Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 11
UMHVERFISMÁL Egilsstaðabæjar um stöðumat og markmiðssetningu í umhverfismál- um er vel við hæfi að minnast fimmtíu ára afmælis bæjarins með því að leggja sérstaka áherslu á um- hverfismál, bæði í verklegum fram- kvæmdum, með ráðstefnum, mark- miðssetningu og síðast en ekki síst að halda áfram að vekja og hvetja íbúana til virkrar þátttöku í að móta vistvænt samfélag. A hátíðarfundi bæjarstjómar þann 8. júlí sl. voru einróma samþykkt umhverfismarkmið bæjarins fram til ársins 2015. Þau eru eftirfarandi: YJirmarkmið • Að framtíðarþróun og uppbygg- ing í Egilsstaðabæ gerist með sjálfbærum hætti, þ.e. í sátt við umhverfi og náttúru. • Að við allar ákvarðanir á vegum bæjarins verði það haft að leiðar- ljósi að núlifandi kynslóð upp- fylli þarfir sínar án þess að ganga á möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum. Almennt Við ákvarðanir á vegum nefnda, ráða og bæjarstjómar verði ætíð tek- ið tillit til umhverfismála í víðum skilningi. Stjórnskipulag Umhverfismál fái veigameiri sess í rekstri og framkvæmdum í öllum málaflokkum bæjarins. Starfsmenn bæjarins og stofnana hans verði hvattir til dáða í umhverfismálum. Skipulagsmál Við endurskoðun og gerð aðal- skipulags verði umhverfismál sett framarlega í forgangsröð. Neysluvatn Verndarsvæði vatnsbóla verði skilgreind og innra eftirliti vatns- veitu komið á fyrir árið 2000. Fráveitur Urbótum í fráveitumálum verði lokið árið 2005 í samræmi við kröf- ur mengunarvamareglugerðar. Sorpmál Að minnka sorp til förgunar með því að leggja áherslu á jarðgerð líf- ræns úrgangs, endumýtingu og end- urvinnslu en fyrst og fremst að draga úr sorpmyndun með fræðslu og almennri þátttöku íbúa. Gróður Með öflugu samstarfi áhaldahúss, garðyrkjustjóra og vinnuskóla verði aðkomuleiðir að bænum prýddar gróðri og gerðar aðlaðandi. Mikil áhersla verði á að garðar og græn svæði verði vel hirt. Gönguleiðir og stígar Aukin áhersla verði lögð á um- ferð gangandi og hjólandi vegfar- enda. Útivistarsvœði Haldið verði áfram uppbyggingu útivistarsvæða fyrir bæjarbúa með áherslu á fjölbreytta notkunarmögu- leika. Skipulag svæðanna byggi á upplýsingum um náttúrufar og stað- hætti. Mengun Ahersla verði lögð á að draga úr hávaða í íbúðahverfum og hvers konar annarri mengun í bæjarfélag- inu. Umhverfisfrœðsla ískólum Umhverfisfræðsla í skólum sveit- arfélagsins verði efld. Nú iná segja að hluti markmið- anna miðist við kröfur sem eru nú þegar bundnar í lögum og reglugerð- um og stendur upp á syeitarfélögin að framkvæma. Fram að þessu hefur verið unnið eftir bestu getu til að uppfylla opinberar kröfur, en með því að setja sér markmið, sem byggð eru á raunhæfu stöðuinati, setja þau í forgangsröð og ákveða fram- kvæmdahraða samkvæmt skyldum og framkvæmdagetu sveitarfélagsins fást meðvitaðri og markvissari vinnubrögð. Leiðir til að ná fram markmiðunum eru breytilegar og verða að vera í stöðugri endurskoðun. En ekkert verður gert án þess að í- búar sveitarfélagsins vinni með og verði í raun þrýstihópur á bæjar- stjómir framtíðarinnar. Nú er í gangi sorpflokkunarverk- efni og jarðgerð á leikskólanum Tjarnarlandi, verkefni sem verður sjálfsagður þáttur í starfi skólans í framtíðinni. Rusl er einnig flokkað á tjaldstæðinu og margar fjölskyldur taka þátt í tilraunaverkefni um heimajarðgerð úr lífrænuin heimilis- úrgangi. Safnað er pappír til endur- vinnslu og fleiri flokkunar- og end- urnýtingarmöguleikar eru í undir- búningi hjá Sorpeyðingu Miðhéraðs. Umhverfismál skipa stöðugt veigameiri sess hjá sveitarfélögun- um og sá málaflokkur mun vaxa í framtíðinni. ísland er aðili að Ríó- samþykkt Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og hefur samþykkt framkvæmdaáætlun, Dagskrá 21 sem leggur skyldur bæði á ríki og sveitarfélög. Að sveitarfélögunum snýr að vinna áætlun um sjálfbæra þróun, þ.e. svokallaða Staðardagskrá 21. Markmiðssetning Egilsstaðabæj- ar í umhverfismálum er gott skref í gerð slíkrar Staðardagskrár 21 fyrir sveitarfélagið. RÁÐSTEF N U R Fjármálaráðstefnan í ár 20.—21. nóvember Fjármálaráðstefna sambandsins verður í ár haldin að Hótel Sögu í Reykjavík fimmtudaginn 20. og föstudaginn 21. nóvember. LANDSRING Næsta landsþing sam- kandsins á Akureyri 26.-28. ágúst 1998 Stjóm sambandsins hefur ákveðið að landsþing þess á árinu 1998 verði haldið á Akureyri dagana 26.-28. ágúst. 20 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.