviði, heilbrigðis-, öldmnar- og félagsmál- um var slegið saman í heilbrigðis- og félagsmálasvið og skipulags-, byggingar- og umhverfismál eru á tækni- og umhverfissviði. Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs Horna- fjarðarbæjar Anna Sigurð- ardóttir við- skiptafræðingur er framkvæmda- stjóri stjórn- sýslusviðs Hornafjarðar- bæjar. Anna er fædd 30. ágúst 1961 og eru foreldrar hennar Aðalheiður Geirsdóttir vefnaðarkennari og Sig- urður Hjaltason, fyrrum sveitarstjóri á Homafirði og framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi. Anna lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1987 og mastersprófi í opinberri stjómsýslu (MPA) frá Maxwell School of Cit- izenship and Public Affairs við Syracuse University í Bandaríkjun- um árið 1990. Hún starfaði, aðallega í sumar- afleysingum, á bæjarskrifstofum Hornafjarðar frá 1976-1989. Frá 1991-1995 starfaði hún sem spari- sjóðsstjóri við Sparisjóð Horna- fjarðar og nágrennis. Vegna yfir- töku sveitarfélagsins á allri heil- brigðis- og öldrunarþjónustu af rík- inu réðst hún til Homafjarðarbæjar sem framkvæmdastjóri Skjólgarðs og hefur starfað þar frá árinu 1995. Sem aðstoðarmaður bæjarstjóra gegndi Anna starfi bæjarstjóra frá 7. apríl til 25. júní í ár meðan bæjar- stjóri var í námsleyfi frá störfum. Ásta Halldóra Guð- mundsdóttir fram- kvæmdastjóri fjármála- sviðs Hornafjarðarbæjar Ásta Halldóra Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri fjármála- sviðs, er fædd 27. febrúar 1955 og eru foreldrar hennar Sigrún Eiríksdóttir húsfreyja og Guðmund- ur Jónsson byggingameistari. Ásta lauk samvinnuskólaprófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1976. Hún starfaði á skrifstofu Kaupfélags Austur-Skaftfellinga 1976-1978. Hún hefur síðan starfað hjá Homafjarðarbæ og þar af sem bæjarritari frá árinu 1986. Eiginmaður Ástu er Guðjón Pétur Jónsson loðdýrabóndi og eiga þau tvær dætur. Stefán Ólafsson fram- kvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Hornafjarðarbæjar Stefán Ólafs- son er fram- kvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Hornafjarðar- bæjar. Stefán er fæddur 15. ágúst 1947 og eru for- eldrar hans Guðný Pétursdóttir verkakona og Ólafur Guðmundsson, fyrrv. útibússtjóri kaupfélagsins Fram. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1970 og BA- prófi í félagsvísindum frá Háskóla Islands 1975 og 1. stigi skipstjómar- náms frá Heppuskóla í Homafirði 1979. Stefán hefur stundað sjómennsku í tuttugu sumur ýmist sem háseti, matsveinn, stýrimaður eða skip- stjóri. Frá 1975 hefur hann kennt við Heppuskóla, aðallega íslensku. Frá byrjun þessa skólaárs hefur hann gegnt stöðu aðstoðarskóla- stjóra. Eiginkona Stefáns er Ástríður Sveinbjömsdóttir bankastarfsmaður og eiga þau þrjú böm. Helgi Már Pálsson fram- kvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Horna- fjarðarbæjar Helgi Már Pálsson er fram- kvæmdastjóri tækni- og um- hverfissviðs Hornafjarðar- bæjar. Hann er fæddur 3. apríl 1958 og eru foreldrar hans Sigur- laug Jónsdóttir húsfreyja og Páll Indriðason, fyrrv. vélstjóri. Helgi lauk námi í húsasmíði frá Iðnskólanum á Akranesi 1977 og sveinsprófi í sömu grein 1979. Hann hóf nám í byggingatæknifræði í Danmörku 1983 og lauk BS-prófi í þeirri grein 1987 frá Tækniskóla Is- lands. Helgi vann hjá Verkfræðistofu Stanleys Pálssonar 1987-1992 og rak síðan sjálfstæða tækniþjónustu til ársins 1994. Hann var byggingar- fulltrúi og bæjartæknifræðingur hjá Eskifjarðarkaupstað þar til hann hóf störf hjá Homafjarðarbæ sem bæjar- verkfræðingur haustið 1996. 254
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.