Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 64

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 64
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA Annars staðar í þessu tölublaði segir frá breytingum á stjórnsýslu Homafjarðarbæjar, sem bæjarstjóm- in samþykkti hinn 19. desember 1996. Bæjarskrifstofum var skipt upp í stjórnsýslusvið og fjármála- svið. Fræðslu- og menningarmálin eru á fræðslu- og menningarsviði, heilbrigðis-, öldmnar- og félagsmál- um var slegið saman í heilbrigðis- og félagsmálasvið og skipulags-, byggingar- og umhverfismál eru á tækni- og umhverfissviði. Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs Horna- fjarðarbæjar Anna Sigurð- ardóttir við- skiptafræðingur er framkvæmda- stjóri stjórn- sýslusviðs Hornafjarðar- bæjar. Anna er fædd 30. ágúst 1961 og eru foreldrar hennar Aðalheiður Geirsdóttir vefnaðarkennari og Sig- urður Hjaltason, fyrrum sveitarstjóri á Homafirði og framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi. Anna lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1987 og mastersprófi í opinberri stjómsýslu (MPA) frá Maxwell School of Cit- izenship and Public Affairs við Syracuse University í Bandaríkjun- um árið 1990. Hún starfaði, aðallega í sumar- afleysingum, á bæjarskrifstofum Hornafjarðar frá 1976-1989. Frá 1991-1995 starfaði hún sem spari- sjóðsstjóri við Sparisjóð Horna- fjarðar og nágrennis. Vegna yfir- töku sveitarfélagsins á allri heil- brigðis- og öldrunarþjónustu af rík- inu réðst hún til Homafjarðarbæjar sem framkvæmdastjóri Skjólgarðs og hefur starfað þar frá árinu 1995. Sem aðstoðarmaður bæjarstjóra gegndi Anna starfi bæjarstjóra frá 7. apríl til 25. júní í ár meðan bæjar- stjóri var í námsleyfi frá störfum. Ásta Halldóra Guð- mundsdóttir fram- kvæmdastjóri fjármála- sviðs Hornafjarðarbæjar Ásta Halldóra Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri fjármála- sviðs, er fædd 27. febrúar 1955 og eru foreldrar hennar Sigrún Eiríksdóttir húsfreyja og Guðmund- ur Jónsson byggingameistari. Ásta lauk samvinnuskólaprófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1976. Hún starfaði á skrifstofu Kaupfélags Austur-Skaftfellinga 1976-1978. Hún hefur síðan starfað hjá Homafjarðarbæ og þar af sem bæjarritari frá árinu 1986. Eiginmaður Ástu er Guðjón Pétur Jónsson loðdýrabóndi og eiga þau tvær dætur. Stefán Ólafsson fram- kvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Hornafjarðarbæjar Stefán Ólafs- son er fram- kvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Hornafjarðar- bæjar. Stefán er fæddur 15. ágúst 1947 og eru for- eldrar hans Guðný Pétursdóttir verkakona og Ólafur Guðmundsson, fyrrv. útibússtjóri kaupfélagsins Fram. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1970 og BA- prófi í félagsvísindum frá Háskóla Islands 1975 og 1. stigi skipstjómar- náms frá Heppuskóla í Homafirði 1979. Stefán hefur stundað sjómennsku í tuttugu sumur ýmist sem háseti, matsveinn, stýrimaður eða skip- stjóri. Frá 1975 hefur hann kennt við Heppuskóla, aðallega íslensku. Frá byrjun þessa skólaárs hefur hann gegnt stöðu aðstoðarskóla- stjóra. Eiginkona Stefáns er Ástríður Sveinbjömsdóttir bankastarfsmaður og eiga þau þrjú böm. Helgi Már Pálsson fram- kvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Horna- fjarðarbæjar Helgi Már Pálsson er fram- kvæmdastjóri tækni- og um- hverfissviðs Hornafjarðar- bæjar. Hann er fæddur 3. apríl 1958 og eru foreldrar hans Sigur- laug Jónsdóttir húsfreyja og Páll Indriðason, fyrrv. vélstjóri. Helgi lauk námi í húsasmíði frá Iðnskólanum á Akranesi 1977 og sveinsprófi í sömu grein 1979. Hann hóf nám í byggingatæknifræði í Danmörku 1983 og lauk BS-prófi í þeirri grein 1987 frá Tækniskóla Is- lands. Helgi vann hjá Verkfræðistofu Stanleys Pálssonar 1987-1992 og rak síðan sjálfstæða tækniþjónustu til ársins 1994. Hann var byggingar- fulltrúi og bæjartæknifræðingur hjá Eskifjarðarkaupstað þar til hann hóf störf hjá Homafjarðarbæ sem bæjar- verkfræðingur haustið 1996. 254

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.